Var næstum...

...búin að telja sjálfri mér trú um það í morgun að ég væri veik. Ég fann fyrir verkjum í öllum mínum beinum og vorkenndi mér gríðarlega. Stubbalingur þvertók hinsvegar fyrir alla meðvirkni og vildi fá sinn morgunspássitúr, hvað sem tautaði og raulaði. Komst svo að því þegar ég skrölti á eftir honum niður með á, í syndaflóðinu, sem enn og aftur dundi yfir, að ég væri með harðsperrur. Allavega er ég nokkuð viss um að það eru engin bein í maganum á mér. Hinsvegar hef ég bein í nefinu og þið skuluð sko ekki reyna að taka það úr mér.... Tounge

Lofaði sjálfri mér því að skríða rakleiðis upp í rúm þegar, og ef, ég kæmist heim aftur! Þegar svo kom að þeim tímapunkti var ég svo vel vöknuð og hress að ég skellti mér í sturtu og fór að vinna.

Núna eru harðsperrurnar heldur að ágerast, ég gleymdi að kaupa banana og er búin að strengja þess heit að verzla ekkert á morgun! Ojæja ég hlýt að lifa þetta af. Annars fer ég bara til Halldórs og borða bananana hans W00t

Vona að helgin verði ykkur ljúf InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað þú ert mikil hetja, að ætla ekki að versla á morgun.  Ég ætla eimitt að versla eins og m-f í tilefni dagsins. Ænó er alltaf á móti straumi.

Love u

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þrjózkugenið kom upp í mér Jenný og varð allsráðandi. Ég ákvað að gefa eftir, því sá vægir sem vitið hefur meira..........  Lovjútú

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 20:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla ekkert að versla heldur, vildi að annar hvor dagur fram að jólum yrði svona, ekki versla dagur.   Shopping 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 22:10

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott hjá þér Ásdís

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 22:57

5 Smámynd: SigrúnSveitó

þú ert fyndin!!

Eigðu góða helgi líka.  Knúzzzzzzzzzz.......... 

SigrúnSveitó, 23.11.2007 kl. 23:23

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var búin að plana að byrja jólainnkaup í dag og þar sem ég er þrjóskari en and....... þá held ég þeim plönum áfram

Góða helgi

Huld S. Ringsted, 24.11.2007 kl. 10:08

7 Smámynd: Rebbý

Flott hjá Stubbaling að tæla þig út í ferska loftið sem síðar kom þér til vinnu - veitti ekki af að eiga einn svona um helgar sem kemur deginum af stað

Rebbý, 24.11.2007 kl. 10:26

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert hetja Hrönn mín alltaf svo dugleg. Góða helgi

Kristín Katla Árnadóttir, 24.11.2007 kl. 13:35

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stubbalingurinn gefur ekkert eftir sé ég.  Hann á góða húsmóður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2007 kl. 16:33

10 Smámynd: Unnur R. H.

Þú ert bara góð Var að þjást í morgun út af dugnaði í gær

Unnur R. H., 24.11.2007 kl. 17:29

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þekki þetta vel.

takk fyrir falleg orð á blogginu mínu.

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 17:36

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fyndin ertu

Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 00:27

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Bókaspjallið er komið í gang núna.

Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 11:40

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skjálfið þér enn, eður hvat?

Svona tilfinningu eins og þú lýsir, með að telja þér næstum trú um að þú sért orðin veik, svoleiðis kannst ég við á mánudagsmorgnum. Þá fer ég systematískt yfir öll líkamskerfi í þeirri veiku von að eitthvað sé einhvers staðar að, svo ég geti verið aðeins lengur heima. Heheh. Ekki segja þetta nokkrum lifandi manni.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.11.2007 kl. 13:43

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ertu orðin lasin snúllan?

Marta B Helgadóttir, 26.11.2007 kl. 19:58

16 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Úff! ég gat alls ekki látið vera að ekki kaupa neitt þann daginn. Ég er með 200 manns á hverjum degi í matinn og ég er ekki viss um að sjéffarnir hjá NOVO NORDISK myndu gúddera útskýringuna ef ég myndi ekki kaupa neitt og ekkert væri í matinn. EEEn við vorum með gesti og matarboð um kvöldið og tíndi ég hitt og þetta úr frystinum og hillum og kórónaði svo verkið með að koma með "svolítið" úr vinnunni Svo að þannig prívat keypti ég ekki neitt. HA!

Pssst! Ég er byrjaður á blogginu aftur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.11.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.