Reykjavíkurmaraþon!!!

Fór út í skóg að skokka eftir vinnu. Hljóp upp að helli og til baka og svo aftur út að ferju og til baka. Lauslega áætlað 6 km. Litli kútur skildi ekkert í allri þessari hreyfingu en var svosem alveg sáttur við að taka þátt Tounge

Gerðist ægilega brött og skráði mig í Reykjavíkurmaraþon Glitnis í 10 km. hlaup!!!! Nú verðið þið öll að koma og hvetja mig. Allavega getið þið farið inn á marathon.is og heitið á mig

Ég skráði mig til hlaups til styrktar ABC barnahjálp. Ákveðinn þrýstingur líka á mig að klára ef þið skráið áheit á mig.....

Picture 279 Hawai rósin mín blómstaði í gær - ægifallegu blómi og annað á leiðinni - Er þetta hamingjan eða er ég í endorfínflippi? Tounge

Fórum, systurnar, og heimsóttum Eyfa litla bró með gjöfina sem við keyptum handa honum um daginn. Keyptum svakalega fallega mynd í Gallery List

- Eyfi og Viktor -                            - Elizabeth og Magga -                    - Eygló -

Picture 277 Picture 276 Picture 278

fertugur drengurinn og flottur enn - eins og við systkinin reyndar öll!!

Er að spá í að taka mér sumarfrí á föstudaginn og mánudaginn, enda ekki á hverjum degi sem kona hleypur 10 km. Get þá jafnað mig á mánudaginn, áður en ég mæti til vinnu á þriðjudaginn og læt engan bilbug á mér finna - jafnvel þótt ég geti ekki hreyft mig.....

Fattaði í morgun að ég hafði gleymt að hringja í Lindu í gær og knúsa hana og Auði Erlu bless, en þær voru að fara "heim" til Danmerkur í morgun. Linda ef þú lest þetta þá áttu inni hjá mér 10 þúsund knús og ég vona að allt gangi vel og þá meina ég ALLT!!

Knús til ykkar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrir þetta málefni heiti ég á þig.  Og komasho.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ekki spurning að maður heitir á "kelluna"........ nema maður hlaupi sjálfur... og þá heitum við á hvor aðra.....ég mun þá hlaupa fyrir geðið....

mikið lifandi skelfingar ósköp er rósin þín falleg.... og stór.... ertu með hana á sterum..... eða bara tæru Selfossvatni......

Fanney Björg Karlsdóttir, 15.8.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þeinks stelpur mínar.

Fanney hér eru sterar í því tæra.....

Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú er alveg frábær Hrönn mín svo dugleg ég verð bara að fá Hawai rósina. ég heiti á þig líka dugnaðarforkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.8.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Katla mín - þú ert svo mikil dúlla

Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2007 kl. 22:56

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Dj.. ertu dugleg!  10 km !!!!   

Heiti á þig.

Marta B Helgadóttir, 16.8.2007 kl. 00:57

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það Marta

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 08:33

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dugleg ertu mín kæra.  Ég ætla sko að krossa putta og tær, og hvernig heitir maður á þig ?  Til lukku með Hawairósina, hún er ljómandi fín sýnist mér.  Og það er alltaf gaman að skoða myndir.   Flottur gaur allt er fertugum fært og þannig...................

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.8.2007 kl. 12:41

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Cesil! Þú getur smellt á linkinn, sem ég kom loks inn, eftir blóð svita og tár  Skrifað nafnið mitt, valið góðgerðarfélag ABC barnahjálp og skráð inn upphæðina sem þú vilt heita á mig

Takk

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 19:52

10 Smámynd: Hugarfluga

Did you ever know that you're my hero? Glæsilegt hjá þér!!!!!!

Hugarfluga, 16.8.2007 kl. 20:17

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hrönn, þú ert hetja: Heiti á þig í herrans nafni og fjörutíu. Veit að þú hefur þetta með sóma og sann. Rósin er dásamleg. Þú smitar hana með enorfínlyktinni þinni, your natural perfume! Já, þið systkinin eruð öldungis rosalega myndarleg. Upgrade your email with 1000's of emoticon icons
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband