27.12.2007
Ofan gefur snjó á snjó
Kíkti út um gluggann minn rúmlega fimm í morgun, þá var ég búin að bylta mér, glaðvakandi, síðan klukkan þrjú. Er líklega búin að sofa nóg yfir jólin..... Allavega þegar ég kíkti þarna út um gluggann í morgunsárið sá ég að úti var of mikið af fólki fyrir minn smekk svo ég hélt bara áfram að sofa í klukkutíma í viðbót. Þá voru síðustu skemmtanaglöðu einstaklingarnir farnir heim og öllu rólegra yfirbragð yfir öllu, sem hentar mér og Stubbaling bara vel......
Þurfti svo aðeins að snúast eftir leikfimi og þegar ég læddist í eina beygjuna byrjaði bíllinn að skransa hjá mér, ég slædaði til og frá eins og hver annar gæji og vúhúú hvað það var gaman. Héðan í frá frá slæda ég í allar beygjur Þið vitið þá hvaða kjéddling það er ef þið lesið um það í blöðunum að virðuleg kona fyrir austan fjall hafi verið tekin fyrir slide.......
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó...... Vitiði hver söng þetta lag?
Af hverju segir fólk: "Gleðilega rest........" frá og með aðfangadegi? Síðast þegar ég gáði náðu jólin alveg fram á þrettándann! Mér finnst þetta svipað og ef fólk segði "til hamingju með rest" daginn eftir afmælisdag. En ég sé nú bara í kössum og boxum
Fariði vel með ykkur
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
"til hamingju með rest" daginn eftir afmælisdag góð Hrönnslan, að venju
Farðu varlega í slidunum
Marta B Helgadóttir, 27.12.2007 kl. 09:09
Heima hjá mér og henni ömmu minni sem ól mig upp, var alltaf sagt, gleðilegt jólaskott, þ.e. þeir dagar sem eftir lifðu hátíðar voru skottið á skepnunni. Mér finnst það krúttlegt.
Annars held ég mínkæra, að þú ættir ekki að vera að slæda svona. Þú gætir slædað út í á eða niður fjall (ef þú værir í bíltúr á fjallin sko, sem þú ert örgla oft þarna ökufanturinn þinn).
Lovejúdarling
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 10:30
Mér finnst það líka soldið krúttlegt! Rest er eitthvað svo alþýðlegt
Reyni að fara varlega en ég mæli með því að þið prófið, þetta er ótrúlega skemmtilegt
Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 10:56
Ótrúlega þreytt og ofnotað Hallgerður! Ég býð þér með í nokkrar sveiflur við getum þá híað saman
Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 11:47
Ofan gefur snjó á snjó, þeg fer í nostalgíu kast við þetta ljós, afi minn kyrjaði þetta alltaf þegar ég var lítil. Hvernig er restin af því ?
Hehehehe Hrönn slædari
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 11:49
Ofan gefur snjó á snjó
snjó um vefur flóa tó
tóa grefur móa mjó
mjóan hefur skó á kló
Farðu að sofa fyrir mig
fyrst þú mátt og getur
ég skal breiða ofan á þig
ofurlítið betur
Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 12:06
hef aldrei heyrt þetta rest , enda ekki búið heima í mörg ár, man bara gamla túngumálið
hafðu það gott kæra hrönn glanni !!
AlheimsL jos til þín og ljónshjartans
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 12:12
"Farðu að sofa...." söng ég alltaf yfir börnunum mínum þegar þau voru lítil. Ég svaf í morgun svo ég missti af slædinu. Góða skemmtun í næturakstri. Mun passa mig að vera ekki á ferðinni.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 13:00
Ég hafði aldrei heyrt þetta með "restina" fyrr en hérna á blogginu, finnst það frekar hallærislegt, það eru jú ennþá jól. Einhver sagði meira að segja á blogginu sínu að núna væru jólin búin!!
Var það ekki Helena Eyjólfs sem söng þetta lag??
Huld S. Ringsted, 27.12.2007 kl. 17:29
Ég nota ekki þessa rest persónulega en finnst bjánó að óska gleðilegra jóla fram eftir öllu ári...eða sko fram yfir annan í jólum..
Vúhúhú það er gaman að slæda hehe. Myndi samt ekki þora því í þínu umdæmi...er ekki eins hrifin af þvagleggjum af fenginni reynslu af slíkum verkfærum..*hrollur*
Ragnheiður , 27.12.2007 kl. 17:41
Já ég hef aldrei skilið þetta með þessa rest, en mikið áttu gott með að sofa þegar þú vilt ég vaknaði kl 6 í morgun og er hræðilega syfjuð núna.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 18:17
Ég hef einmitt heyrt frábærar sögur af sönglandi hundamömmu sem úar og púar, híar og hóar í slædunum. Þú lætur ekkert tækifæri ónotað til að njóta lífsins og það er nú öldungis frábært, ef útí það er farið. Gleðilega rest*, glannakjéddlingin mín!
* = mér finnst þetta alltaf mjög austfirskt og þar af leiðandi óútásetjanlegt og fullkomnað....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.12.2007 kl. 23:01
Gleðilega rest mín kæra.
Heiða Þórðar, 27.12.2007 kl. 23:42
hehe finnst fyndið að þú talir um að þú hafir þurft að snúast eftir leikfimina. Hvað er þá betra en að slædast og snúast eftir götum þvagleggsumdæmis.
Ég vona að þú sért með barefli og meis-brúsa með þér á þessum næturgöngum þínum.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 08:04
Almáttugur Hrönnslan mín farðu varlega í þessum slædingum þínum.... vertu allavega í belti.... en ég trúi því að þetta hafi verið gaman ..ég á þetta til þegar ég held að engin sjái til hér á stór Kópavogssvæðinu......Hafðu það gott í þínum kössum og boxum mér finnst líka hálf asnalegt þegar fólk óskar manni gleðilegrar restar........ Gleðilega hátíð og hana nú........ sagði hænan og......
Fanney Björg Karlsdóttir, 28.12.2007 kl. 12:27
Kristín Katla Árnadóttir, 28.12.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.