Ég er alfarið á móti plastruslatunnum!

Þær fjúka eftir þjóðvegi numero uno með tilheyrandi hávaða og látum og spilla fegurðarblundinum. Hvernig á að vera hægt að sofa þegar tunnur skellast í húsveggi?Svo þegar hann snéri sér, eins og sannir fellibyljir gera alltaf, byrjaði bréfalúgan að skrölta!! Kona þarf sína átta tíma - lágmark!!

Ég fór út um fimm í morgun og gretti mig framan í tunnuna sem hélt fyrir mér vöku í alla nótt. Þurfti ekki að leggja mikið á mig, rétt skældi mig - enda ekki falleg á svipinn fyrir!! Þegar ég var svo búin að sinna skyldu minni við Guð og menn - eða mig og hundinn - skreið ég aftur upp í rúm og steinsofnaði í tvo tíma í viðbót. Ég er á því að það hafi algjörlega bjargað geðheilsu minni. Tók svo til við vinnuna - að rukka fólk, sem er nú einu sinni það sem ég geri bezt Tounge Eiginleiki sem ekki er öllum gefinn........ Hrikalega sem ég er ánægð með nýju vinnuna og nýja vinnuveitandann Happy Ekki samt segja honum það því nógu er hann nú ánægður með sig....... LoL

Fór svo eftir vinnu og mátaði föt. Á mánudaginn verður tízkusýning í leikfiminni og ég glaptist á að taka þátt! Sjáiði mig fyrir ykkur svona ameríkansnexttopmodellæk rigsandi eftir vatnsyfirborðinu eins og systir Jesú? Ég verð allavega ekki sú sem grenjar í þeim steríótýpuraunveruleikaþætti. Hrædd um að ég sé meiri týpan sem grenjað er undan.......

Við Stubbalingur erum að æfa trix í skjóli nætur. Ég er að kenna honum ýmis brögð sem hann kemur aldrei til með að þurfa að nota annarsstaðar en með mér W00t- en ég hef gaman að því og hann ekki síður. Hver segir að hundar hafi ekki gaman af júsless trikkum? InLove

Í kvöld er önnur lægð væntanleg en ég er undirbúin. Ég hef troðið tusku í bréfalúguna og hrætt ruslatunnuna ærlega.

pís InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Trúðu mér ekki einni einustu ruslatunnu er óhætt í þessum veðurham-hömum sem ganga yfir þessa dagana.  Vertu fegin að þú færð ekki eina járntunnu eða svo ínn á kamesgólf hjá þér.  Guði sé lof fyrir plast.

Knús á þig villta kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.12.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heldurðu að ég ætti að gera eitthvað til varnar??? held ég fari bara að sofa.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð, þú verður örugglega flott á tískusýningu flottust mín.  Pottþétt.  Og ruslatunnurnar eru örugglega komnar ofan í jörðina af hræðslu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 21:19

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það verður mjög vont veður í nótt ég vona að þú sofir og stuppalingurin líka gleymdu ruslatunnum. Góða nótt skvís

Kristín Katla Árnadóttir, 13.12.2007 kl. 21:41

5 Smámynd: Dísa Dóra

Verð ég að fara að mæta í sund eldsnemma á morgnana og þá sérstaklega á mánudagsmorguninn?

Dísa Dóra, 13.12.2007 kl. 22:10

6 Smámynd: Ragnheiður

Ruslatunnur eru ólíkindatól...mín fór inn í skúr, varð ólétt og eignaðist aðra í morgun. Nú standa tveir tunnubjánar hérna saman úti og verður hent báðum í skúrinn á eftir...

Svo þarf að reyna að finna hvaðan aukatunnan er eiginlega..

Ragnheiður , 13.12.2007 kl. 22:35

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

"Þurfti ekki að leggja mikið á mig, rétt skældi mig - enda ekki falleg á svipinn fyrir"! Frábær ertu Hrönnslan

Ég er venjulega að mestu ósofin og grumpy eftir svona óveðursnætur, hárin á mér rísa og leggjast ekki aftur

Marta B Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 23:01

8 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Segi enn og aftur - það fýkur í mann!!  Auðvitað á að setja lögbann á plastruslatunnur og bréfalúgur, allavega rétt á meðan lægðin gengur yfir.......

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 14.12.2007 kl. 10:54

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er eins gott að vera ekki mikið á ferli því það legðist nú lítið fyrir mann ef meður yrði fyrir fljúgandi ruslatunnu og endaði þar með líf sitt.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.12.2007 kl. 11:42

10 Smámynd: Hugarfluga

Æ fíl jor pein, sistah! Svona glamur í utanaðkomandi tólum og tækjum ætti að vera bannað með lögum!! Gott að þú ert sæl í nýju vinnunni, það er megamegamikilvægt Hlakka svo til að heyra sögur úr tískuheiminum!

Hugarfluga, 14.12.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband