Sunnudagur

Hrikalega kalt á okkur Stubbaling þegar við skröltum morgungönguna. Ég var í ÖLLUM útifötunum mínum og hefði samt þurft fleiri. Himininn er aftur á móti ólýsanlega flottur núna. Sólin að skríða upp fyrir sjóndeildarhring og gefur himninum dimmbláan blæ með gylltu ívafi! Ábyggilega spari vega þess að það er uppáhaldsdagurinn minn!!

Nú er ég hins vegar komin aftur inn í hlýjuna, er að hita vatn í hitapoka sem ég ætla svo að kúra með uppi í rúmi - úr því að enginn er karlmaðurinn til að halda hita á mér, allavega ekki enn, en koma tímar, koma ráð..... Tounge

Er að lesa alveg hrikalega dimma bók. Hún heitir Launhelgi lyganna og er eftir konu sem kallar sig Baugalín. Hvet alla til að lesa hana. Þetta er verulega döpur bók sem fær mann til að velta fyrir sér því hvort mannskepnan sé í eðli sínu vond! Við vorum að velta þessu fyrir okkur á kaffihúsi í gær, afar heimspekilegar, við systurnar.

Það virðist sem við vissar kringumstæður þá hleypi fólk villidýrinu út - gefi bara allt frjálst, hagi sér eins og því sýnist og í stað þess að aðrir grípi í taumana þá fleygir fólk sér út í villimennskuna og tekur fullan þátt. Hvað verður um siðferðið? Fær mann til að velta fyrir sér hvort maður eigi alltaf að gera ráð fyrir því versta í fólki! Það er undarlega mikið til af slæmu fólki. Hvað er það sem gerir fólk svona? Er það umhverfið, uppeldið eða einfaldlega eðlið? Getur verið að við séum alla ævi að þykjast vera góð en villimennskan blundi grunnt í eðlinu? Erum við bara misgóðir leikarar á leiksviði lífsins þegar allt kemur til alls?

Nú heyri ég hins vegar að vatnið bullar - ætla að leggja mig Joyful Vona að dagurinn færi ykkur frið og fögnuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu dagsins.  Launhelgin er áhrifarík og sönn bók, því miður eru þær margar sögunnar sömu tegundar.

Lúllaðu fallega ljósið mitt

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Dísa Dóra

Launhelgi lyganna er já hrikaleg saga.  Linda kom fram í Sunnudagsviðtalinu hjá Evu Maríu (eða var það Kastljósi) í vetur og stóð sig auðvitað frábærlega enda algjör HETJA

Eigðu góða dag 

Dísa Dóra, 18.11.2007 kl. 09:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Notalegt að fá sér heitt vatn í hitapoka og láta sig bara dasa í ró og friði eftir góðan göngutúr.  Njóttu þess Hrönn mín.

Ég hef ekki lesið þessa bók, ef gunga og treysti mér ekki til að lesa bækur sem róta mikið í tilfinningum.  Það tekur mig mánuði og jafnvel ár að ná mér aftur upp úr svoleiðis niðurferð.  Því ég lifi mig svo gjörsamlega inn í þær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2007 kl. 11:35

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

las þessa bók í sumar.... en mér fannst það erfitt.... segi eins og Ásthildur .... ég verð svo miður mín.... var lengi að koma mér að því að lesa bókina hennar Thelmu.... en en.....

eigðu góðan dag.... kæra systir...... 

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.11.2007 kl. 12:13

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sumar umgangast siðferði eins og sparifötin sín, nota það allt of sjaldan.  Hef ekki lesið þessa bók en ætti kannski að gera það.  Heitt vatn í poka er allavega ekki að trufla mann við lestur, en heitur karlmaður við hlið þína mundi örugglega gera það.  Nap Turkey 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 16:30

6 Smámynd: Hugarfluga

Já, hann er svo sannarlega napur í dag ... brrrrrr. Fór einmitt út í smá labbitúr með kallinum áðan og núna er hann að elda handa mér gúllassúpu. Gæti ekki verið meira kósí.  Eigðu góða helgarrest, ljúfust.

Hugarfluga, 18.11.2007 kl. 17:14

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vona að þú hafir átt notalegan dag, kæra bloggvinkona. Mér sýnist það reyndar...! Ég hef ekki lesið þessa bók og eitthvað lítið heyrt um hana. Er hinsvegar að lesa Rimlar hugans eftir Einar Má og er mjög hrifin.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.11.2007 kl. 22:09

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Hrönn - Djúp pæling - Laugvetnskum blogvinum fjölgaði um einn í dag - Raggi Brynjólfs birtist út úr órannsakanlegum leiðum netþráðanna - hann virðist vera einhvers staðar stutt frá þér - Árborg.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.11.2007 kl. 00:03

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Treysti mér ekki til að lesa þessa bók .... ekki upplögð í það um þessar mundir allavega

Marta B Helgadóttir, 19.11.2007 kl. 02:19

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hef ekki heyrt um þessa bók, les hana kannski einhvern tímann.

Vonandi áttirðu góðan sunnudag með hitapokanum þínum

Huld S. Ringsted, 19.11.2007 kl. 13:38

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég las þessa bók fyrir nokkrum árum og varð ofsalega reið út þessa móður sem kaus að líta framhjá því að maðurinn hennar níddist á hverju barninu á fætur öðru. Ég sá svo viðtal Evu Maríu í Kastljósinu við Baugalín og fannst stórkostlegt hversu heil og sönn hún var. Þessi kona er fyrirmynd að einni persónunni í Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.11.2007 kl. 16:57

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Steingerður og í bókinni kemur fram að HKL hafi komið einu sinni á ári til dvalar á Breiðuvík. Mér finnst stórkostlegt að Baugalín hafi komist heil á húfi úr þessum hildarleik. Hún var alltaf svo ein á báti. Stórkostleg bók um stórbrotna konu!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 17:11

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk stelpur mínar! Átti góðan dag, algjöran letidag

Já Gulli ég sé Ragga stundum á ferðinni. Hann er í Árborg og kennir við FSu held ég.

Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 17:13

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég áttaði mig á um hvern var rætt þegar ég las kommentið hjá Steingerði.

Ég er svolítið eins og Ásthildur... þori oft ekki að setjast yfir svona frásagnir því ég verð svo reið og finnst ég svo vanmáttug. Það er vond tilfinning. út frá henni aðeins hægt að ímynda sér hversu vanmáttugt fólk er, mitt í atburðunum.

Hrönn. Þú þarft ekki karlmann til að hita þér. En ef hann verður þar einhvern tíma... vá sá er heppinn

Jóna Á. Gísladóttir, 19.11.2007 kl. 19:06

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvenær var Linda hjá Evu Maríu...amk svona ca?????Þú ert svo langt á eftir kona!! Það lágu allir yfir Baugalín fyrir mörrrrgum árum :)

Heiða B. Heiðars, 19.11.2007 kl. 22:46

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Já, ég tek út þroska mjöööög seint. Segi bara svipað og Jón Gnarr: ég hef helgað líf mitt seinþroska......

Jóna! Þú ert svo mikil dúlla

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband