25.8.2007
Laugardagur........
......hún var hálfslöpp eftir daginn, hafði ákveðið að leggja sig aðeins og reyna kannski að lesa, þegar einhver kvaddi dyra. Drengurinn svaraði og hún heyrði að hann ræddi stuttlega við einhvern sem stóð þar. Eftirá að hyggja, hugsaði hún, voru þetta hálfþvingaðar samræður.
Áður en hún vissi af stóð hann í svefnherbergisdyrunum. Hann var fullur eins hann hafði verið undanfarin ár. Hún varð að komast í föt áður en hún tæki á vandanum. Hann stóð kyrr og horfði á hana á meðan hún klæddi sig...... Þú ert nú alltaf jafnfalleg..... sagði hann og það dugði henni. Hún fann hvernig reiðin blossaði upp og hún spurði hvað hann vildi.
Ég er að hjálpa dóttur minni að flytja, sagði hann þvoglumæltur....
Hún gekk með honum fram að útidyrahurðinni, opnaði og vísaði honum út. Hann stóð þrjózkulega í forstofunni og gerði sig líklegan til að vera til vandræða.
Hún sagði honum að ef hann kæmi sér ekki út strax, mundi hún hringja á lögregluna.
Þú lést ekki svona þegar við vorum að búa til börnin gólaði hann um leið og hann forðaði sér undan hurðinni sem hún skellti hastarlega á nefið á honum.
Mundi hún aldrei losna við hann?
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Fer hrollur um mig, þekki þetta aðeins of vel.
Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2007 kl. 23:42
æj, veit ekki hvað skal segja við svona dæmi, fæ geðvonskuhroll af því að lesa þetta
Rebbý, 26.8.2007 kl. 09:14
veit ekki hvað ég á að segja... þetta er auðvitað sönn saga... hvort sem hún er þín eða ekki
Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 09:37
Æi kæra vinkona... finn hvernig reiðin hríslast um mig..... já þetta er sko bæði sorglegt og niðurdrepandi.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.8.2007 kl. 13:24
Vekur upp minningar. Ég er hamingjusöm yfir að eiga svona minningar, því þær komu mér þangað sem ég er í dag, en mikið er ég glöð að þetta eru MINNINGAR - ekki raunveruleikinn í dag!
SigrúnSveitó, 26.8.2007 kl. 15:58
Úff ... er þetta þín saga, Hrönn mín?
Hugarfluga, 26.8.2007 kl. 18:26
Þetta er nú sorgar saga.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2007 kl. 19:44
Saga um upplifun, var hún góð eða slæm ? hún var góð að því leyti að konan tók af skarið og gerði það eina rétta í málinu. Þannig að sagan er eins og hún kemur fyrir þarna, þ.e.a.s. ef hún endar þarna, er saga um ákvörðun sem getur varað alla tíð. Já ég held að hún muni losna við hann, nokkuð örugglega. Knús til þín elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2007 kl. 20:10
Það þarf að vera til sjampó sem þvær svona óværu úr hári konu....ætli venjulegt lúsasjampí dugi??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.