Vikan er að klárast....

....og mér finnst hafa verið mánudagur áðan!

Við Stubbalingur gengum upp með á í morgun. Mikið hrikalega er áin ljót í dag. Hún fleytir kerlingar á minnstu eynni - sem er við það að fara í kaf!!

Var að koma heim úr leikfimi. Fantagóður tími hjá Betu enda síðasti tími fyrir jól. Fórum svo nokkrar í heita pottinn á eftir og þangað fengum við kaffi og piparkökur. Frábært framtak hjá starfsfólki Sundhallar Selfoss.

Í vinnunni eru nýjar áskoranir á hverjum degi og jafnvel margar á dag. Í vikunni hef ég talað við Danmörk - tvisvar, það er alltaf gaman að tala dönsku Wink - sent mail til Svíþjóðar og lært pólskan framburð Happy Ekki slæmt, enda vinn ég bezt undir pressu og trúðu mér, það er rosa pressa að læra pólsku!! Í gær sagði ég við minn nýja yfirmann, þegar hann hringdi til að taka stöðuna í lok dags, að héðan í frá ætti hann að byrja hvert einasta samtal okkar á því að segja: "Mikið rosalega er ég heppinn að hafa þig í vinnu" Hann tók ekkert illa í það..... W00t

Dr. House er búinn að boða komu sína til mín í kvöld og ég er ekki frá því að ég fríkki með hverjum deginum Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

God morgon kompis...........ég tek allveg ofan fyrir þér...kraftur í þér að byrja á því að skella sér í sundleikfimi um miðja nótt.....allveg ótrúlegt..... en fólk hefur svo sem verið lagt inn hjá mér fyrir minna........ha en bra dag kompis.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 20.12.2007 kl. 09:33

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er nú meiri kraftur á þér alltaf Hrönn mín  Er hann búinn að koma Dr. House hann hefur sko fallið fyrir þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.12.2007 kl. 10:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert flottust Hrönn mín, svo ég veit ekki hvort það getur gerst að þú fríkkir meira.  Þá þýðir það bara eitt, að þú verðir orðin engill áður en langt um líður  Hehehehehehe...... Nei ég kann ekki pólsku, en það voru samt tveir pólverjar að gróðursetja fyrir mig plöntur í dag 20 des.  Ekkert minna en það, og þessar elskur komast ekki heim til fjölskyldnanna sinna barna og kvenna yfir jólin, af því að þeir hafa ekki efni á því.  En þeir hafa örugglega sent heim pening svo fjölskyldan geti átt betri jól en nokkru sinni áður.  Og það er rosalega gott mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 21:33

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugnaðar stelpa ertu Hrönnsla.  Fljótið var flott í kvöld en hrikalegt. Farðu vel með þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 22:42

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Meiri dugnaðarforkurinn sem þú ert Hrönn

...ég kann tvö orð í pólsku: podpis tu sem þýðir skrifa hér (eða undirrita hér)  og þetta lærði ég af illri nauðsyn fyrir ca 179 árum síðan... þegar ég vann á ferðaskrifstofu í Svíþjóð 

Marta B Helgadóttir, 20.12.2007 kl. 23:48

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Er ekki laust hús við hliðina á þér? Maður þyrfti að komast í tæri við svona tundurdufl eins og þig - og Stubbaling - til að tæta sér út á göngu, nýsofnaður og tannburstaður. En það er ekki það, að ég hafi ekki nr. 1 á áætlun að gera þetta. You would´nt imagine... Mér finnst þú ala yfirmanninn vel upp. Svona á að gera þetta.......  Sætari? Akkuru þarftu að verða sætari?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.12.2007 kl. 00:08

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hrönnsla er ótrúleg!

Heiða Þórðar, 21.12.2007 kl. 01:05

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsla. þú framkallar krúttköst.  Kjéddlingin þín

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 02:38

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk stelpur mínar  

Guðný Anna! Vitaskuld var ég að djóka... Hef sko ekkert að gera við að vera sætari

Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband