Ég hlakka svo til......

Stubbur svaf til sjö í morgun. Ég er löööööngu hætt að láta klukkur hringja á morgnana þannig að við erum bara klukkutíma á eftir áætlun í dag. Sem er allt í lagi Joyful Við röltum upp með á, hún er afar ógnandi en ætlar líklega að láta þar við sitja í þetta sinn!

Ég steinsofnaði eftir að dr. House var búinn að koma! Ég hef alltaf heyrt að það væri akkúrat hinsegin. Karlmaðurinn sofnaði þegar hann væri búinn að koma......Halo Ég komst ekki einu sinni í að lesa nema hálfa blaðsíðu í einhverri leiðinlegustu bók sem ég hef opnað, síðan ég reyndi að lesa "Lífið er annarsstaðar" eftir Milan Kundera - það var hinsvegar alveg rétt hjá honum, karlinum, lífið var allt annarsstaðar fyrir mig í það sinn!

Ég hef komist að því að læf is tú sjort for sillí pípól og boring búkks. En í gær fékk ég bók í hús sem heitir "Undir yfirborðinu" eftir Noru Roberts, ég er ákveðin í að byrja á henni í dag. Læt ykkur kannski vita síðar hvað mér finnst um hana.

Ég hlakka til að byrja á verkefnum dagsins - sem minnir mig á það þegar krakkarnir voru litlir og fengu að gista, einu sinni sem oftar, hjá Óskari vini sínum. Amma hans var göldrótt, mamma hans átti stundum ís og frænka hans nennti endalaust að spjalla við þau. Tilhlökkunin lá í loftinu, þau sátu í sófanum og söngluðu: "mér hlakkar svo til, mér hlakkar svo til......." "ÉG hlakka svo til" sagði ég leiðréttandi, á þönum í kringum þau. Þau horfðu á mig smástund og sögðu svo: "En þú ert ekki að fara að gista hjá Óskari......." InLove

Þessi málfræðikennsla var í boði hússins. Njótið og notið Tounge

Í kvöld ætla ég á aðventutónleika í Hótelinu. Þar syngur Kristjana Stefáns og Smári, Gunni og Vignir spila undir. Það er alltaf alveg hrikalega gaman á þessum tónleikum og ég reyni að komast á hverju ári. Í ár ætla ég að mæta snemma og ná góðum sætum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Það er alltaf gaman að fara á aðventutóleika skemmtu þér vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.12.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

SKoh, það er ekki INN að finnast Kundera ÚT en við erum greinilega ÚTI því mér finnst hann hundleiðinlegur líka.  Stofnum þrýstihóp.  ÚT með Kundera.

Undir yfirborðinu er fín kósíbók, njóttu hennar.

Lovejútúpísis.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Rebbý

Nora Roberts klikkar varla.  En njóttu tónleikanna í kvöld, það er æðislegt að setjast bara niður og hlusta á fallegan söng svona í jólastressinu sem á að vera núna.

Rebbý, 21.12.2007 kl. 11:52

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

He, yndisleg þessi börn þegar þau taka mann algjlörlega á orðinu !!  kannski ég kíki bara á´tónleika í kvöld, er að fara út að labba núna. Nora er nú skemmtilegri en Kundera tek undir það.  Sjáumst mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 13:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða skemmtun og þetta er alveg rétt hjá þér með tíman og leiðinlegar bækur, og fólk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2007 kl. 15:44

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Katla mín

Jenný! Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum!!

Ásdís! Mæli með því

Takk allar hinar

Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 15:49

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Thí hí hí frábær að venju

Góða skemmtun á tónleikum. 

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 17:20

8 Smámynd: Hugarfluga

Hahahaha æ lov jú.  Vona að þú hafir notið tónleikanna, Hrönnslumús. 

Hugarfluga, 21.12.2007 kl. 23:53

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skil þig með Kundera antipatið. Ég er í sífelldum rökræðum um suður-Amerískar og Rómanskar bókmenntir. Mér finnst þær upp til hópa alveg svoleiðis yfirgengilega leiðinlegar og kalla mig góða ef ég kemst í 50 síðurnar. Fólk hefur ýmsar kenningar um þessa fötlun mína. Segi þér frá því seinna. Gaman verður þegar við berum saman bækur Jóns Kalmans  um himanríki og helvíti, Péturs Gunnarrsonar um Þórberg og Sigurðar Pálssonar um minnið....Ætlum að vaða í þær allar, ekki satt?

Hafðu það yfirgengilega gott um jólin og njóttu alls þess sem hægt er að njóta, mín góða bloggvinkona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.12.2007 kl. 00:03

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg jól elsku Hrönn mín hafðu það gott um jólin.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.12.2007 kl. 12:38

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.

Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.

Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?

Þú ert barn Guðs.

Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.

Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:41

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vonandi var gaman á tónleikunum!

Gleðileg jól, hafðu það sem allra best yfir hátíðina

Gif santa claus Images

Huld S. Ringsted, 22.12.2007 kl. 17:56

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðileg jól Hrönn mín og þakka þér fyrir alla skemmtunina á árinu. Hlakka til að lesa meira á nýju ári.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:45

14 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Gleðileg Jól elsku Hrönnslan mín.... vona að þú hafir það sem allra best yfir hátíðirnar..... og svo verðum við að fara að hittast...... ef ég sé ljós í litla húsinu þínu þegar ég keyri framm hjá þá knackar jag pa.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 24.12.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband