Sunnudagur - framhald.....

Skondraðist út á benzínstöð áðan að sækja mér blaðið. Labbakútur kom með, er að íhuga að kenna honum að fara einum og sækja blaðið....... Wink Notuðum ferðina og fórum með gömul blöð í blaðagáminn.

Á meðan ég var að festa Stubbinn við blómagrindina hjalaði ég áhyggjulaust við hann um allt og ekki neitt. Hann er nefnilega haldinn aðskilnaðarkvíðaröskun......

Þegar ég svo lít upp, stóð afskaplega myndarlegur maður við hlið mér og horfði á okkur, brosti út að eyrum og sagði: "mikið ertu fallegur". Þar fauk sú hugmynd mín að veiða menn með því að fara út með fallega hundinn. Þessi sá allavega ekkert nema hann............... LoL

Sá virkilega fallega dráttarvél, nýuppgerða MF þrjátíuogfimmu þegar ég kom út með blaðið. Spjallaði aðeins við eigandann og hrósaði honum fyrir vel unnið verk. - Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að ég tæki einu sinni eftir því þótt þarna stæði gamall traktor, hvað þá að ég hefði vit á því að hann væri uppgerður? Ekki ég, svo mikið er víst - Frekar fyndið finnst mér..........

Kom svo heim aftur og fór að búa til eplaköku - var að strá kanelsykrinum yfir þegar ég heyrði dimman suðsöng. Leit í kringum mig og sá geitunga sveima um eldhúsið. Tók nettan hryllingsdans um húsið og ákvað að henda þeim svo báðum út. Sem hagsýn húsmóðir sá ég fram á að það væri ódýrara til lengri tíma!!

Hitti svo konuna sem býr í kjallaranum í þvottahúsinu skömmu síðar og sagði henni frá spennuþrungnu andrúmsloftinu á hæðinni. Hún upplýsti mig um að þeir hefðu komið rakleiðis inn til hennar, þegar ég var búin að henda þeim út!!

Nú sit ég inni í fallegu haustveðri, með alla glugga lokaða og allar hurðir læstar og íhuga hvort ég geti nokkurn tíma opnað eitthvað aftur. Held ekki - ekki nema sæti strákurinn frá benzínstöðinni komi og banki upp á hjá mér.

W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hrönn ég er að  brjálast af hlátri mér finnst þetta svo fyndið sambandi við labbakút og þig og  geitungana þú kannt að sega skemmtileg frá.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Katla mín

Hrönn Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 15:25

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahaha sé þig í anda dansa hryllingsdansinn!! ég hélt að ég væri sú eina sem kynni hann.

Huld S. Ringsted, 2.9.2007 kl. 15:42

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ROFL var eimitt að læsa öllum glufum og henda lyklinum til vonar og vara.  Hér kom nefnilega einn geitungur inn í dag.  Hann var ekki stór en hann var öflugur get ég sagt þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 18:54

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hamingjan sanna... óskapar læti eru þetta yfir tveimur litlum geitungum..... soooo sætir....Vona að eplakakan hafi smakkast vel mmmmm

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.9.2007 kl. 19:51

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei Fanney!!! Ekki misskilja. Maðurinn var sætur. Geitungar ekki.......

Eplakakan var unaður

Hrönn Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 20:33

7 Smámynd: Ólöf Anna

haha

Ólöf Anna , 2.9.2007 kl. 23:42

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha  skemmtilegt ertu Hrönn mín.  Það er alveg ómögulegt að reyna að veiða karlmann út á hundinn sinn.... held ég. 

Annars er það svoleiðis í Austurríki að ef maður er úti við að labba einsamall, þá lítur fólk ekki á mann, og lítur undan ef maður kastar kveðju.  En ef maður tekur hundinn með í göngutúrin, þá er heldur betur allt annað uppi á teningnum, þá brosir fólkið við manni, býður góðan dag, klappar hundinum og er hið almennilegasta.  Þannig að ef maður vill gott spjall eða hilserí þar, þá þarf maður absalútt að taka hundinn með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 09:45

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er eins hér Cesil. Ef ég er úti með hundinn tala allir við mig, brosa og klappa honum - en enginn klappar mér ef ég er einsömul úti við

Hrönn Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 10:17

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós til þín i gegnum mig

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 17:07

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær frásögn

Marta B Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 20:23

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er eins hér Cesil. Ef ég er úti með hundinn tala allir við mig, brosa og klappa honum - en enginn klappar mér ef ég er einsömul úti við  Ótrúlegur andskoti Hrönn mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 09:50

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl og blessuð Hrönn. Ég er nú búin að sjá myndina þína svo oft í kommentakerfum vina okkar að mér fannst tími til komin að kynnast þér og þínu bloggi.  Þetta er skemmtileg lesning hér að ofan, viss um að við eigum eftir að ná vel saman. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 13:04

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

takk Dísa skvísa  Við erum líka svo skemmtilegar hér fyrir austan fjall

Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 13:21

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hefurðu prófað að láta hundinn labba með þig úti og gá hvort þú færð ekki klapp???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 21:48

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd Katrín

Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband