Þá er komið að því....

....búin að teipa, skera, skáa og hvað þetta nú allt saman heitir. Nú get ég farið að rúlla. Mér finnst ekkert leiðinlegt að mála, ef einhver gæti bara séð um undirbúninginn og tekið svo saman á eftir. Ég ætti kannski að gerast iðnaðarmaður?

Ég var meira að segja svo fagleg að ég skrúfaði allar festingar úr gluggum og veggjum, til dæmis festingar fyrir rimlagardínur sem ég hef hingað til bara málað í kringum. Fékk lánaða litla borvél og hvílíkt tækniundur. Elska svona græjur sem ganga fyrir batteríum.............

Nú heyri ég að himneskir tónar Hvítasunnukórsins berast inn um gluggana hjá mér. Bezt ég nýti þá á meðan ég mála!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað ég lít ógissla upp til þín út af festingadæminu.  Fyrr lægi ég dauð en að geta framkvæmt sollis galdur og að nota borvél líka.  OMG

Býrðu í fordyri paradísar (söngur berst inn um glugga)?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Djö..... rosa kraftur er þetta í þér kona....... en ég öfunda þig... það verður allt eitthvað svo æðislegt þegar maður er búin að mála og græja....... hlakka til að reka inn nefið og skoða

Fanney Björg Karlsdóttir, 9.9.2007 kl. 14:25

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný! Bara út af festingadæminu? Ekki fyrir fegurð, gáfur og almennan gjörvileika?

Fanney! Hlakka til að taka á móti nefinu

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég segi það sama og þú, málningarundirbúningur er leiðinlegur en málningarvinnan sjálf er allt í lagi

Ég dáist að dugnaðinum í þér kona!

Huld S. Ringsted, 9.9.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég verð að segja mikið ertu dugleg Hrönn mín þú ert krafta kona

Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2007 kl. 17:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugnaðarforkur.  Nú veit ég allavega svona cirka hvar þú býrð í bænum. Halelúja.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 18:41

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dugnaðurinn er nú alveg að drepa þig á köflum, mín kæra bloggvinkona. Hvílíkt sem þú hefur af energíi. Hvar fæst það?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:39

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hrikalega ertu dugleg Hrönn, þyrftir helst að smita mig af þessu ef það væri hægt.

Marta B Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 22:45

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flokkast nú kannski ekki undir dugnað heldur fremur eitthvað sem þurfti að gera.

Takk samt, hólið er jafngott.

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 23:19

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jú flokkast einmitt undir dugnað! Mér finnst annars rosalega gaman að mála....sérstaklega þegar það er búið...

Heiða Þórðar, 10.9.2007 kl. 03:15

11 Smámynd: Hugarfluga

Teipa, skera, skáa'og mála ... teipa, skera, skáa'og mála ... teipa, skera, skáa'og mála ... og mála dáldið meir.

(Sungið við lagið: Skvetta, falla, hossa'og hrista).

Hugarfluga, 10.9.2007 kl. 12:55

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En gaman hjá þér Hrönn mín.  Það er alltaf svo gaman að breyta til, og gera upp á nýtt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2007 kl. 14:26

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gángi þér rosalega vel !

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 20:13

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Voðalega ertu dugleg addna...

Jóna Á. Gísladóttir, 10.9.2007 kl. 21:13

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fluga góð !  as always

Marta B Helgadóttir, 10.9.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband