Harðsperrur og annars konar sperringur!

Það var svakalega erfiður tími í sundleikfiminni sl. þriðjudag. Beta, kennarinn, missti sig gjörsamlega í framspörkum og vildi fá að sjá tær fyrir ofan vatnsyfirboð!! Trúðu mér, það ER erfitt þegar maður er með ökklalóð og stendur á mörkum djúpu laugarinnar......

Finn að það eru að hellast í mig harðsperrur núna og samt fékk ég mér banana strax eftir síðasta tíma.

Það rignir eins og hellt sé úr fötu, stórri fötu, annað en í morgun þegar við stubbalingur gengum upp með á, komumst þurrum fótum yfir mýrina, svolítið eins og Jesú.....

Náði ekki að vinka Fanney morgun, þar sem ég er með afbrigðum óglögg á bíla. Hugsaði þó um leið og ég sá á eftir móðguðum afturendanum á henni - eða sko bílnum hennar..... að líklega hefði þetta verið hún. Fanney! Bannað að vera alltaf að skipta um bíl. Trúi því samt að hún hafi ekki tekið þetta óstinnt upp og komi til með að tala við mig í framtíðinni. Jafnvel þótt það verði bara um hluti sem skipta engu máli Tounge

Í fyrramálið er aftur sundleikfimi þannig að það er líklega bezt að fara að halla sér núna og vona að ég geti hreyft mig á morgun.

Góða nótt InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef líka verið í vattnaballett á Reykjalundi, sko.  Við frumsýndum svo á 2. í jólum í Sundhöll Reykjavíkur.  Dásamlegt listform.  Til hamingju með að vera farin að fremja hana.  Love u.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Já Jenný. Ég held að þetta líkist svolítið samhæfðu sundi og þessvegna þori karlmenn ekki...........

Sem er ekki slæmt

Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 06:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf jafn dugleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2007 kl. 09:20

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Dugnaðarkona!! annars er sundleikfimi eitthvað sem ég gæti hugsað mér (það vantar hugsandi kall)

Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 09:44

5 Smámynd: SigrúnSveitó

"Finn að það eru að hellast í mig harðsperrur núna og samt fékk ég mér banana strax eftir síðasta tíma."

Er einhver tenging á milli harðsperra og banana? 

SigrúnSveitó, 27.9.2007 kl. 12:41

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

....BANANA?....spyr einsog Sveitamærin....

Heiða Þórðar, 27.9.2007 kl. 14:31

7 Smámynd: Ólöf Anna

Ættli ég sé ekki of ung til að stunda vatnaleikfimi og of gömul til að fara í ungbarnasund. Hefur alltaf langað til að prófa þetta. (ef þú snýrð þessum kalli á hvolf er hann eins og dropi, hann á að merkja dropann minn)

Ólöf Anna , 27.9.2007 kl. 19:15

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ólöf Anna! Enginn er of ungur í sundleikfimi.

Heiða og Flórens! Það er eitthvað efni í banana (banönum??) man ekki hvað það heitir..... potassium? kalíum? sem gerir það að verkum að ég fæ ekki harðsperrur. Mitt miðjunafn er nefnilega harðsperruaumingi

Huld! Drífa sig.... Er ekki sundleikfimi á Akureyri?

Cesil! Knús

Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband