17.11.2007
Kann einhver....
....að setja inn tengla á uppskriftir? Eldaði gúllassúpu í dag, er að bögglast við að koma uppskriftinni inn á síðuna en einhverra hluta vegna gengur það ekki upp!! Skil ekki af hverju eins og ég er nú mikill tölvunörd! Ef einhver getur leiðbeint mér þá væri það vel þegið. Bakaði líka brauð með súpunni. Hver veit nema ég hendi uppskriftinni af því líka inn ef ég læri þetta einhverntíma
Er búin að vera frekar niðurdregin. Fékk fréttir sem ég hefði fyrir circa mánuði hlakkað yfir, í dag gerðu þær mig bara sorgmædda.......
.....en þá, eins og svo oft áður, hringdi Magga. Spurði hvort við ættum ekki að fara á kaffihús! Ég held svei mér þá að hún finni á sér ef ég er eitthvað mædd!!! Það var eins og við manninn mælt um leið og ég var búin að mása og blása öllu frá mér leið tók ég gleði mína á ný. Segi það enn og aftur, góðar systur eru aldrei nógsamlega dásamaðar Þær eru á við góðan sálfræðing!
Það léttist líka brúnin á einkasyninum þegar hann kom heim og sá hvað ég var að elda. Hann trúði mér fyrir því að uppi á 21. hæð hefði verið fremur hvasst og kalt í dag. Enda fór honum ekki að hlýna fyrr en hann var búinn að borða einn disk af súpunni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Er það ekki bara að kopí/peista linkinn eins og þegar maður linkar venjulega? Ég ein spurning. Ég vona að þetta hafi ekki verið mjög slæmar fréttir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 23:14
Á sex systur hvor annarri yndislegri, elska þær í knús og kremjog veit að ég er heppin kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 23:15
Nei, nei ekkert slæmar fréttir, alls ekki.............
Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2007 kl. 23:23
góð systir er gulli betri...... get ég ímyndað mér...... hef alltaf óskað þess að eiga eitt stk soleis.... en en.... á tvo bræður í staðinn......... kanski þeir komi í staðinn fyrir eina góða systir .....
knús til þín......... þykir vænt um þig...
Fanney Björg Karlsdóttir, 17.11.2007 kl. 23:51
heheheh gæti hugsanlega sloppið til ef þeir væru þrír Fanney mín. Ég get hins vegar verið systir þín - ef þú vilt.
Knús til baka á þig
Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2007 kl. 23:59
Takk takk kæra systir........
Fanney Björg Karlsdóttir, 18.11.2007 kl. 00:20
....maður getur alltaf á sig blómum bætt.....
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 00:34
21. hæð? Úhúhú ekki hefði ég viljað vera uppi á 21. hæð í dag.. úti...
smiður? verkfræðingur? múrari? what?
gott að fréttirnar voru ekki megaslæmar dúllan mín.
Jóna Á. Gísladóttir, 18.11.2007 kl. 01:03
Vélsmiðjungur............
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 01:08
Eru vélsmíðungar að þvælast uppi á þaki?
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2007 kl. 09:30
Hrönn, ég nota alltaf copy og paste við allt sem ég tek mér fyrir hendur í tölvudúllerísmálum. Ef það gengur ekki, þá bara gengur það ekki. Annað kann ég trauðla. Gefðu endilega uppskriftina! - Ég sé að þú hefur fullt af góðu fólki að lyfta þér upp, jafnvel þó það lyfti þér kannski ekki alveg á 21.hæð!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.11.2007 kl. 22:07
Uppskriftin komin inn. Endilega nota hana og þær (báðar)
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.