Fjármálastjóri og Finnur Ingólfs.......

Vaknaði rúmlega fjögur í nótt við að Labbakútur gjammaði eins og galinn væri út í stofuglugga. Reyndi fyrst að lokka hann í rúmið til mín með því að hóa blíðlega - eða eins blíðlega og mér er unnt á þessum tíma sólahringsins. Mundi svo skyndilega eftir öllum innbrotunum í nærliggjandi hús og þrammaði fram, horfði grimmdarlega út um alla glugga með símanúmer hjá þvagleggnum skrifað á ennið, en sá ekkert markvert. Snautaði aftur í rúmið aftur og svaf í klukkutíma í viðbót áður en dagurinn byrjaði hjá mér.

Skaust í bæinn eftir leikfimi, þar sem bæ þe vei, við spiluðum blak. Ég verð alltaf jafnánægð með hvað ég er snemma valin í lið, þrátt fyrir grimmdarfrenjugang og yfirgengilegt keppnisskap, líklega eru þær bara svona snöggar að þerra tárin og gleyma, enda allar orðnar frekar gleymnar, kellingarnar sem ég spila með blak, nema þær séu ekki svo miklar kjéddlingar InLove 

Enívei, ég skaust í bæinn í dag, formleg yfirtaka átti sér stað, ekki samt neitt hostile Tounge Nú er ég formlega tekin við bókhaldinu í mínu nýja djobbi. Enda fyrsti dagur nóvembermánaðar og tími til kominn að fara að gera eitthvað gagn!

Ég náttúrulega forgangsraðaði og fór og keypti mér síma og reiknivél. Þegar kona er orðinn fjármálastjóri Devil verður hún að standa undir nafni!

Yfir í allt annað, ég hitti Finn Ingólfs í bakaríinu um helgina. Ég þekki Finn frá fornu fari úr gömlu vinnunni, Finnur er sjarmatröll og náði algjörlega að snúa mér, ég hafði ekki mikið álit á honum - svo birtist hann einn daginn við skrifborðið mitt og síðan er ég forfallin aðdáandi. Hann er fyndinn, sætur, með krullur, gefur aðlaðandi gullhamra og er hinn bezti maður. Ég vil ekki heyra eitt hnjóðsyrði um Finn. Svo stoppaði ég á rauðu ljósi í dag, leit til hliðar - alltaf að gá að sætum strákum, sjáðu til, og þar var Finnur í næsta bíl við hliðina á mér. Þarf að senda honum meil, fattaði ekki að fá hjá honum meilinn úti í bakaríi um daginn. Einhver sem veit mailinn hjá honum?

Úhú.... svo er dr. House á leiðinni til mín. Ég er búin að blása hárið, varalita mig og er komin í stutta pilsið og nýju stígvélin.

Frábær dagur InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með vinnuna.  Verðurðu í fullu starfi?   Takk fyrir bráðskemmtilega færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenny Anna!! Ég var "þis klós" að hringja í þig í dag og bjóða þér að drekka með mér kaffi einhversstaðar í höfuðstaðnum. Vantaði "bara" símanúmerið þitt!!

Alltaf flækjast þessi smáatriði fyrir mér.....

Hrönn Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svandís! Égáann!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:52

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með nýu vinnuna þú er alveg frábær elskan mín og skemmtileg færsla hjá þér eins og alltaf mér finnst þú svo orðheppin knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.11.2007 kl. 21:28

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Til hamingju með nýja djobbið Hrönnslan mín.......


 

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.11.2007 kl. 00:25

6 Smámynd: Róbert Tómasson

Hæ Hrönn gaman að lesa færsluna þína eins og alltaf er loksins farinn að pára eitthvað aftur eftir langvarandi ritþurð.  Til hamingju með nýtt starf, símann og reiknivélina.

Róbert Tómasson, 2.11.2007 kl. 00:56

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með nýja djobbið!!! Finnur Ingólfs......................nei ég ætla ekki að segja neitt

Huld S. Ringsted, 2.11.2007 kl. 08:31

8 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með nýju vinnuna

Dísa Dóra, 2.11.2007 kl. 09:13

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með nýja djobbið Hrönn mín.  Og lífið.  Gott að vera valinn snemma í lið.  Það segir langa góða sögu, eða gerði þegar maður var lítill allavega, núna er ég hætt í svoleiðis business.  Þetta með Finn Ingólfs   Það hlaut að vera að þú hefðir einhvern galla  Smjúts á þig þú blómstrar greinilega þessa dagana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2007 kl. 10:12

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Finnur er krútt með krullur!! Fer ekki ofan af því

Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 10:15

11 Smámynd: Hugarfluga

Er Finnur með krullur? En annars .. til hamingju með nýju stöðuna!! Átt allt gott skilið, darling.

Hugarfluga, 2.11.2007 kl. 21:37

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með nýja starfið

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 20:43

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til lukku með nýja djobbið. Hvað er það, by the way?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.11.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband