Málvísindi

Knarrarósviti Fór í bíltúr í sveitina í gær. Ætlaði að ganga þar upp á smáhól, sem stendur þar sem kartöflugarðarnir voru eitt sinn og gefur útsýni vítt og breytt um Flóann. Kom allsstaðar að lokuðum hliðum og ef þau voru ekki læst með keðjum og hengilásum þá stóð á þeim EINKAVEGUR. Mér fannst þetta frekar hrannarlegt (nýyrði - ekki stafsetningarvilla). Vita bændur ekki að orðið bóndi er dregið af bondi-ng sem þýðir aftur tenging? Þeir misstu illilega af mér í þetta sinn einhleypu strákarnir niðri í Pörtum Tounge og eru líklega í bútum síðan.........

Skil ekki af hverju ég er ekki í málvísindum!!

Við Stúfur ákváðum þá að fara í staðinn og kíkja á vitann sem stendur þar skammt frá. Ég skakklappaðist upp að vitanum á meðan Ljónshjartað hljóp þrisvar fram og til baka. Kom mér á óvart hvað sjórinn var nálægt!! Já - ég veit - oft eru vitar nærri sjó....................

Tók nokkrar myndir af vitanum og fjörunni. Stóð svo og andaði að mér ferskum sjávarilminum og flissaði að krumma sem reyndi að lokka Ljónshjartað með sér út í óvissuna. Einhvern tíma hefði honum tekist það en í dag er Lokharður Ljónhjarta lífsreyndur hundur og stökk bara nokkur skref á eftir krumma W00t Hinsvegar elti hann gamla manninn, sem birtist allt í einu, át off nóver, næstum á Stokkseyri og steingleymdi með hvaða hóp hann fór í ferðina. Það var ekki fyrr en ég snéri upp á mig og gaf gamla manninum hundinn að hann snéri tilbaka.

Uppgötvaði svo í morgun að ég hafði einhversstaðar í ferðinni týnt vettlingunum mínum. Þetta eru forláta rauðir fingravettlingar með rúbinsteinum í bryddingunni sem ég keypti dýrum dómi á Kastrup. Nú er tvennt í stöðunni: Ég get farið aftur niðr´eftir og kíkt eftir þeim og vonað að strákarnir séu búnir að opna svo ég geti notað ferðina....... eða notað þetta sem ástæðu til að hringja í sæta bílstjórann minn og beðið hann að svipast um eftir glampanum af eðalsteinunum þegar hann rennir um sveitina. Gefið honum svo kaffi, pönnukökur og heimabakað brauð þegar hann kemur færandi hendi með þá rauðu LoL

Háisþatforaplan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert vísindakona, alveg á hreinu.  Það er hver dagur ævintýri þarna í þvagleggnum.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er nú bara sammála henni Jenný.  Það er alltaf gaman hjá þér þú ert frábær

Kristín Katla Árnadóttir, 14.11.2007 kl. 13:59

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þú ert algjört yndi og gott krydd í tilveruna....... ég á leið um Kastrup eftir nokkrar vikur skal kippa með mér svona rubinsteinavettlingum........En að öðru..... ég var að finna svo öldungis skemmtilegar myndir af okkur, mér, þér og afleggjurunum síðan við fórum í fjöruferð á Stokkseyri fyrir mörgum árum síðan.... verð endilega að hitta þig og deila þessu með þér........við erum fallegar í dag...... en o m g .... við vorum sko æði bak ðen......

Fanney Björg Karlsdóttir, 14.11.2007 kl. 14:50

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skemmtileg tilviljun!! Ég rakst á mynd af yngstu dúllunni þinni um daginn. Þá var hann lítill og fallegur með ljósar krullur.....

.....eina sem eftir stendur er að hann er fallegur

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 15:10

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndi Hrönnsla mín. Var textinn nokkuð " eins var lík'a oft settur hæll undir skó" ég er búin að vera að hugsa svo mikið um textann að þú verður að segja mér hann.  Góð lækna færslan hér á undan, þessi heilsugæsla er bara skondin, merkilegt hvað maður kemst langt þegar maður er ákveðinn.  Verðurðu nokkuð á röltinu í bænum á morgun??

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 23:53

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ásdis! Þetta voru Póló og Bjarki. Lási skó heitir lagið og textinn var: hæll undir SKÓ! Auðvitað setur enginn hæl undir tá, nema þú ætlir að tækla einhvern og við erum nú vaxnar upp úr því....

Ég er alltaf á röltinu. Nefndu stund og stað og ég er til  Nú er ég líka komin í æfingu!!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:28

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir frábæran hitting

Marta B Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 12:44

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ Hrönnsla.  Oh hvað ég er ánægð með minnið mitt, mundi þetta einhversstaðar í skúmaskotum heilans og setti á search svo poppaði textinn upp þegar ég var að sofna eitt kvöldið.  Ég fór aðeins út að rölta áðan með regnhlíf, þvílíkur andsk. vindgangur, fór bara út að hóteli og svo til baka, þegar ég var að koma að blokkinni snerist regnhlífin við. Viltu gefa mér gemsann þinn og þá get ég hringt þegar ég er gangfær og við kannski hist á Krúsinni, svo er ég nú voða oft heima með heitt á könnunni, fer ekki mikið nema til doksa og eitthvað soleiðis.gsm minn er 8658698

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 15:50

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sæl Hrönn mín, mig langar svo að bæta þér á bloggvinalistann minn en kann ekki að biðja um það í stjórnkerfinu hérna. (Er lítið tæknilega sinnuð hef sennilega fæðst á vitlausri öld.) Ertu til í að gera beiðni hjá mér svo ég geti samþykkt þig.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.11.2007 kl. 15:54

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sorrí fattaði þetta um leið og ég var búin að skrifa athugasemdina.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.11.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband