Sunnudagur til sælu

Picture 275 Fékk alveg dúndurgóða hugmynd í dag - og hrinti henni, að sjálfsögðu, þegar í stað í framkvæmd.

Mig er búið að langa lengi í Hawairós - eða svotil alveg síðan mín dó drottni sínum södd lífdaga hér um árið. Hefur líklega ekki þolað flutninginn. Í dag datt mér svo allt í einu í hug, í miðri tiltekt - hugsið ykkur......., að bruna út í Hveragerði og athuga hvort Garðyrkjustöð Ingibjargar ætti ekki handa mér rós. Auðvitað missti ég mig aðeins, eins og alltaf þegar ég fer þangað, en það er bara allt í lagi. Nú á ég bleika Hawairós, húsfrið, einir, kaktus og tómata LoL

Picture 271 Fór út í skóg í dag. Gekk í blíðunni upp að helli, settist þar á þúfu ogPicture 272 naut veðurblíðunnar. Gekk svo til baka og laumaðist til að taka mynd af veiðiþjófinum... Reiknaði með því að ég væri fljótari að hlaupa en hann, búin að vera að æfa og allt..............

Tók líka mynd af skýjunum

Picture 274 

Vona að allir hafi átt góða helgi Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér hefur alltaf langað í  Hawairós þær er svo fallegar kannski að maður fá sér eina. Herma eftir þér það hefur verið góður dagur hjá þér og góðar myndir. Eigðu gott kvöld dúllan mín.  

Kristín Katla Árnadóttir, 12.8.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mæli með því Katla mín. Þær eru nefnilega verulega fallegar.

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mín lætur ekki deigan síga.  Get ég fengið afleggjara?  Af veiðiþjófnum? MUhahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 20:55

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú mátt bara hirða hann allann Jenný! Hann leit illyrmislega á mig um leið og ég smellti af, þannig að ég tók til fótanna......

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 20:59

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

þú smart.... ég aftur á móti fór í Eden í dag.....og hann má sko muna sinn fífil fegri..... búðin var full af hálfdauðum,´skráfaþurrum blómum... er verið að spara vatnið í Hveragerði eða hvað.... er vökvunarbann í Eden... ég hefði betur kíkt til Ingibjargar.......

knús til þín...

Fanney Björg Karlsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Fanney! Eden er ekki svipur hjá sjón. Ingibjörg er hins vegar þannig að ég fell í stafi. Langar í allt sem hún á...... og rósirnar hennar...... Maður lifandi!!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 22:34

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábærar myndir Hrönn; þú ert svo gjörn á það að eiga góða daga. Ég held að þú kunnir allra kvenna best að njóta lífsins. Am I right?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.8.2007 kl. 22:36

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enda er hún Ingibjörg ættuð héðan frá Ísafirði.  Mamma hennar var dóttir Jóns klæðskera sem var hér aðalgarðyrkjumaðurinn í mörg herrans ár áður en ég tók við.  Jónsgaður er skírður eftir honum, ég sá til þess til að heiðra látinn heiðursmanns og konu hans, enda er minnisvarði í garðinum um þau hjón.  Það gekk samt ekki andskotalaust að fá þetta samþykkt, ég get svo svarið það.  En Afi Ingibjargar er græn hetja fyrir mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 23:13

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það hlaut að vera. Hún er svo indæl hún Ingibjörg. Mér finnst alltaf gott að koma til hennar.

Plönturnar hennar eru líka hraustar og fallegar. Ég hef aldrei lent í því að blómin hennar glepjist niður eftir að þau eru komin til mín.

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 23:18

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flottar myndir Hrönn. Ég hef aldrei átt Hawairós, skilst að þær séu svo viðkvæmar.

Marta B Helgadóttir, 13.8.2007 kl. 12:29

11 Smámynd: Rebbý

glæsilegur dagur hjá þér
ég er svo stolt af því að eiga jólarósina mína ennþá frá því í nóv 2006 ... hún helst vonandi fram á næstu jól í fínu formi
ég sem hef aldrei getað átt blóm áður

Rebbý, 14.8.2007 kl. 12:44

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég datt líka í kaupæði í gær, keypti fullt fullt af laukum til að setja niður í september ! skil þetta alltof vel !

finn lykt af íslenskri náttúru

AlheimsLjós til þín

steina í Lejre

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband