Rabbarbarapæ indíánahöfðingjans!

Ætla að vera heima í dag. Borða rabbarbarapæ með rjóma eða ís í morgunmat og drekka indíánate með hunangi, nú skal barist við sýklana til síðasta manns. Einn fyrir alla og allir fyrir einn!!

Úti er kalt og hráslagalegt, það fann ég þegar við litli kútur gengum upp með á í morgungöngunni okkar. Var samt klædd í næstum öll mín útiföt. Fanney keyrði hjá á leið sinni í vinnu og flautaði léttlyndislega, þegar við vorum næstum komin heim aftur.

Bezt ég opinberi það bara strax Fanney! Ég var ekki drukkin!! Get bara ekki staðið á einum fæti og nuddað stírurnar úr augunum í leiðinni........

Kann ekki heldur skil á hægri og vinstri. Mikið létti mér þegar ég uppgötvaði að Magga systir veit það ekki heldur. Ég hef alltaf reynt að dylja þetta svolítið, tekið bara sjensinn þegar einhver segir: "....til hægri hér......" eða: ".....svo beygirðu næst til vinstri....." Ég meina það eru 50% líkur á að ramba á rétt! Svo kemur bara í ljós að þetta er fjölskyldusjúkdómur LoL

Eigiði góðan dag yndin mín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það er gott hjá þér að vera heima og losa þig við pestina. það er ekkert slor sem þú færð þér í morgunmat ég segi bara namm.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.8.2007 kl. 08:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er þessi uppskrift af pæinu í gr.?  Langar í uppskrift en á ekki vikt.  Vantar hana í ml. eða dl.  Komasho.  Góðan bata.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 09:51

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Katla - stundum þarf maður að vera höfðingi

Jóna Ingibjörg - kannski getum við stofnað samtök? Já ég held þetta sé ekki ótrúleg skýring, hef allavega ekkert komist út að hlaupa síðan - Takk

Jenný - Já hún er í gr. Þú getur farið inn á gestgjafinn.is og umreiknað. Takk ljósið mitt

Hrönn Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 10:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Njóttu rabbabarabæisins, eða hvernig sem maður nú annar beygir þetta ágæta nafn hehehe.... Þú hefur auðvitað gengið í flokkin með ágætum manni sem stofnaði Vinstri hægri snú..... flokkinn getur ekki klikkað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 11:20

5 Smámynd: Hugarfluga

GAWD, nú hló ég!! Munurinn á hægri og vinstri getur skipt sköpum ef karlaklefinn er til hægri og kvennaklefinn til vinstri og það eru engar myndir á hurðunum. En asskoti gott samt að hafa þessa ættlægu afsökun!!

Hugarfluga, 30.8.2007 kl. 11:51

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Trúðu mér Fluga!!!! Ég hef lent í því

Það er eini kosturinn sem fylgir þessu.....

Hrönn Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 12:05

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahah... já Hrönn mín þú varst nú heldur kuldaleg þarna í morgun og svei mér ef það hvarlaði ekki að mér þarna í morgunsárið að þú hefðir farið að ráðum bloggvinkonu þinnar síðan um daginn og fengið þér eitthvað sull með hunangi og vodka....hmmm

Fanney Björg Karlsdóttir, 30.8.2007 kl. 13:51

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hah!! Ég vissi það!  Enda var ég hálfrallleg.....

Í fyrramálið stefni ég að því að dansa. Jafnvel þótt enginn vilji dansa með mér - eða kannski þrátt fyrir það?

hahahahahahahaha

Hrönn Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 14:00

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Út með sýkla, inn með gingseng, engifer og hunang. Skítt með vinstri og hægri....

Upgrade your email with 1000's of cool animations


 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.9.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.