Réttir!!

Picture 295  Fór í réttir í morgun. Magga hringdi í mig í gærkvöldi og spurði hvort við ættum ekki að skella okkur og þar sem ég læt ekkert tækifæri ónotað til að kíkja á sæta stráka var ég að sjálfsögðu meira en tilbúin..... Tounge Við fórum að sjálfsögðu í Reykjaréttir á Skeiðum, þar sem Skeiða- og Flóamenn eiga sitt fé, paufuðumst upp á réttarvegginn, sem maður flaug uppá í gamla daga, og fikruðum okkur yfir í almenninginn. Stukkum svo þar niður eins og hver annar meðalbóndi LoL 

Hrikalega mikil rigning sem á tímabili breyttist í slyddu með tilheyrandi kólnun og nóg var nú kalt fyrir - trúðu mér! Einn sem ég hitti var voða feginn að það var hætt að rigna......... Hann sagði líka að hann ætti bara neikvætt eigið fé.......

Picture 300 Picture 301 Picture 299

Við Magga skunduðum inn í bíl þegar við nálguðumst alkul, sælar og hamingjusamar að þurfa ekki að reka safnið heim. Ég er ekki frá því að við höfuð sloppið naumlega við kalbletti...........

Takk Magga fyrir góðan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá, margar meme og appelsínugulir stakkar.  Mjög hráslagalegt.  Öfunda þig ekki og velkomin heim, heil á húfos.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiii  slydda og alles og það er bara rétt miður september..hehld ég fari nú bara út i garð og njóti veðurbliðunnar. Sól og yfir tuttugustiga hiti. Íslendingar eru nattla hetjur..og ég skil vel að menn hafi eitthvað sterkt til að súpa á í svona bilun. Rétta í slyddu og sumarið rétt nýfarið..brrrrr!!!!

Og hvað...ertu nú trúlofuð.var ekki réttarball. Maður heyrir nú sögur af slíkum uppáferðum...afsakaðu. Uppákomum!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En gaman að fá smá glims af rettum hjá þér Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er svo gaman í réttum það hefur verið ansi kalt. knús

Kristín Katla Árnadóttir, 15.9.2007 kl. 18:22

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Kuldalegar myndir!! eins gott að rolluskjáturnar eru í lopapeysum!!

Huld S. Ringsted, 15.9.2007 kl. 20:48

6 Smámynd: Hugarfluga

Herre Gud, þú ert svo mikil orkubomba!! Hef svoooo gott af að þekkja þig og fara í réttir, maraþonhlaup og aðrar orkuríkar athafnir í gegnum þig!! *koss*

Hugarfluga, 15.9.2007 kl. 21:00

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Dugleg stelpa. Ég hef aldrei farið í réttir.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.9.2007 kl. 10:35

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Stóra spurningin er; Fórstu á "réttarball"? knús á þig mín kæra og eitt ósýnilegt hjarta......;)

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 10:41

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta voru frábærar réttir, þrátt fyrir kulda og vosbúð  Það er alltaf ákveðinn sjarmi yfir réttum. Kindur og lömb í mikill geðshræringu, fullir kallar, syngjandi fólk, hissandi börn, allir glaðir, margir æstir, nokkrir þreyttir........

Fór ekki á réttarball, kannski beið hann mín þar draumaprinsinn......?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.