Aðfangadagur

Tvöfaldur uppáhaldsdagur kom í gær. Sunnudagur og Þorláksmessa sem ég held alltaf uppá! Ég fékk góða gesti. Í fyrradag kom Ellen til mín færandi hendi með blóm og cd. Takk Ellen Kissing Jössi Björling er aldeilis frábær!! Í gær komu svo Magga og Snæbjörn við hjá mér á leið heim úr skötuveislu.

Ég tók forskot á skötuna og fór í hana á laugardaginn. Ekki góð lykt Pinch og ég þorði ekki að smakka einn einasta bita. Borðaði bara þess meira af rófum og rúgbrauði! Nokkurskonar R dagur hjá mér, vantaði bara rauðvín og rósakál Tounge

Var að sækja jólatréð niðri í kjallara og nú stendur það úti á tröppum og viðrar sig áður en ég slaka því inn fyrir og skreyti það. Sauð hangikjöt í gær og ætla að sjóða rauðkál í dag. Mér finnst alltaf jólin vera komin þegar rauðkálslyktin fyllir hvern krók og kima Heart

Úti er hvít jörð og öðru hverju skellur hann á með éljum. Nú ætla ég út í kirkjugarð og tendra þar á nokkrum kertum og fara síðan í afmæli! Vonandi er Halla búin að baka nóg af sörum Tounge 

Gleðileg jól allir  Gif santa claus Images


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðileg jól Hrönn og hafðu það sem allra best um jólin, takk fyrir skemmtilega bloggvináttu á árinu

Gif santa claus Images

Huld S. Ringsted, 24.12.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðileg jól elskið mitt. Hittumst vonandi fljótlega.  3D Santa

Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 12:30

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg Jól mín kæra og hafðu það gott um jólin.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.12.2007 kl. 14:07

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gleðileg jól, Hrönn og takk fyrir endurnýjuð kynni hér í bloggheimum.  

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.12.2007 kl. 15:30

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðileg jól, mín kæra

SigrúnSveitó, 25.12.2007 kl. 00:17

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er með seinni skipunum vegna barnsfæðinga og annara anna fyrir jólin.  Þorláksmessa, minn uppáhaldsdagur, var í merki Erils vinar míns, nema hvað allir voru bláedrú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.12.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband