15.9.2007
Réttir!!
Fór í réttir í morgun. Magga hringdi í mig í gærkvöldi og spurði hvort við ættum ekki að skella okkur og þar sem ég læt ekkert tækifæri ónotað til að kíkja á sæta stráka var ég að sjálfsögðu meira en tilbúin..... Við fórum að sjálfsögðu í Reykjaréttir á Skeiðum, þar sem Skeiða- og Flóamenn eiga sitt fé, paufuðumst upp á réttarvegginn, sem maður flaug uppá í gamla daga, og fikruðum okkur yfir í almenninginn. Stukkum svo þar niður eins og hver annar meðalbóndi
Hrikalega mikil rigning sem á tímabili breyttist í slyddu með tilheyrandi kólnun og nóg var nú kalt fyrir - trúðu mér! Einn sem ég hitti var voða feginn að það var hætt að rigna......... Hann sagði líka að hann ætti bara neikvætt eigið fé.......
Við Magga skunduðum inn í bíl þegar við nálguðumst alkul, sælar og hamingjusamar að þurfa ekki að reka safnið heim. Ég er ekki frá því að við höfuð sloppið naumlega við kalbletti...........
Takk Magga fyrir góðan dag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, íþróttir og útivist, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Vá, margar meme og appelsínugulir stakkar. Mjög hráslagalegt. Öfunda þig ekki og velkomin heim, heil á húfos.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 14:30
Jiii slydda og alles og það er bara rétt miður september..hehld ég fari nú bara út i garð og njóti veðurbliðunnar. Sól og yfir tuttugustiga hiti. Íslendingar eru nattla hetjur..og ég skil vel að menn hafi eitthvað sterkt til að súpa á í svona bilun. Rétta í slyddu og sumarið rétt nýfarið..brrrrr!!!!
Og hvað...ertu nú trúlofuð.var ekki réttarball. Maður heyrir nú sögur af slíkum uppáferðum...afsakaðu. Uppákomum!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 14:38
En gaman að fá smá glims af rettum hjá þér Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 17:39
Það er svo gaman í réttum það hefur verið ansi kalt. knús
Kristín Katla Árnadóttir, 15.9.2007 kl. 18:22
Kuldalegar myndir!! eins gott að rolluskjáturnar eru í lopapeysum!!
Huld S. Ringsted, 15.9.2007 kl. 20:48
Herre Gud, þú ert svo mikil orkubomba!! Hef svoooo gott af að þekkja þig og fara í réttir, maraþonhlaup og aðrar orkuríkar athafnir í gegnum þig!! *koss*
Hugarfluga, 15.9.2007 kl. 21:00
Dugleg stelpa. Ég hef aldrei farið í réttir.
Jóna Á. Gísladóttir, 16.9.2007 kl. 10:35
Stóra spurningin er; Fórstu á "réttarball"? knús á þig mín kæra og eitt ósýnilegt hjarta......;)
Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 10:41
Þetta voru frábærar réttir, þrátt fyrir kulda og vosbúð Það er alltaf ákveðinn sjarmi yfir réttum. Kindur og lömb í mikill geðshræringu, fullir kallar, syngjandi fólk, hissandi börn, allir glaðir, margir æstir, nokkrir þreyttir........
Fór ekki á réttarball, kannski beið hann mín þar draumaprinsinn......?
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.