5.11.2007
Undir austurlenzkum mána!
Það tók sig upp gamalt tár þegar ég missti stjórn á fótunum í morgunskokkinu, lenti ofan í holu og fleytti kerlingar eftir malbikinu. Það var ansi vont....... Á meðan ég lá á miðri götunni og íhugaði að æla í anda Megasar - afsakið mig á meðan ég æli - fór ég varlega yfir alla útlimi og athugaði hvort þeir væru enn áhangandi. Ljónshjartað reyndi að sleikja mig í framan og settist á annan fótinn á mér og fullvissaði mig um að hann væri á staðnum! Þar sem ég sat og strauk hundinum, horfði ég á tunglið sem þóttist vera tyrknezkt og það rifjaðist upp fyrir mér hvar ég hafði verið stödd fyrir fallið.
Ég var að keppa á Ólympíuleikunum sem voru haldnir í Mið-Austurlöndum, ég hafði verið valin til að keppa fyrir Selfoss í langhlaupi!! Ég var að fara framúr þeim eina sem stóð á milli mín og fyrsta sætisins og þar með gullsins............
Ég ákvað nefnilega um daginn að gera eins og konan sem ég las um í blaðinu. Hún ákvað að hætta að þrauka og byrja að hlaupa. Ég hef verið að hlaupa að næsta staur og svo næsta staur osfrv. Nú ákvað ég að hætta því og gekk bara svona ljómandi vel. Allt fram að falli. Næst hef ég með mér ljós!
Þeim ættingjum og vinum sem lesa bloggið mitt skal bent á að það er ekki fallegt að skamma þá sem meiða sig. Það er fallegra að koma færandi hendi með heitt súkkulaði og vöfflur.
pís
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Þú ert í einu orði; frábær. Gott að byrja daginn á að brosa við lestur þessa pistils.
Heiða Þórðar, 5.11.2007 kl. 09:11
Flott færsla Hrönn. Áttu von á skömmum frá ástvinum? Kannski fyrir að vera að þessu brölti um miðjar nætur. Skamm
Jóna Á. Gísladóttir, 5.11.2007 kl. 09:33
...þetta fullorðna fólk er svo skrýtið, það er alltaf að skamma mann....
Takk stelpur mínar, þið eruð nú ekki sem verstar sjálfar!
Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 09:38
Ég segi sama og Heiða það gott að byrja daginn og brosa þú ert spes.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.11.2007 kl. 09:49
Alltaf brosi ég við að lesa bloggið þitt og núna brosti ég samtímis og hér hljómaði áááiiiiiiiii. Vona að byltan hafi ekki skilið eftir mikil mein
Dísa Dóra, 5.11.2007 kl. 11:02
það á ekkert að vera að hlaupa þetta, ég hef alltaf sagt það.
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 15:04
....mundu bara Hrönnslan mín að fall er fararheill......... segir ein sem er alltaf á hausnum...... og bíður enn eftir þessum fararheil..en sá lætur bíða eftir sér...hefur þú séð honum bregða fyrir í þinum föllum
Fanney Björg Karlsdóttir, 5.11.2007 kl. 16:31
Íþróttir eru bara svo hættulegar
Marta B Helgadóttir, 5.11.2007 kl. 18:39
Er smá sein á ferðinni vegna anna og vona að þegar þetta er skrifað hafi bágtið horfið í gleymskunnar dá. Smjútsí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 19:11
Æ, Jennýmús. Þú ert svo mikill snilldarpenni, kona!! haha ... lovjú.
Hugarfluga, 5.11.2007 kl. 19:41
Æ elskuleg hvað þetta hefur verið sárt. Og já það á alls ekki að skamma þá sem detta og meiða sig. Hve þú setur þetta í skemmtilega búning samg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 20:44
Já ég veit, bókasafnskort er miklu hættuminna.......
Nei Fanney, ég sé bara stjörnur.....
Jenný Anna, nei, nei, ég er bólgin, úrill og blá, marin, blóðug og bæld!!
Takk annars stelpur mínar
Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 21:09
Það er vitanlega lang öruggast að halda sig bara til kojs og horfa hugfanginn á tyrkneskan ellegar íslenskan mána...útum gluggann. Það er nú samt eitthvað verulega heillandi og sjarmerandi við það að íhuga ælu. Sérstaklega eftir frjálst fall í poll.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.11.2007 kl. 21:41
Vonandi ertu ekki lengur bólgin, úrill og blá, marin, blóðug og bæld Hrönnsla mín
Huld S. Ringsted, 6.11.2007 kl. 18:49
Þú ert yndi
SigrúnSveitó, 7.11.2007 kl. 09:49
Dúllan mín, þú hefðir nú getað hringt í mig og ég komið og reddað þér á fætur. Ég hef sjálfsagt verið steinsofandi þegar þetta gerðist, en ég hefði bara boðið þér uppí á milli og hlúð að þér. Vona að ég fari að hitta á þig ljósið mitt, við gætum átt stefnumót á Krúsinni við tækifæri og spjallað. Farðu varlega í fyrramálið.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 20:20
Hrönn!
Ég var búin að vara þig við! Vildi einmitt ekki vitandi af þér hrasandi í myrkrinu um miðjar nætur. Skamm víst.
stóra systir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:21
Ertu orðin betri dúllan?
Marta B Helgadóttir, 7.11.2007 kl. 20:31
Hæ Hrönn Ég ætlaði að fara að hvetja þig til dáða með að kveikja á rauðu seríunni - en það er sennilega ekki skynsamlegt að taka áhættu með að þú dettir niður úr tré í myrkrinu. Allavega, farðu vel með þig.
Gunnlaugur B Ólafsson, 7.11.2007 kl. 21:48
passa sig í myrkrinu kona, vona að þetta fæli þig ekki frá skokkinu á morgun heldur redda sér lýsingu. óheyrilega dugleg, vildi að ég væri að skokka meðan ég sef á næturnar
Rebbý, 7.11.2007 kl. 21:59
Guðný Anna! Það er einstaklega sjarmerandi að detta Megas í hug sitjandi sárkvalin á malbiki. Alveg var ég búin að steingleyma hvað það er vont að detta á malbik. Þetta heitir líklega að rifja upp barnið í brjósti sér
Huld! Bólgnari, bældari, úrillari - en minna blóðug í dag!
Flórens! Það ert þú líka
Ásdís! Ég er ekki viss um að Hr. Ásdís hefði verið jafn tilbúinn.....
Stóra systir! Héðan í frá fer ég ekki út fyrir hússins dyr nema búin eins og kínverskur námaverkamaður. Kross mæ hart and hóp tú dæ Vöfflur hefðu samt verið betri Svo var þetta nú líka í "þinni sveit" Vonlausir vegir.....
Marta! Betri í dag en í gær....
Gulli! Búin að kveikja, vantar bara einhvern á myndavélina og ööööörlítið betra veður.
Rebbý! Ekkert getur fælt mig frá morgunskokki.
Hrönn Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.