:) mánudagur......

Byrjaði daginn á góðri heimsókn til Connýar, einstakrar konu, sem sýndi mér nokkra galdra í bókhaldskerfinu. Fór svo heim og prófaði að galdra og akrabradabra...... Gjörsamlega gleymdi mér. Eins og fyrir töfra leystust öll mín vandamál og ég krullaðist öll upp innan í mér af ánægju þegar allar tölur duttu á sinn stað. Hélt svo áfram að gera það sem ég geri bezt - rukka fólk Wink Það veitir mér ómælda gleði.

Endaði vinnudaginn á að hringja í minn nýja vinnuveitanda og spurði hvort hann væri búinn að kaupa handa mér jólagjöfina...... Hann sagðist ekki vera búinn að því en hann væri búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gefa mér....... Hann ætlaði að gefa okkur vinnufélögunum eitthvað saman - ég sagði honum að ég sæi það nú ekki aaaaaalveg vera að gera sig að strákarnir væru mikið með demanta!!!! Tounge

Var núna að koma heim af tízkusýningu þar sem ég - ok og hin modelin líka - stóðum okkur firnavel. Ég var ööörlítið stressuð að mér mundi skrika fótur á hálu gólfinu og detta ofan í laugina...... En auðvitað skeði það ekki....... Kona er nú búin að horfa á nokkra þætti af How to look good naked og innbyrða þar margskonar upplýsingar um hvernig á og á ekki að gera hlutina W00t

Frábær dagur. Svei mér þá ef þessi mánudagur slagar bara ekki hátt upp í Sunnudag InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hefði semsagt getað séð þig einhversstaðar léttklædda í kvöld ef þú hefðir boðið mér ?  woman, er ég útundan? vildi ekki leggja það á nokkurn mann að sjá mig léttklædda þessa síðustu og verstu tíma, nema aumingja húsbandið sem á sér ekki undankomu auðið.  Kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dúllan mín! Þetta var bara úti í sundlaug. Allar kjéddlingarnar í leikfiminni í sundi og nokkrar á bakkanum með athyglisþörf

Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 23:39

3 identicon

Það er allavega augljóst að þér leiðist langt í frá ekki..

Gleðieg jól snjúllan mín

Björg F (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vildi hafa séð þig ganga tignarlega með örlitlu dassi af kynþokka eftir sundlaugarbarminum.  Alveg viss um að þú hefur verið droppdeddgjorgíus.

Gefa saman? Hm.. ekki ein óvissuferðin til viðbótar?

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 09:19

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert nú alveg sérstök. Gleðileg Jól Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.12.2007 kl. 09:51

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég þyrfti að læra svona bókhaldsgaldra, þar sem bókhaldið mitt (útgerðarinnar) og ég erum ekki vinir þessa dagana!

Ég veit, kallarnir fá í jólagjöf að njóta þess að horfa á þig með klumpinn á puttanum! 

Huld S. Ringsted, 18.12.2007 kl. 20:26

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert einstök dúllurassinn minn :)

Heiða Þórðar, 18.12.2007 kl. 23:23

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Engar holur til að reka tærnar í þarna Hrönn mín.   ALveg er ég viss um að þú hefur verið stórglæsileg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 09:24

9 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Þú ert nú meiri kellan! Bókhaldssérfræðingur og módel. Ætli ég verði ekki að redda mér viku fríi bráðlega. Svona kona verður ekki laus lengi. Ég var víst búinn að lofa mér að gera samlokurnar fyrir veislu ársins bráðlega. HA!

Á meðan ég man þá ætla ég að láta hann pabba minn, gamla bókhaldarann úr kauffélaginu sáluga kenna mér bókhaldarabrandarann úr Gög og Gokke og senda hann til þín.

Kveðjur heim í heiðardalinn og GLEÐILEG JÓL.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.12.2007 kl. 21:10

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Samlokur?? Gunni Palli???

Það verða sko engar samlokur!! Við erum að tala um smurt brauð

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 21:13

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós til þín kæra módel

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 21:18

12 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Hvað segirðu þá um langlokur?

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.12.2007 kl. 21:55

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert yndi! Skilaðu kveðju minni til pabba þíns. Hann er góður kall

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 21:59

14 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Geri það. Svo kem ég með brandarann seinna.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.12.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.