Stefnir í verklok og stormur í aðsigi.

Komst yfir að klára það sem ég ætlaði mér í dag, þrátt fyrir að hafa skriðið aftur upp í rúm eftir morgungönguna með stubbaling, og steinsofnað, vaknaði ekki fyrr en klukkan var að verða eitt. Skal nú viðurkenna að mér brá aðeins.

Nú get ég, og er reyndar byrjuð að bera dót inn í nýmálaða herbergið, bókastofuna eins og ég kýs að kalla það, eða á viðhafnardögum, koníaksstofuna LoL Ef einhver á gamlan standlampa sem hann langar að losna við, þá hef ég not fyrir hann!

Vindurinn hvín og blæs eins og í ævintýri eftir Thorbjorn Egner og það rignir af austan! Það skeður nú ekki oft skal ég segja ykkur, en jafngott samt að fá rúðurnar þvegnar þeim megin.....

Skráði mig á námskeið í næsta mánuði í endurmenntunarstofnun HÍ. Hagnýt danska heitir það og mér er lofað að þegar því lýkur tali ég dönsku með hreim.... Samt ekkert sagt um hvaða hreim!! Halo

Stubbalingur steinsefur, dauðþreyttur eftir átök dagsins, ég er búin að kveikja á kertum og sit og sötra rauðvín. Ég á það skilið! Ætlaði að hafa það notalegt og horfa á sjónvarpið, en það er þá bara ekkert í því. Ekki fyrr en seint og um síðir. Ætli ég verði ekki sofnuð þá? Mætti segja mér það. Það viðrar vel til svefns. Ætli það endi ekki með því að ég slökkvi á kertum, nýti mér tæknina og stilli á upptöku og skríði undir sæng. Er að lesa hörkugóða bók sem heitir "Sumarljós og svo kemur nóttin", eftir Jón Kalman Stefánsson mér var lánuð þessi bók og sagt að ég yrði að lesa hana og ég náttúrulega geri allt sem mér er sagt......

InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þess vegna sit ég við tölvuna, ekkert gott í sjónvarpinu! en það er nú ósköp gott að kúra bara þegar það er rok

Huld S. Ringsted, 22.9.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er rétt Huld. Það er gott að vera inni undir hlýrri sæng, þegar rokið geysar úti.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 22:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Virkar notalegt hjá þér núna Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2007 kl. 23:50

4 Smámynd: Ólafur fannberg

knús

Ólafur fannberg, 23.9.2007 kl. 00:00

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég varð mjög hrifin af þessari bók sem þú ert að lesa. Eiginlega finnst mér hún ein af bestu bókum síðari ári. Jón Kalman er greinilega einn af þeim bestu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.9.2007 kl. 01:47

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er lika að hugsa um að fara að sofa þar sem ég lagði mig í eftirmiðdaginn...svaf of lengi og er núna glaðvöknuð.

Geri þar af leiðandi ekki það sem mér er sagt...að fara að sofa!!! Lífið er hreint ekkert einfalt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 02:03

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Det lyder hyggeligt...det hele.  For mig ville det dog være uden rødvin...jeg vil hellere danskvand! 

Fortsat god weekend!

SigrúnSveitó, 23.9.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.