24.9.2007
Dramadrottning
Það var með kuldaherkjum að ég heilsaði Fanney og Bóndanum þegar þau flautuðu lauslætislega á mig þegar ég var nærri dauða en lífi að reyna að krafla mig heim aftur úr morgungöngunni með Stúf. Var samt í öllum fötunum mínum. Nei Fanney!! Ég er EKKI svona feit Var nú svolítið sár að þau buðu mér ekki far þessa 7 metra sem ég átti ófarna. Ég hélt að þeim - allavega Fanney - þætti vænt um mig........
Hjólaði síðan í vinnuna á móti vindi í austnorðaustan stórsjó, þótt næsta strönd sé einhverja 26 km. í suðvesturátt. Svínaði þrjá bílstjóra þegar ég skellti mér yfir á vitlausa akrein, þar af var einn sæti skólabílstjórinn minn, sá alveg fyrir mér í anda þegar ég tæki síðustu andvörpin í fangi hans og hann sæi líf sitt án mín í hnotskurn og tárin rynnu jafn hjá gestum sem gangandi á meðan hjólið lægi beyglað í kantinum. Bíð nú eftir kæru frá Þvagleggnum.
Flissaði lítillega með Dúa wonder á msn. Það var gaman. Takk fyrir spjallið Dúa og gangi þér vel á morgun
Frétti seint og um síðir þegar vinnudeginum var að ljúka að einn vinnufélagi minn er að breiða út sögu um mig! Mér fannst það fyndið fyrst en ekki svo mjög lengur..... Er að spá í að mæta á morgun með alls kyns mótlyf, s.s. sólokóf, svitakóf, andemon og hvað þetta nú allt saman heitir, stilla þeim á borðbrúnina mína með þungum andvörpum og laumast öðru hvoru til að strjúka tár......
Læt mér þó kannski nægja að hita grænt te - óvíst þó að hann fatti samhengið
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: hausti fagnað, hugsanleg húsbönd, íþróttir og útivist | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
Athugasemdir
HeHe þú ert svo skondin Hrönn mín elsku dramadrottning alveg eins og ég.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2007 kl. 20:55
Mér ÞYKIR vænt um þig Hrönn.... ég hreint út sagt ELSKA þig...og það er akkurat ástæðan fyrir því að ég tók þig ekki upp í í morgun...... einfaldlega vegna þess að þú varst komin að þvílkíkt skrið að það hefði þurft heila hersveit til að stoppa þig...og það hvarlaði aldrei að mér að þú værir feit... gerði bara ráð fyrir því að þú værir að viðra ÖLL fötin þín og værir því í þeim öllum og þá virðist maður feitur.... er allveg að fíla húfuna þína.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:03
hahaha þig vantar ekki lýsingarorðin, ég fer bara í gott skap við að kíkja hérna í heimsókn!!!
Huld S. Ringsted, 24.9.2007 kl. 21:23
Hrönnsla, vertu léttklæddari á morgnanna. Þú gætir hitt þinn stóra kærleik og þá er ég ekki að tala um þann sem vill hugga þig í þunglyndinu. Skemmtileg geðlyf, sem þú nefnir. Ný á markaði? Muaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 21:56
þeinks stelpur mína.....
Fanney, heldurðu að hún renni jafnmikið út og Tarantino húfan í 66°?
Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 22:03
Þú ert alveg frábær....endilega leiktu leikritið til enda fyrir skrattakollinn í vinnunni og ÝKTU ALLT Í BOTN !! heh he
Marta B Helgadóttir, 24.9.2007 kl. 23:14
Flott ertu stelpa. ekkert vekur mann betur á morgnana en skemmtilegur lestur frá vinum sínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 08:33
Mér þykir vænt um þig...og finnst þú hreint ekki feit
Heiða Þórðar, 25.9.2007 kl. 15:21
snilli
SigrúnSveitó, 26.9.2007 kl. 08:10
Hæ dúllan... Brunaði framhjá þér í morgun.....varð soldið móðguð af því að þú vinkaðir ekki.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.9.2007 kl. 20:00
aaaaaaaaaaaa...... var einmitt að spá þegar ég tók eftir hvað þessi svarti bíll varð móðgaður aftan frá séð, hvort þetta hefðir verið þú....
Er bara ekki svo bílaglögg Skal vinka þér tvisvar næst
Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2007 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.