20.12.2007
Vikan er að klárast....
....og mér finnst hafa verið mánudagur áðan!
Við Stubbalingur gengum upp með á í morgun. Mikið hrikalega er áin ljót í dag. Hún fleytir kerlingar á minnstu eynni - sem er við það að fara í kaf!!
Var að koma heim úr leikfimi. Fantagóður tími hjá Betu enda síðasti tími fyrir jól. Fórum svo nokkrar í heita pottinn á eftir og þangað fengum við kaffi og piparkökur. Frábært framtak hjá starfsfólki Sundhallar Selfoss.
Í vinnunni eru nýjar áskoranir á hverjum degi og jafnvel margar á dag. Í vikunni hef ég talað við Danmörk - tvisvar, það er alltaf gaman að tala dönsku - sent mail til Svíþjóðar og lært pólskan framburð Ekki slæmt, enda vinn ég bezt undir pressu og trúðu mér, það er rosa pressa að læra pólsku!! Í gær sagði ég við minn nýja yfirmann, þegar hann hringdi til að taka stöðuna í lok dags, að héðan í frá ætti hann að byrja hvert einasta samtal okkar á því að segja: "Mikið rosalega er ég heppinn að hafa þig í vinnu" Hann tók ekkert illa í það.....
Dr. House er búinn að boða komu sína til mín í kvöld og ég er ekki frá því að ég fríkki með hverjum deginum
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
God morgon kompis...........ég tek allveg ofan fyrir þér...kraftur í þér að byrja á því að skella sér í sundleikfimi um miðja nótt.....allveg ótrúlegt..... en fólk hefur svo sem verið lagt inn hjá mér fyrir minna........ha en bra dag kompis.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 20.12.2007 kl. 09:33
Það er nú meiri kraftur á þér alltaf Hrönn mín Er hann búinn að koma Dr. House hann hefur sko fallið fyrir þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.12.2007 kl. 10:03
Þú ert flottust Hrönn mín, svo ég veit ekki hvort það getur gerst að þú fríkkir meira. Þá þýðir það bara eitt, að þú verðir orðin engill áður en langt um líður Hehehehehehe...... Nei ég kann ekki pólsku, en það voru samt tveir pólverjar að gróðursetja fyrir mig plöntur í dag 20 des. Ekkert minna en það, og þessar elskur komast ekki heim til fjölskyldnanna sinna barna og kvenna yfir jólin, af því að þeir hafa ekki efni á því. En þeir hafa örugglega sent heim pening svo fjölskyldan geti átt betri jól en nokkru sinni áður. Og það er rosalega gott mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 21:33
Dugnaðar stelpa ertu Hrönnsla. Fljótið var flott í kvöld en hrikalegt. Farðu vel með þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 22:42
Meiri dugnaðarforkurinn sem þú ert Hrönn
...ég kann tvö orð í pólsku: podpis tu sem þýðir skrifa hér (eða undirrita hér) og þetta lærði ég af illri nauðsyn fyrir ca 179 árum síðan... þegar ég vann á ferðaskrifstofu í Svíþjóð
Marta B Helgadóttir, 20.12.2007 kl. 23:48
Er ekki laust hús við hliðina á þér? Maður þyrfti að komast í tæri við svona tundurdufl eins og þig - og Stubbaling - til að tæta sér út á göngu, nýsofnaður og tannburstaður. En það er ekki það, að ég hafi ekki nr. 1 á áætlun að gera þetta. You would´nt imagine... Mér finnst þú ala yfirmanninn vel upp. Svona á að gera þetta....... Sætari? Akkuru þarftu að verða sætari?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.12.2007 kl. 00:08
Hrönnsla er ótrúleg!
Heiða Þórðar, 21.12.2007 kl. 01:05
Hrönnsla. þú framkallar krúttköst. Kjéddlingin þín
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2007 kl. 02:38
Takk stelpur mínar
Guðný Anna! Vitaskuld var ég að djóka... Hef sko ekkert að gera við að vera sætari
Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.