Hamfarir og hafmeyjur!

Hér hefur jörð skolfið í allan dag. Mismikið þó og mest nú undir kvöld! Við lúskrumst hér um, ég og Ljónshjartað, og má ekki á milli sjá hvort okkar er hugumstærra. Mér sýnist það dagljóst að við sofum BÆÐI undir rúmi í nótt!! W00t Nema einhver sjái aumur á okkur og bjóði okkur í sína sæng!!

Fyrsta boðorðið í bókinni: Hvernig veiða skal mann! sem kemur út fyrir jólin og mun veita Þorgrími og Bubba mikla keppni, hljóðar svo: Nota skal hvert tækifæri sem gefst, jafnvel þótt hörmungar og hamfarir, ss jarðskjálftar, dynji yfir. Höfundurinn - moi - verður í Kastljósinu á Þorláksmessu, í Silfrinu á Jóladag og Kiljunni á Gamlársdag!! Tounge

Sá í einhverju blaði auglýsingu um nýju bókina hans Jóns Kalmans sem, bæ þe vei, ég hlakka mikið til að lesa. Þar segir einhver spekingur: "......Það eru kaflar í þessari bók sem eru með magnaðri prósa sem skrifaður hefur verið á íslensku" Vott þe fokk?! segi ég nú bara. Ég skil ekki þessa setningu!! Þarf kona að hafa lokaáfanga í bókmenntum ásamt því að hafa setið einn vetur í erlendum listaháskóla til að skilja gagnrýnendur? Telst það kostur að vera með magnaðan prósa? Því ef svo er þá verða sko ábyggilega kaflar í minni bók með mögnuðustu prósum sem sést hafa -Globalt! Annars ekki............

Ég var í sundleikfimi í morgun. Þar var hamagangurinn svo gríðarlegur að laugin hitnaði um fimm gráður, segi og skrifa 5° Einhverjar hafmeyjur höfðu á orði að þær yrðu orðnar háar og grannar um hádegi með áframhaldandi brennslu.

Að því sögðu, er ég farin að borða. Þið byrjið að leita að mér austan megin......

lov InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

er einhver skjálftafiðringur rikjandi á þínum slóðum  hehe?

Ólafur fannberg, 20.11.2007 kl. 20:06

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heldur betur.............

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2007 kl. 20:13

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

hér skalf ég rétt fyrir sjö í kvöld..... bóndinn hringdi rétt áðan og konstaterade að þar sem ég væri hætt að skjálfa þá væri ég ekkert svooo feit..... finnst þér þetta forsvaranlegt

Fanney Björg Karlsdóttir, 20.11.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahaha Nei það finnst mér ekki!! og sárskammast mín fyrir að flissa.....

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2007 kl. 20:15

5 Smámynd: Rebbý

hlakka til að lesa bókina - ekki veitir af ráðunum
vona annars bara að þið þarna fyrir austan getið sofið í nótt.

Rebbý, 20.11.2007 kl. 21:40

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, þú ert frábær.  Villtu ekki sofa í rúminu til tilbreytingar, fyrst hættuástand ríkir og til að bregða út af vananum?

Prósi er í raun allt ritað form nema ljóðlist. Og reyndar talað líka.  Hm.. einhverju nær?

Bíð spennt eftir bók.

Er að skrifa eina, hvernig konu helst á manni, en þetta skrifa ég þrátt fyrir mín þrjú hjónabönd ásamt óteljandi sambúðum

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 22:50

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðan daginn hér 

Hrönn, hún er virkilega góð sagan þín Móðir. Hlakka til að sjá meira frá þér, þú ert góður penni.  

Marta B Helgadóttir, 21.11.2007 kl. 09:14

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Jenný! Jú jú er aðeins nær ;) Mér finnst samt að gagnrýnendur eigi að nota orð sem skiljast!!

Takk Marta! Það kostar smá átök að þora.....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 10:30

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætla að vera ein af þeim fyrstu sem kaupir bókina þína, ég ætla að nota hana til að gefa öðrum góð ráð hehehehe...

En það er rosalegt þetta skjálferí hjá ykkur.  Ég hef hugsað mikið til ykkar vina minna þarna suðurfrá.  Vonandi er þetta ekki fyrirboð um stjóra skjálfta.  Áttu ekki sterkbyggt rúm  ?  Knús á þig Hrönn mín.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2007 kl. 11:00

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mér hefur verið tíð-hugsað til þín. Meira nú en endranær...vegna aðstæðna. Vona að þú hafir það gott og allt sé að falla í ljúfa löð.

Heiða Þórðar, 21.11.2007 kl. 11:43

11 Smámynd: SigrúnSveitó

Segi eins og ég hef örugglega...vonandi...sagt áður; Þú ert SNILLINGUR, segi það OG skrifa það!!!

Ást... 

SigrúnSveitó, 21.11.2007 kl. 12:36

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk dúllurnar mínar  Manni vöknar nú bara um hjartarætur....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 14:39

13 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ertu sem sagt á "skjálftavaktinni"?  Bæði varðandi jarðhræringar og mannaferðir... Svona á þetta að vera - líf og fjör í sveitinni.  Er varaliturinn uppseldur?  Hvenær verður farið í varalitaferð (ath. ekki haustlitaferð) austur fyrir fjall?

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 21.11.2007 kl. 16:27

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

 Mér varð hugsað til þín þegar ég heyrði fréttirnar af skjálftunum!

Huld S. Ringsted, 21.11.2007 kl. 18:39

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nú skil ég þetta "undir rúmi" dæmi. Skelfur vonandi minna núna. Já það getur verið kostulegur fjandi að lesa alls kyns gagnrýni á list og bókmenntum. Megnið af þeirri gagnrýni er ekki ætlað almenningi, svo mikið er víst. Þvílíkt orðagjálfur og.......segjum þetta nóg tuð í bili.

Halldór Egill Guðnason, 21.11.2007 kl. 20:17

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sé að þú ert búin að fá útskýringar, hef engu þar við að bæta!  Þið Ljónshjarta standið ykkur vafalaust afskaplega vel. Undir rúmi, í rúmi, yfir rúmi, hvað er ein nótt milli vina á skjálftavakt ?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.11.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband