Haustlitir í peysu og pottum.

Margir hafa komið að máli við mig - Ókei, báðir vinir mínir Tounge hafa hvatt mig til að setja linka á uppskriftir frá mér inn á síðuna. Eldaði hrikalega góða gúllassúpu í gær og bakaði brauð með. Fæ vatn í munnin við tilhugsunina um vel heppnaða máltíð í gærkvöldi! Ekki slæm hugmynd. Þá eru þær á ákveðnum stað líka og ég get gengið að þeim vísum. Málið er í vinnslu. Er að stúdera hvernig ég linka á uppskrift. Það getur ekki verið flókið.

Ljónshjartað hitti aftur tíkina, niðri við á í morgun, spurning hvort samband þeirra er að komast á það stig að ég þurfi að fara að hitta "mömmu" hennar Wink.....

Ég var samt voða stolt af honum því að þegar ég tilkynnti honum að nú væri komið nóg og við þyrftum að halda áætlun, skokkaði hann á eftir mér. Fyrsta skipti sem ég þarf ekki að draga hann í burtu frá öðrum tíkum. InLove

Keypti mér garn í haustlitapeysu í gær. Er að dunda mér við að prjóna í rigningunni, alltaf svo gaman að byrja á einhverju nýju!

Fariði vel með ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já haustlitirnir eru fallegir, og gaman að þú ert að dunda þér við að prjóna.Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 3.10.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég ætti kanski að fara að mæta með prjónana mína.... þó ekki væri til annars en að smakka ..tja.. td súpuna góðu......

knús

Fanney Björg Karlsdóttir, 3.10.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert svo mikill hreiðursnostrari!! Love it!! Gúllassúpa mannsins míns er líka mitt uppáhald ... geggjað á rökkvuðum haustdögum.

Hugarfluga, 3.10.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Líst vel á hugmyndina Hrönn. Því hjá mér á borðum er annaðhvort kjúklingur nú eða kjúklingur...

Heiða Þórðar, 3.10.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er svo kósí blogg hjá þér Hrönnsla.  Ég fæ alveg hlýju í hjartað við lesturinn.  Er farin að baka.  nanananana

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 13:16

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér líst vel á hugmyndina með uppskriftirnar áður en ég geri familíuna vitlausa á sama matnum aftur og aftur

Huld S. Ringsted, 3.10.2007 kl. 13:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er góð hugmynd Hrönn mín, með uppskriftirnar.  Þú ert svoddan nostrari og matarfræðingur mikill.  Love it.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 16:57

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Líst vel á þessa hugmynd. Matseðillinn hjá mér síðan sonur fór er farinn að líkjast því sem Heiða talar um þarna... kjúlli bara út í eitt... fer að gagga bráðum og verpa sveimér 

Marta B Helgadóttir, 3.10.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.