Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang.....

Var komin út um hálfsexleytið í morgun. Stór snjókorn svifu mjúklega til jarðar og vöktu upp í mér jólabarnið. Mest langaði mig að fleygja mér í snjóinn og búa til engil, eins og maður gerði í gamla daga muniði? Þegar maður lét sig bara detta afturábak, ég átti að vísu alltaf í basli með að standa upp án þess að eyðileggja engilinn.......

Var að lesa bloggið hennar Heiðu Bergþóru http://heidathord.blog.is/ þar kommentar einhver um að tvennt það bezta í heimi sé húmor og amor. Fór að velta því fyrir mér hvort það væri tilviljun að bæði enda á mor! Kannski var Morrinn í Múmíndal ekkert svo slæmur. Kannski var hann bara misskilinn kynlífssérfræðingur, nokkursskonar kynlífsráðgjafi  Múmínlands, sem enginn vissi hvað átti að gera við, því auðvitað vita Múminsnáði og Múmínstelpa ekkert um unaðassemdir ástarlífsins Whistling Þetta er nú einu sinni barnaefni for kræing át lád!!!!

Hugsanlega var Morrinn að doka eftir því að þau yrðu fullorðin? Hugsanlega eru þeir þættir í framleiðslu í Finnlandi W00t 

Kannski var höfundur þáttanna húmoristi? Þarf að stúdera þetta betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, Morrinn er margslunginn persónuleiki.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.11.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það var svaka vesen að standa upp úr "englinum" það er rétt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.11.2007 kl. 12:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mor er móðir á dönsku til dæmis.  En Morrinn var misskilinn það kom fram í bókinni um eyjuna og vitann.  Þar fer múmínsnáðinn að vingast við Morrann, sem þiðnar upp af þeim samskiptum.  Svo það kom greinilega fram að hann þráði líka amor að minnstak kosti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2007 kl. 15:46

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Brrrrrrr Hrönn! veistu hvað manni verður kalt af því að búa til engil í snjónum!!

Huld S. Ringsted, 28.11.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úff já! Ég man það núna.....

;)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2007 kl. 20:57

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

einmitt, mor á dönsku, cesil var bara á undan.

elska að gera engla í snjónum, geri það enn

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.11.2007 kl. 21:10

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég man að gerði engil í snjónum að var gaman.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.11.2007 kl. 21:38

8 Smámynd: Rebbý

maður á bara að láta sig hafa það og búa til engil langi manni til þess - við erum öll börn inn við beinið ennþá og því ekki að njóta þess 
en múmínálfar hvað?

Rebbý, 28.11.2007 kl. 23:21

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Rassgatarófan þín. Knús og koss inn í daginn þinn

Heiða Þórðar, 29.11.2007 kl. 02:29

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðan daginn.

Það er svo gaman að búa til engil í snjónum, bara klæða sig vel.

Marta B Helgadóttir, 29.11.2007 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband