7.12.2007
Brot úr degi
Síðan ég opnaði mín eiturgrænu augu eftir góðan, en kannski of stuttan, nætursvefn hef ég afrekað; að hraðbanki át debetkortið mitt fyrir klukkan sjö í morgun!! Eftir að hafa hamast á cancel takkanum og sparkað í fargins hraðbankann, að við tölum nú ekki um hvað kom út úr mínum munni á meðan - það snyrtilegasta, og það EINA sem er prenthæft, var: "kallast þetta HRAÐbanki? Búin að standa hér í f...... fimm mínútur...." Þá vaknaði "hrað"bankinn og gerði allt fyrir mig. Eins gott að ég yfirgaf ekki svæðið og kortið!!
Læsa mig úti í 10 stiga gaddi!! Má þakka fyrir að hafa verið í hreindýrinu sem ég skaut þegar ég flaug yfir Finnland hér um árið. Eftir að hafa gengið úr skugga um að enginn aukalykill var geymdur neins staðar, var mér skutlað á vinnustað nágrannans sem lánaði mér sinn lykil og eftir japl og jaml tókst mér að skrúfa millihurðina úr í kjallaranum og brjótast þannig inn til mín. Hins vegar nenni ég ekki að skrúfa hurðina í aftur...... Á meðan að á þessu stóð uppgötvaði ég að ég er ekki efni í innbrotsþjóf. Það er líklega ekki vænlegt til árangurs í þeirra starfi að sótbölva eins og gamall sjóraftur og sparka í hluti......
Niðurstaðan só far: Ég er ekki líklegur kandidat í innbrot. Ég á góða skó. Ég kann ótrúlega mörg ljót orð
Farin að finna Lása Smið eða kannski bara út í BYKO........
Athugasemdir
Hvoru megin fórstu fram úr darling?? vona að dagurinn endi vel. Passaðu þig á ljósastaurum ef þú ferð ut að labba.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 15:26
"Má þakka fyrir að hafa verið í hreindýrinu sem ég skaut þegar ég flaug yfir Finnland hér um árið" ég er í kasti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 18:17
Hahahahaha!!! Þú ert svo fyndin, kona!!
Hugarfluga, 7.12.2007 kl. 22:02
Hrönn Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 22:07
Nú lá við að þú dræpir mig úr hlátri Hrönn Sigurðardóttir, svoleiðis á ekki að koma fram við gamlar konur




















Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2007 kl. 11:10
Þú er skemmtileg ég fór að hlæja þú orðar allt svo vel.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2007 kl. 11:38
Skil vel að þetta hafi ekki verið skemmtilegt meðan á því stóð en..............................................


Huld S. Ringsted, 8.12.2007 kl. 13:08
Ha ha ha ha ha


óborganleg alveg hreint !
Marta B Helgadóttir, 8.12.2007 kl. 22:15
Þú ert náttúrlega bara snillingur!! Og ekki bara snillingur heldur DREPfyndinn snillingur!
Takk darling
SigrúnSveitó, 8.12.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.