9.12.2007
Menningarferð með verzlunarlegu ívafi
Fór í bæinn með Möggu í gær. Þessar ferðir okkar eru frábærar!!
Við vourm snemma á ferðinni og byrjuðum á að rölta upp Skólavörðustíginn. Fórum inn til Eggerts Feldskera og þukluðum loðfeldi. Þar var einn úr kengúruskinni, fisléttur og algjörlega guðdómlegur. Kostaði "bara" rúmlega 400 þúsund kall....... Við vorum sammála um að sá sem keypti hann fengi ekki mikið fyrir peninginn. Afgreiðslumaðurinn sagðist eiga blý til að setja í vasana til að þyngja hann niður Fórum líka inn í Keramik Kolbrúnar, þar var okkur gefið heitt súkkulaði á meðan við skoðuðum okkur um. Frábært!
Fengum okkur kaffi á Hótel Reykjavík Centrum á meðan við skoðuðum málverkasýningu Katrínar Snæhólm. Mæli með því að þið farið þangað og skoðið myndirnar hennar.
Áleiðis upp Laugaveginn héldum við svo og var þá heldur farið að fjölga í bænum. Hápunkti ferðarinnar var svo náð með viðkomu í Flash þar sem beið mín, á slá, sítt svart tjull- og blúndupils. Ég mátaði það, snéri mér í hringi og pilsið hvíslaði að mér að það væri mitt........ Ég hef ekki farið úr því síðan og er harðákveðin í að í þessu pilsi ætla ég að gifta mig
Takk - enn og aftur Magga - fyrir frábæran dag
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Þetta hefur verið mjög skemmtilegur dagur hjá ykkur. Já mér langar að fara á málverkasýnungu. Katrínar bloggvinkonu. Eigðu góða dag Hrönn mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.12.2007 kl. 14:18
Ætlaði að sega mig langar.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.12.2007 kl. 14:19
Frábær dagur hjá ykkur systrum. Fátt jafnast á við Skólavörðustíginn og heitt kakó.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.12.2007 kl. 22:10
Ég elska Skólavörðustíginn, hann er heimur út af fyrir sig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 22:20
Mig langar svo á sýninguna hjá Katrínu
Huld S. Ringsted, 9.12.2007 kl. 22:56
Góður dagur hjá þér. Verður mér boðið í brúðkaupið?
Jóna Á. Gísladóttir, 9.12.2007 kl. 23:24
Góður dagur hjá ykkur. Vil gjarnan koma líka í brúðkaupið
Marta B Helgadóttir, 9.12.2007 kl. 23:54
Stelpur mínar. Auðvitað verður ykkur öllum boðið í brúðkaupið! Um leið og ég er búin að leysa þetta ööööörlitla vandamál að finna mann...............
Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 07:02
ég vona að sýningin verði ennþá í gangi, þegar ég legg leið mína suður reyndar fyrir áramót. En þetta hljómar eins og fullkomin dagur Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2007 kl. 17:47
Varla að maður þori að kíkja inn og kvitta á eftir þessum fjölda kvenna - margar þar að auki í giftingarhugleiðingum! Njóttu dagana!
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.12.2007 kl. 18:00
annar i röðinni af karlpeninginum.Kvitt fyrir innliti og lestri
Ólafur fannberg, 10.12.2007 kl. 18:51
Ohhhh elska svona daga! Pant verða brúðarmær!!!!
Hugarfluga, 10.12.2007 kl. 21:45
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 22:04
Ég skal svo elda matinn. Málið dautt!
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 22:16
Gunni Palli kokkur - tek þig á orðinu Hver þarf að hafa áhyggjur af smámáli eins og brúðguma þegar kokkurinn er kominn í kabyssuna?
Steina
Fluva! Hver önnur? Og aftur segi ég: Hver þarf að hafa áhyggjur.........
Gulli minn, þetta er allt í lagi - ég skal passa þig
Allir hinir:
Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.