Ofan gefur snjó á snjó

Kíkti út um gluggann minn rúmlega fimm í morgun, þá var ég búin að bylta mér, glaðvakandi, síðan klukkan þrjú. Er líklega búin að sofa nóg yfir jólin.....Wink Allavega þegar ég kíkti þarna út um gluggann í morgunsárið sá ég að úti var of mikið af fólki fyrir minn smekk svo ég hélt bara áfram að sofa í klukkutíma í viðbót. Þá voru síðustu skemmtanaglöðu einstaklingarnir farnir heim og öllu rólegra yfirbragð yfir öllu, sem hentar mér og Stubbaling bara vel......

Þurfti svo aðeins að snúast eftir leikfimi og þegar ég læddist í eina beygjuna byrjaði bíllinn að skransa hjá mér, ég slædaði til og frá eins og hver annar gæji og vúhúú hvað það var gaman. Héðan í frá frá slæda ég í allar beygjur W00t Þið vitið þá hvaða kjéddling það er ef þið lesið um það í blöðunum að virðuleg kona fyrir austan fjall hafi verið tekin fyrir slide.......

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó...... Vitiði hver söng þetta lag?

Af hverju segir fólk: "Gleðilega rest........" frá og með aðfangadegi? Síðast þegar ég gáði náðu jólin alveg fram á þrettándann! Mér finnst þetta svipað og ef fólk segði "til hamingju með rest" daginn eftir afmælisdag. En ég sé nú bara í kössum og boxum Devil

Fariði vel með ykkur Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

"til hamingju með rest" daginn eftir afmælisdag góð Hrönnslan, að venju

Farðu varlega í slidunum

Marta B Helgadóttir, 27.12.2007 kl. 09:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heima hjá mér og henni ömmu minni sem ól mig upp, var alltaf sagt, gleðilegt jólaskott, þ.e. þeir dagar sem eftir lifðu hátíðar voru skottið á skepnunni.  Mér finnst það krúttlegt.

Annars held ég mínkæra, að þú ættir ekki að vera að slæda svona.  Þú gætir slædað út í á eða niður fjall (ef þú værir í bíltúr á fjallin sko, sem þú ert örgla oft þarna ökufanturinn þinn).

Lovejúdarling

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 10:30

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst það líka soldið krúttlegt! Rest er eitthvað svo alþýðlegt

Reyni að fara varlega en ég mæli með því að þið prófið, þetta er ótrúlega skemmtilegt

Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 10:56

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ótrúlega þreytt og ofnotað Hallgerður! Ég býð þér með í nokkrar sveiflur við getum þá híað saman

Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 11:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ofan gefur snjó á snjó, þeg fer í nostalgíu kast við þetta ljós, afi minn kyrjaði þetta alltaf þegar ég var lítil.  Hvernig er restin af því ?

Hehehehe Hrönn slædari

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 11:49

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

    Ofan gefur snjó á snjó

    snjó um vefur flóa tó

    tóa grefur móa mjó

    mjóan hefur skó á kló

    Farðu að sofa fyrir mig

    fyrst þú mátt og getur

    ég skal breiða ofan á þig

    ofurlítið betur 
     

Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 12:06

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hef aldrei heyrt þetta rest , enda ekki búið heima í mörg ár, man bara gamla túngumálið

hafðu það gott kæra  hrönn glanni !!

AlheimsL jos til þín og ljónshjartans

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 12:12

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

"Farðu að sofa...." söng ég alltaf yfir börnunum mínum þegar þau voru lítil.  Ég svaf í morgun svo ég missti af slædinu.  Góða skemmtun í næturakstri.  Mun passa mig að vera ekki á ferðinni.    Road Rage 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 13:00

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hafði aldrei heyrt þetta með "restina" fyrr en hérna á blogginu, finnst það frekar hallærislegt, það eru jú ennþá jól. Einhver sagði meira að segja á blogginu sínu að núna væru jólin búin!!

Var það ekki Helena Eyjólfs sem söng þetta lag?? 

Huld S. Ringsted, 27.12.2007 kl. 17:29

10 Smámynd: Ragnheiður

Ég nota ekki þessa rest persónulega en finnst bjánó að óska gleðilegra jóla fram eftir öllu ári...eða sko fram yfir annan í jólum..

Vúhúhú það er gaman að slæda hehe. Myndi samt ekki þora því í þínu umdæmi...er ekki eins hrifin af þvagleggjum af fenginni reynslu af slíkum verkfærum..*hrollur*

Ragnheiður , 27.12.2007 kl. 17:41

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég hef aldrei skilið þetta með þessa rest, en mikið áttu gott með að sofa þegar þú vilt ég vaknaði kl 6 í morgun og er hræðilega syfjuð núna.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2007 kl. 18:17

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég hef einmitt heyrt frábærar sögur af sönglandi hundamömmu sem úar og púar, híar og hóar í slædunum. Þú lætur ekkert tækifæri ónotað til að njóta lífsins og það er nú öldungis frábært, ef útí það er farið. Gleðilega rest*, glannakjéddlingin mín!

 * = mér finnst þetta alltaf mjög austfirskt og þar af leiðandi óútásetjanlegt og fullkomnað....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.12.2007 kl. 23:01

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gleðilega rest mín kæra. 

Heiða Þórðar, 27.12.2007 kl. 23:42

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe finnst fyndið að þú talir um að þú hafir þurft að snúast eftir leikfimina. Hvað er þá betra en að slædast og snúast eftir götum þvagleggsumdæmis.

Ég vona að þú sért með barefli og meis-brúsa með þér á þessum næturgöngum þínum.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.12.2007 kl. 08:04

15 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Almáttugur Hrönnslan mín farðu varlega í þessum slædingum þínum.... vertu allavega í belti.... en ég trúi því að þetta hafi verið gaman ..ég á þetta til þegar ég held að engin sjái til hér á stór Kópavogssvæðinu......Hafðu það gott í þínum kössum og boxum mér finnst líka hálf asnalegt þegar fólk óskar manni gleðilegrar restar........ Gleðilega hátíð og hana nú........ sagði hænan og......

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.12.2007 kl. 12:27

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 28.12.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband