27.9.2007
Tunglið, tunglið taktu mig.....
Ég var staðráðin í að fara á fyrirlestur með Þorvaldi Þorsteins í kvöld, um: "Sköpun - hæfileiki eða eiginleiki" held bara svei mér þá að ég nenni ekki meira út í dag. Þvílíkt úrhelli í allan dag, golfvöllurinn í Hveragerði á floti og allt, uppgötvaði núna af hverju brýrnar eru teknar af læknum inn í Reykjadal á veturna, það er náttúrulega til að fyrirbyggja skemmdir undir þessum kringumstæðum.
Ætli Þorvaldur sakni mín nokkuð? Hefði samt komið sterkt inn í leshringinn á sunnudaginn að geta sagt t.d. "Já Þorvaldur sagði mér..........."
Af hverju er ekki siesta á Íslandi? Hugsið ykkur ef maður gæti lagt sig á milli eitt og tvö á daginn, án þess þó að þurfa að vinna lengur, hvað maður væri miklu hressari seinnipartinn og á kvöldin. Gæti skokkað út á fyrirlestra, kaffihús og aðra menningarviðburði á kvöldin í stað þess að bíða eftir því klukkan níu, að klukkan verði tíu svo ég geti farið að sofa..... Hvar breytir maður þessu?
Tunglið er ótrúlega flott í kvöld, næstum fullt og liggur svo lágt, næstum eins og ég geti teygt mig upp í það. Minnti mig á söguna um litla Láka og stóra Láka, eða ég held þeir hafi heitið það...... Muniði eftir þeim? Annar borðaði alltaf (hafra?)grautinn sinn og varð stór og sterkur á meðan hinn vildi hann ekki og var lítill og mjór.... Hvor haldiði að mundi fitta betur inn í dag?
Talaði við skemmtilegan mann í gær og aftur í dag, hann sagðist ætla að koma og heimsækja mig og drekka með mér kaffi þegar lömbin þögnuðu. Hann er nefnilega að keyra lömb til slátrunar þessa dagana og er svo í landgræðslu þess á milli. Ég sagðist náttúrulega bara hlakka til að sjá hann! Hvað annað?
Skjár einn er úti hjá mér! Það þýðir no dr. House.... er þetta hægt? Kona spyr sig!!!!
Kannski ég meili þennan pistil á Þorvald sæta og spyrji hann hvort hann telji þetta sköpun eða bull!!
Farðu vel með þig
Athugasemdir
Bara bömmerar. Hm.. rosa slæmt með golfvöllin, tertubiti með læknirinn
Síestur vara amk. frá 1-3 ekkert lúsarlegu klukkutími ekkað.
Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 21:54
Þarna sérðu! Ég bið nú ekki um mikið, bara helmings síestu......
smjúts
Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 22:01
Siesta hljómar vel Verst að þú skulir hafa misst af fyrirlestrinum hjá Þorvaldi
Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 22:54
Hrönn mín kær. Ertu með marga í takinu? Ég er næstum farin að hafa áhyggjur af þessum rosalega sjéns sem þú virðist hafa. Varðandi síestuna, þá hef ég haldið þessu fram í 20 ár en allir fussa og sveija yfir þessari tillögu. Fegin er ég að eiga skoðanasystur. Eigum við að stofna síestuupptekningarklúbbinn? Þú verður formaður og ég varaformaður. Fanney verður kannski auglýsingafulltrúi og fjölmiðlafulltrúi. Jenny Anna vill kannski vera með? Hún getur skrifað grein um þetta í Mogga og Skessuhorn. Mikið assgoti er þetta orðin vel útfærð hugmynd.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.9.2007 kl. 22:57
Ég myndi kjósa havaða stjórnmálaflokk sem er - ef hann hefði siesta á stefnuskrá sinni. Það er svoooo mikið my cup of tea
Sko þó Þovaldur sé sætur þá finnst mér alveg skiljanlegt að þú vaðir ekki eld og brennistein til að sjá hann.
Góða nótt + sweet dreams (um Þorvald)
Marta B Helgadóttir, 27.9.2007 kl. 23:10
Hugmyndin hennar Guðnýjar er bara skratti góð...Hrönnslan..eigum við ekki að stökkva á þetta bara....
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.9.2007 kl. 23:16
Líst vel á að vera formaður félagsins
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2007 kl. 06:36
Mig langar að vita meira um þennan mann Hrönnslan mín....
Heiða Þórðar, 28.9.2007 kl. 11:56
En Heiða - þetta ER það eina sem ég veit..........
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2007 kl. 12:01
Pant vera gildur limur í félagi Siestulúrara. Ég hef svo margoft haldið því fram að ég væri 100 sinnum kraftmeiri og duglegri ef ég bara fengi að leggja mig aðeins yfir daginn. Knús á þig, sæta kona.
Hugarfluga, 28.9.2007 kl. 14:16
Þorvaldur sæti, Dr House og lambamorðinginn mikli... Þú ert aldeilis kræf kella Hrönnsla mín. Trúiru því að ég hef aldrei séð Dr House og veit því ekkert hvað það er sem kitlar svona á þér hnéskeljarnar.
Ég skal breyta þessu með siestuna. Hér með hefur þessu verið breytt og ykkur er velkomið að leggja ykkur daglega milli eitt þrjátíu og þrjú. Ef vinnuveitendur ykkar hafa eitthvað við það að athuga gefið þeim þá e mailið mitt og ég skal tala við þá.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 19:05
Meil darling.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.