16.9.2007
Fallegur og kaldur sunnudagur
Það var kalt á okkur stubbaling í morgungöngunni en við létum okkur hafa það.....
Lá mestmegnis í leti í gær, nennti ekki út í vetrarveðrið. Annars hefði ég farið og skoðað glerlistmunina hjá Jónu Kristínu, vinkonu Ásdísar. Nennti ekki heldur á flugeldasýninguna enda hefði stúfurinn ekki viljað koma með mér. Sýningin sást líka ágætlega úr glugganum mínum. Hvar ég horfði á meðan stubburinn leitaði skjóls...... Mér finnst þessar flugeldasýningar snúast mestmegnis um hávaða nú til dags - sagði gamla konan - en ekki ljósasjóv. Það drynur í fjallinu á hverri sýningu en minna fer fyrir fallegum ljósum.
Í síðustu viku hringdi í mig maður að westan vegna viðskipta sem hann átti við fyrirtækið. Hann datt svo í spjallgír. Sagði mér að hann væri á leiðinni á fjall, í göngur og spurði hvort ég mundi kæra mig um að koma með. Ég sagði honum að ég væri lofthrædd og fjöllin fyrir vestan væru há..... ég reyndi að láta mér nægja fjöllin mín hér fyrir sunnan.....
Hann kvaddi mig svo, eftir gott spjall, með þeim orðum að hann ætti hér afa og frænda og næst þegar hann kæmi að heimsækja þá mundi hann kíkja á mig og jafnvel skoða líka vélarnar okkar. Hver veit nema ég verði ráðsett bóndakona fyrir westan næsta haust
Jaaaaa það sem manni dettur í hug á sunnudögum. Eins gott að það er bara einn sunnudagur í hverri viku
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Gæludýr, hugsanleg húsbönd, Óbyggðir Vestfjarða | Breytt s.d. kl. 11:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
svona hugrenningar á sunnudögum fá mann til að óska eftir minnst 4 sunnudögum í viku.
flott að heyra að aðrir eru í daðurgírnum í gegnum símann í vinnunni
Rebbý, 16.9.2007 kl. 12:06
Jamm Rebbý daður er alltaf skemmtilegt, sérstaklega þegar aðalleikendur kunna hlutverk sitt vel
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 12:17
Örugglega ekki slæmt að vera bóndakona í Willta Westrinu
Huld S. Ringsted, 16.9.2007 kl. 13:47
Örugglega ekki Huld Sérstaklega ef bóndinn kann að leika sér!
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 14:20
Við semsagt mestmegnis lágum saman í leti í gær elskan. Ekki amalegur félagskapur það. Njóttu kvöldsins og vikunnar framundan...
Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 16:59
Það er sosum ekki dónalegt að verða bóndakona Hrönn mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.9.2007 kl. 17:14
Hrönn, pælduíðí, karlinn að westan með pælingar um vinnuvélar. Þetta er match made in heaven.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 17:58
Hvursu nálægt MOI myndirðu verða elsku Hrönn mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2007 kl. 19:00
Sjáið þið mig virkilega fyrir ykkur sem RÁÐSETTA?? Ég veit ekki Cesil mín, er afspyrnuléleg í landafræði, en hann sagðist búa ekki langt frá Patró?? Minnir mig....
Þið eruð nú meiri kjéddlingarnar, búnar að selja mig westur fyrir eitt símtal!!
Takk Heiða mín og sömuleiðis
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 19:22
frábært ! strax í giftingarhugleiðslum !!!
heldurðu hann vilji ættleiða ljónshjartað !
AlheimsLjós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 17:49
Tjah Steina mín. Ef hann færi út í þá vafasömu aðgerð að láta mig velja á milli. Þá vel ég ljónshjartað - ekki spurning
Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:26
Hvað er að heyra... maður bregður sér aðeins á milli landshorna...og þú bara komin á bullandi séns.......norðanmaður segiru...... jú veistu.... þeir voru þó nokkrir þarna fyrir norðan sem voru allveg þess virði að maður horfði amk tvisvar.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 17.9.2007 kl. 19:17
Þú gætir kannski bjargað einhverjum ágætum manni úr hinum hyldjúpu táradölum lífsins. Hugsaðu þér bara!?
Hugarfluga, 17.9.2007 kl. 20:01
Já stelpur mínar. Það má ekki líta af mér........
Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.