19.8.2007
Reykjavíkurmaraþon og menning
Hljóp 10 kílómetra í gær. Trúi því varla enn að ég hafi meikað það.
Kom í mark um leið og fyrsti maraþonhlauparinn..... Hann er frá Kenya sem er vel við hæfi þar sem ég er alltaf að æfa mig að hlaupa Kenyastæl...... Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og ég lét að sjálfsögðu eins og þau væru öll ætluð mér.
Ofsalega gaman að hlaupa þetta. Hlaupaleiðin stórskemmtileg, hlaupið meðfram sjónum á Nesinu og stemmningin var hreint ótrúleg. Íbúar á Nesinu voru flestallir úti að hvetja hlaupara. Á einum stað var heil fjölskylda úti á tröppum með tóm kökubox og sleifar, á öðrum stað var fjölskyldan úti að borða morgunmatinn og stóð svo upp og spilaði lag á gítar og söng hvatningarsöng á meðan hlaupið var fram hjá.........
Ég er harðákveðin í því að taka þátt að ári. Enda 365 dagar í það
Hinsvegar er ég með strengi í lærum í dag - en það er allt í lagi - þeir hverfa. Sofnaði snemma í gær og dreymdi að ég væri að hlaupa út í Hveragerði undan mannræningjum. Kannski ekki skrýtið að ég sé með harðsperrur í dag?
Glitnir á hrós skilið fyrir að standa að þessu hlaupi. Vel skipulagt á allan hátt!!
Eftir hlaup fórum við heim til Eyfa og Elizabethar sem eldaði stórgott pasta með túnfiski. Namm það var svo gott. Fórum svo í bæinn og nutum menningarinnar í sólinni. Keyptum okkur kaffi og vöfflur með rjóma í Lækjargötu, ómissandi þáttur í hverri menningu.....
Vona að allir hafi það gott í dag
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, íþróttir og útivist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vá hljópstu 10 kílómetra þú átt sannarlega medalíu skilið ansk ertu dugleg. Það er mjög gaman að heyra þetta.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.8.2007 kl. 16:12
Vá hvað þú hefur efni á að njóta lífsins Hrönnsla mín. Vertu róleg bara, 365 dagar eru fljótir að líða. Það eru t.d., bara 127 dagar til jóla. Muhahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 17:58
Ég ætti kannski að stefna á að hlaupa með þér að ári. Þú ert dugnaðarforkur. Ég hef sko aldrei hlaupið meira en 5 km...
SigrúnSveitó, 19.8.2007 kl. 18:21
uff þvílíkur dugnaður
Marta B Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 21:25
dugnaðurinn!! ég hefði kannski náð 1 km!!
Huld S. Ringsted, 19.8.2007 kl. 21:44
iss... ég vissi alltaf að þú yrðir langflottust...og auðvita var verið að fagna Selfossdömunni.....þessi frá Kenya hefur bara haldið að fagnið væri fyrir hann...
Fanney Björg Karlsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:17
Takk stelpur mínar.....
Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2007 kl. 22:30
Fanney! Hann ætti kannski að fara að æfa sig að hlaupa Selfossstæle?
Mér var allavega sagt að ég hefði verið mjög einbeitt.......
híhíhíhíhíhíhíhíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2007 kl. 22:31
Ehhh þau voru að fagna klippingunni þinni ekki hans. Ertu ekki örugglega að tala um þennan sköllótta?
Bara æðislega flott hjá þér kona......Tek ofa fyrir þér þó að í ljós komi illa klipptur og tilhafður kollur. Kæri mig kollótta. Til hamingju!!!! Hefði aldrei getað þetta sjálf.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 00:06
Hrönn, ég vissi að þú myndir ekki bregðast....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.8.2007 kl. 00:52
Vá. þvílík harka. kannski tek ég þig mér til fyrirmyndar að ári. Enda ætla ég að vera í besta formi lífs míns frá og með árinu sem ég verð fertug.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 01:37
Sæl. Mig vantar að fá sendan frá þér bókartitil vegna leshringsins. Kveðja, Marta
Marta B Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 12:02
VÁ rosalega flott, þú ert kvennasómi !
AlheimsLjós til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 08:39
Þú ert "nottla" bara schnillingur, Hrönn.
Hugarfluga, 22.8.2007 kl. 10:42
Ertu ekkert að jafna þig Hrönnslan mín eftir hlaupið???
SAKN SAKN
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.