15.11.2007
Rigning og rauður varalitur!
Það rigndi eins og hellt væri úr fötu, þegar ég renndi í bæinn í gær. Sem var svosem allt í lagi mín vegna. Ég var með nýjan rauðan varalit!!!
Ég var með smá fiðring í maganum þegar ég gekk í salinn þar sem ég hitti nokkrar konur úr bloggheimum. Þetta var svona svolítið eins og blind date!! Það er skemmst frá því að segja að kvöldið lukkaðist rosalega vel. Miklu betur en ég átti von á..... Má segja svona?? Jú jú maður á alltaf að segja eins og manni finnst!! Stórkostlegar konur allar hreint. Það var talað út í eitt og hlegið út í annað. Við erum náttúrulega svo vanar að blogga og eiga alltaf orðið....
Það rigndi svo eins og hellt væri úr fötUM þegar ég renndi heim í nóttinni. Ég reif upp símann og hringdi í Austfirðinginn minn til að minna hann á að hann ætlaði að kaupa handa mér stígvél. Áttaði mig svo á því að allt venjulegt fólk er sofnað á þessum tíma sólarhrings og skellti á, sjálfsagt um það leyti sem hann hefur verið að ná símanum. Er það ekki alltaf þannig?? Hann hefur líklega staðið á hinum enda landsins og klórað sér í höfðinu..... eða ekki!!
Nú ætla ég hins vegar að setja á mig nýja rauða varalitinn, bara smá - maður veit jú aldrei hvar sætu strákarnir eru fyrr en allt í einu, og arka út í búð. Það rignir eins og hellt sé úr fötu en það er allt í lagi.
Takk endnu og igen fyrir gott kvöld stelpur, hlakka til að hitta ykkur aftur.
óver and át
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Gavöð hvað það hefur verið gaman hjá ykkur!! Sjáumst næst!
Hugarfluga, 15.11.2007 kl. 16:09
Þetta hefur verið gaman hjá ykkur. Alveg missti maður af þessu. Hvar var og hverjir voru?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.11.2007 kl. 17:11
Alltaf missir maður af svona hlutum vegna fjarlægðarinnar. En mikið hefur verið gaman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 17:31
Krútt! Öfund (út af varalit og að hafa ekki komist með). Mæti fyrst á svæðið næst.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 18:16
Já þetta var gaman!!! Alltaf gaman að hitta fólk "læf" samskiptin verða svo allt, allt önnur! Eins og ég held ég hafi sagt í gær; þetta er eins og að lesa bókina og sjá svo myndina. Nema í þetta sinn varð ég ekki fyrir vonbrigðum með myndina.......
Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 19:09
Þið ættuð að sjá varalitinn! Hann er geðveikur... og mér sýnist á öllu að ég þurfi að skreppa austur fyrir fjall að ná mér í eitt stykki! :)'
Takk fyrir kvöldið mín kæra.. í einu orði frábært!!
Heiða B. Heiðars, 15.11.2007 kl. 19:17
Reyni að spyrja aftur:
Hverjar
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.11.2007 kl. 21:38
Taka þrjú:
Reyni að spyrja aftur: Hverjar hittust? Hvar hittust þær?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.11.2007 kl. 21:38
Thorvaldsen Bar. Ingibjörg Gunnars, Katrín Snæhólm, Steingerður, Heiða - Skessa, Marta, Lísa Tryggva, Jóna og ég. Verðum vonandi fleiri næst
Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 22:06
Fúlt að búa á Akureyri og missa af svona skemmtilegu.
Get alveg trúað að það hafi verið gaman hjá ykkur.
Huld S. Ringsted, 15.11.2007 kl. 22:45
Svei mér..... það hefur verið rosa gaman hjá ykkur..... verð að sjá þennan margumtalaða varalit.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.11.2007 kl. 22:58
Var að senda þér póst, viltu láta mig vita hvort það fór í gegn.
Marta B Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 23:09
en hvað svona hittingur hljómar skemmtilegur. Maður kannski fær að vera með seinna
Dísa Dóra, 16.11.2007 kl. 10:50
Nú leitum við logandi ljósi að BED HEAD varalit - á Reykjavíkursvæðinu! Takk fyrir síðast - þar til næst!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 16.11.2007 kl. 13:30
Nú - eða bara koma! Það er álíka langt "austur" eins og það er "suður" Undarlegt að tala svona í áttum. Ef ég færi suður þá endaði ég í eyjum - ef heppnin væri með mér
Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2007 kl. 15:33
Það skal ég gera!!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2007 kl. 23:49
takk mín kæra fyrir síðast. Svo sannarlega var það nákvæmlega þannig að kvöldið lukkaðist ótrúlega vel... betur en maður þorði að vona.
Jóna Á. Gísladóttir, 18.11.2007 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.