Low profile ;)

Það var búið að lofa boot camp tíma í leikfimi í dag en svo mætti enginn kennari. Þær voru hinsvegar svo stálheppnar, stelpurnar, að ég skellti mér í tíma í gærkvöldi og vissi þess vegna hvernig tíminn átti að vera. Enda tók ég stjórnina í mínar hendur um leið og ég kom inn og sá hvað þær voru ráðalausar Wink Sótti áhöldin og stillti þeim upp á bakkanum um leið og ég sagði þeim hvað ætti að gera á hverri stöð. Þær létu afskaplega vel að stjórn, gerðu allt sem þeim var sagt að gera Tounge

Ein konan kom svo til mín eftir tímann og sagði mér að hún hefði ekki haft hugmynd um að ég væri Selfyssingur....W00t Hún sagði að hún hefði verið í bekk með elstu systur minni. Þar kom náttúrulega skýringin á því að hún þekkti mig ekki - hún er þetta eldri.......................................Whistling 

Sit núna nötrandi á endorfintrippi eftir tímann, drekk sítrónute og er að búa mig undir að byrja að vinna. Vona að hinar stelpurnar hafi líka tekið vel á því! 

Þetta er yndislegt líf InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

hmmmm ætli þú sért að sprikla í boot camp með karli mínum á kvöldin?

Dísa Dóra, 29.11.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....Ekki nema hann sé í sundleikfimi!!  Hef ekki séð karlmann þar - sé náttúrulega ekkert svakalega vel en allir sem eru ofan í um leið og ég eru í sundbol! Svo mikið sé ég!!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.11.2007 kl. 09:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLottust eru ljósið mitt.  Þær voru sannarlega heppnar stelpurnar að eiga þig að. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2007 kl. 09:42

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, lífið er sannarlega yndislegt, og það ert þú líka

SigrúnSveitó, 29.11.2007 kl. 10:28

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég segi eins og Ásthildur þær voru heppna að þú skildir taka þetta að þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.11.2007 kl. 10:44

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 12:33

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flott hjá þér. Svona eiga konur að vera.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:58

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

djöfulsins andskotans aktívitet er þetta á þér manneskja. Út með hundinn á nóttunni og leikfimi á daginn. áður en við vitum af verðurðu búin að taka að þér Boot camp kennsluna

Jóna Á. Gísladóttir, 29.11.2007 kl. 20:41

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.11.2007 kl. 11:03

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Plís, spriklaðu fyrir mig líka, er ekkert í því þessa dagana.  Takk fyrir góðar kveðjur.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 00:59

11 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Hreyfing er holl, sagði Jónína í útvarpinu í gamla daga. Er að fara út, alla leiðina í bílin og ætla svo að keyra alla leiðina á Lagerið þar sem dóttir okkar svaf með bekknum sínum.  Áætluð leið 800 metrar.

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 08:03

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 1.12.2007 kl. 11:05

13 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ands... kraftur er þetta í þér kona........ maður ætti kanski að flytja sim um set ...það hlýtur að vera eitthvað í vatninu þarna á Selfossi......

sakna þín.... hittingur mjög fljótlega..... plís....

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.12.2007 kl. 15:03

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært, þetta myndi ekki allir gera, flestir færu bara heim.

AlheimsLjós til þínog hafðu góða aðventu á morgun

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.