16.12.2007
Rúmri viku fyrir jól....
....held ég sé í fyrsta sinn á ævi minni haldin jólakvíða.
Nenni ekki að byrja á neinu sem tilheyrir undirbúningi jólanna. Hef mig ekki af stað í eitt eða neitt. Í dag ætlaði ég að pakka inn jólagjöfum og skrifa jólakort. Í staðinn sit ég og horfi á rigninguna út um gluggann og stend mig að því að velta fyrir mér eðlismassa dropanna! Ætli þeir séu eins og snjókornin - enginn eins? Eða eru þeir allir sömu tegundar úr sama skýi? Allir jafn þungir? Mér sýnast þeir allavega vera mjög svipaðir þar sem þeir renna niður rúðuna............
Get þó allavega huggað mig við að þeir komast ekki inn til mín! Einu sinni bjó ég í húsi þar sem mátti ekki koma dropi úr lofti án þess að hann þröngvaði sér í gegnum veggina og inn til mín. Allar skálar voru virkjaðar í gluggakistum og gólfum og dugði ekki til. Núna bý ég í allt öðru og miklu betra húsi og það er alveg sama hvað droparnir reyna, þeir komast ekki inn - enda húsið mitt ekki nema sextíu ára gamalt Kannski er einhver af dropunum prins í álögum - og ef ég hleypi honum inn kemur hann til með að lifa happily ever after - spurning hvort ég mundi verða svo hamingjusöm með það þegar dropinn væri búinn að hreiðra um sig í sófanum og haggaðist ekki þaðan hvað sem á gengi. Ætli það mundi ekki enda með því að ég færi með hárblásarann á hann - sem væri kannski ekki ýkja fallegt, svona rétt fyrir jól.
Ég er þó þekkt fyrir þannig og þvíumlíkar aðgerðir þar sem ég fékk endanlega nóg af fyrrum eiginmanni mínum á Þorláksmessu og henti honum út. Gat hreinlega ekki hugsað mér að eyða, og takið eftir að ég nota sögnina að eyða, (er líklega enn undir áhrifum af lestri Njarðar P. í FB í gær....) enn einum jólum með honum. Síðan hef ég haldið upp á Þorláksmessu. Í ár er Þorláksmessa á Sunnudegi þannig að þar ég get sameinað tvo af mínum uppáhaldsdögum
Ég sé að ég þarf ekki að kvíða jólunum. Ástandið gæti verið verra - miklu verra!
Takk fyrir að hlusta. Mér líður miklu betur og er farin að pakka inn jólagjöfum
Athugasemdir
Mín í framkvæmdastuðinu á Þorláksmessu. Ef maður ætlar að henda einhverju/um út þá finnst mér Þorláksmessa flottur dagur. Það er ekki hægt að gleyma því sem maður gerir þá. Sendi þér Ímeil á Þorláksmessu í tilefni dagsins.
Vonandi ferðu að komast í jólakapið Hrönnsla mín. Knús og klemm
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2007 kl. 16:49
sendi þér smá jólaskap - sem er reyndar eðlilegt að vanti aðeins upp á í þessari rigninug og roki
Dísa Dóra, 16.12.2007 kl. 18:09
Þú ert þó allavegana búin að kaupa gjafir, ég er ekki byrjuð, jú ég lýg, búin að kaupa eina. Jólaskap er leiðinlegt segir fílustrumpur.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 21:04
Nei Jenný Það segirðu satt!!
Takk Dísa Dóra
Sammála Ásdís! Jólaskap er stórlega ofmetið
Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 21:29
Velkomin í hópinn: "vantarjólaskap" Þetta hlýtur að smella hjá okkur einn daginn, vonandi þessi jól!
Huld S. Ringsted, 16.12.2007 kl. 21:49
Vonandi Huld - vonandi fyrir þessi jól............
Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 21:52
Elsku Hrönnsla mín, ef þér líður eitthvað betur þá er ég ekki einu sinni búin að kaupa neina gjöf
Heiða Þórðar, 16.12.2007 kl. 23:44
Hrönnslan mín stundum þarf maður að eyða tíma í að hugsa.... nú eða tala um hitt og þetta.... þannig er þetta bara...... jólin koma .... hvort sem maður er búin að pakka inn, baka eða skrifa jólakort....... njóttu þess að vera til kæra vinkona..... þú ert akkurat svo rosalega frábær í því....... ásamt svo mörgu mörgu öðru....... sakna þín.... verðum að fara að hittast......
Fanney Björg Karlsdóttir, 16.12.2007 kl. 23:49
Þú hefur valið daginn til að henda sófastássinu út af mikilli kostgæfni. Svona ertu bráðsniðug stelpa og hættu svo að fárast yfir að vera ekki í rétta skapinu. Hver ákveður hvaða skapi maður er í einhverja ákveðna daga á ári? Jólakvíði getur falist í þvi að kvíða því að maður komist ekki í þetta eina rétta skap, sem allir eru að tala um; að maður nái (nb - NÁI) ekki að gera allt sem einhver hefur ákveðið að EIGI að gera...og svo framvegis og framvegis útí það óendanlega. Líður þér ekki milklu betur?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.12.2007 kl. 23:50
Líður svo miklu, miklu betur
Takk stelpur mínar. Hver segir að blogg sé ekki therapía?
Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 06:00
Elsku Hrönn mín ég var svona með mikinn jólakvíða en nú er ég bara að detta í jólaskapið. Reyndu að láta þér líða vel.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.12.2007 kl. 09:08
Alveg ertu mögnuð Hrönn mín. Hverjum dytti í hug að gera prins úr vatnsdropa nem a þér Þvílíkt hugmyndaflug sem þú hefur stelpa. Gott hjá þér að henda karlinum út, fyrst hann var svona óþolandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 09:38
Sæl og blessuð
Ég get alveg komið með sprey-brúsann og spreyja á vegginn hjá þér:" Hér verða engin jól......" hóaðu bara ef þú vilt!
bestu kveðjur frá "jólabarninu"
p.s. kemur þú ekki örugglega í afmæliskaffi til mín og kjölturakkans?
góða konan :-) (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 14:51
Takk Katla mín og Cesil.
Og jú jú jú góða kona, auðvitað kem ég í afmæliskaffi til þín góða kona og ætlast til að fá sörur, lagtertur og heitt súkkulaði með rjóma og yfirleitt allt það sem ég nenni ekki að gera fyrir jólin :)
Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 15:23
Snilldarlega skemmtilega skrifaður pistill hjá þér.
Steingerður Steinarsdóttir, 17.12.2007 kl. 16:04
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.