Sunnudagar...

....eru beztu dagar vikunnar. Fer ekki ofan af því!!

Bjó til kærleiksbollur að hætti Flórens í gærkvöldi Wink Fannst það nafn hæfa svo deginum. Núna eru þær að lyfta sér á meðan ofninn hitnar. Ætla svo að baka eplaköku Mörtu á eftir.

Vaknaði í býtið og við hvutti fórum í labbitúrinn okkar. Það var nú fremur svalt - enda erum við svöl.....LoL Stöku úthaldsgóður skemmtimaður á leið heim, annars ekki sála á ferli.

Nú ætla ég að rölta mér og sækja blaðið og lesa um hörmungar heimsins á meðan ég gæði mér á kærleiksbrauði með sultu og osti. Það verður að vera jafnvægi á hlutunum.......

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíddu nú, af hverju eru laugardagar ekki uppáhalds?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En næs hjá þér kærleiksbollur það hlýtur að vera gott. Eigðu góðan sunnudag.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2007 kl. 11:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hlýtur að vera gott að borða kærleiksbollur.  Annars eru föstudagar frekar mitt uppáhalds, því þá er öll helgin framundan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2007 kl. 11:52

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég vildi að ég væri svona upprifin á sunnudagsmorgni!

Ég var að reyna að finna þessar kærleiksbollur???

Huld S. Ringsted, 2.9.2007 kl. 11:57

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir kærleiksbollur Hrönn  

Farin að baka.

Huld S. Ringsted, 2.9.2007 kl. 12:03

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Kærleiksbollur hæfa Kærleikskonum.... eigðu góðan sunnudag ljúfust....

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.9.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.