Jóladagur

Var að koma heim úr jólamorgungöngunni.

Nýfallinn snjór yfir öllu og við Stúfur vorum þau fyrstu út í morgun, fyrir utan einn og einn kött. Mættum svo manni á stórum bíl sem hafði greinilega týnt einhverju. Vona að hann finni það sem fyrst aftur!!

Gærkvöldið var yndislegt. Þrátt fyrir að ég hafi næstum verið búin að eyðileggja það. Fann hvernig í mig seitlaðist pirringur yfir hinu og þessu og var næstum búin að láta hann ná yfirhöndinni þegar ég tók mig taki og ákvað að það væri gaman að elda góðan mat fyrir gott fólk og söngla jólalögin á meðan. Sem betur fer tókst mér að sannfæra sjálfa mig og kvöldið varð dásamlegt. Allt svo afslappað og yndislegt. Maturinn lukkaðist verulega vel. Ég sauð hamborgarhrygg, sem ég var búin að útvatna, til að ná úr honum mesta saltinu. Setti lárviðarlauf, negulnagla og heilan pipar í pottinn með hryggnum og þetta kom mjög jólabragðslega út. Svo sátum við og spjölluðum saman langt fram á kvöld, borðuðum síðan eftirréttinn, sem er algjört sælgæti og bara búinn til einu sinni á ári fyrir möndluna Joyful

Fékk margar góðar gjafir. Nokkrar komu mér verulega á óvart og ég þurfti að laumast til að strjúka burtu tár............. Takk Magga InLove 

Það var svolítið skondið, dagana fyrir jól að fylgjast með fólkinu koma út úr Bónus með tvær innkaupakörfur hver. Á tímabili varð ég svolítið stressuð yfir því að ég hlyti að vera að gleyma einhverju. Í gær kom í ljós að ég hafði engu gleymt.

Hlakka til dagsins í dag. Dagsskipunin: Lesa, borða, fara út að labba með hundinn og ef við erum heppin kemur Nói, vinur Lokharðs Ljónshjarta með okkur, lesa meira og borða meira.

Lífið er yndislegt og ég tek þátt í því. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Hrönn, gleðileg jól elskan og takk fyrir yndislega viðkynningu á blogginu.  Mikið skelfing hlakka ég til að hitta þig í eigin persónu.  Þú ert ein af þeim allra fyrstu sem gafst þig til kynna á síðunni minni og mér þykir undurvænt um þig (ekki bara þess vegna. Hehe).  Jólin eru í hjartanu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.12.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól Hrönn mín, og farsælt komandi ár.  Og takk fyrir góða viðkynningu.  Þið eruð öll svo yndæl.  En það voru fleiri sem felldu tár í gærkveldi, ég gaf honum föðurmínum nokkrar af myndunum sem ég hef verið að setja inn á bloggið mitt, sumar þeirra vissi hann ekki einu sinni að væru til.  Og myndin af afa með hundinn sinn í Fljótavík, hann hafði hana opna fyrir framan sig lengi, og svo fóru tárin að hrynja.  Ég varð hálf leið, en þá sagði pabbi, þetta eru gleðitár Íja mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hæ Hrönnslan mín. Athyglisvert þetta sem þú segir með pirringinn.. að þú ákvaðst að skipta um gír og það bara gekk. Ji minn hvað maður þarf að vera duglegri við nákæmlega þetta. Gaman að heyra að kvöldið var svona vel heppnað. Jólaknús til þín.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.12.2007 kl. 12:32

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Eitt risastórt jólaknús til þín Hrönnslan mín..... og takk fyrir jólakortið og það sem í því stóð..... það lak niður tár þegar ég las það en ég var ekkert að laumast til að strjúka því burt..þetta var sannkallað gleðitár....og ég er þér svo innilega sammála........Ég er svo glöð yfir því að þú skulir vera komin inn í líf mitt að nýju......

Fanney Björg Karlsdóttir, 25.12.2007 kl. 14:19

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk sömuleiðis Jenný mín. Ég hugsa ég hefði aldrei lagt í blogg nema vegna þess að þú hvattir mig til dáða

Cesil mín takk fyrir góða viðkynningu sömuleiðis. Ótrúlega mikið af fallegu fólki á moggabloggi

Knús á þig á móti Jóna - þú ert ein af þessu frábæra fólki sem ég hef kynnst hér

Fanney  Endilega kíktu við næst þegar þú sérð ljós í litla húsinu mínu.

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 14:33

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jólaknús til þín Hrönn mín og takk fyrir hreint frábæra viðkynningu á árinu og öll skemmtilegu bloggsamskiptin.

Mikið er ég fegin að Fanney hefur hvatt þig til að blogga eins og þú segir þarna, við hin njótum góðs af því

Marta B Helgadóttir, 25.12.2007 kl. 16:00

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Hrönnlsa mín.  Ég er sko sammála þér með innkaupaæði fólks í Bónus, ég var bara eins og beiningamanneskja með tvo poka. Mætti halda að aldrei yrði opnað aftur.  Hvernig veistu að aumingja maðurinn hafði týnt einhverju??  við verðum að láta verða að því að hittast strax á næsta ári, jafnvel fyrr ef þú ert til í kaffi bolla hjá mér eða hittast á Krúsinni?? s: 8658698 ég er oftast laus.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 22:46

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk sömuleiðis Marta smarta

Ásdís! Maðurinn hélt nefnilega eitt augnablik að hann hefði fundið það sem hann leitaði að þegar hann sá okkur. Kannski hafði hann týnt hamingjunni.......  Svo sá ég hann á löggustöðinni þegar ég var á leiðinni heim. Ég er til í kaffi, hringi örugglega 

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 22:53

9 Smámynd: Dísa Dóra

Gleðileg jól og vonandi hafa þau verið ykkur góð.  Eitthvað hef ég nú grun um að ég viti hver Nói er

Farið vel með ykkur í snjónum 

Dísa Dóra, 26.12.2007 kl. 10:50

10 Smámynd: Hugarfluga

Mikið er gott að heyra að þú hafir það svona gott, elsku Hrönn. Sendi þér mínar hlýjustu óskir úr kuldanum í höfuðborginni.

Hugarfluga, 26.12.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband