11.8.2007
Dagurinn í dag.....
Fór til Reykjavíkur í dag með Möggu.
Þar sóttum við Eygló og fórum í smáleiðangur. Enduðum á Jómfrúnni í smörrebröd og bjór - allavega ég og Eygló, Magga drakk bara pepsi og kaffi. Enda bílstjórinn og með eindæmum löghlýðin.
Ákváðum að doka við eftir Gay Pride göngunni. Ég rifjaði upp eina frægustu söguna sem ég kann....
Þannig var að ég bjó einu sinni á Sólvallagötunni í fallegri kvistíbúð. Á hæðinni fyrir neðan mig bjó klikkuð kona sem m.a. kom einu sinni upp og bauð mér róandi töflur af því að barnið mitt gréti svo mikið.... Förum ekki nánar út í það! Það mætti enda þessa sögu með því að ég skellti hurðinni á nefið á henni. Enda ekki sagan sem ég ætla að segja......
Ég var með frumburðinn nýfæddann og hann svaf í vagni úti í garði fyrir utan kjallaragluggana, þar sem Páll Óskar dvaldi löngum stundum og spilaði tónlist en foreldrar hans bjuggu á næstu hæð. Yndislegt fólk. Ég þekkti Hjálmtý fyrir vegna þess að hann vann í Útvegsbankanum þangað sem ég fór mjög oft starfs míns vegna á þeim árum sem ég var skvísa í Reykjavík...... Og hver man ekki eftir laginu Astraltertugubb.....?
Þannig háttaði til að inngangurinn um kjallarann var mjög þröngur og ég gat ómöguleg komið barnavagninum inn einsömul, nema taka hann í sundur. Þess vegna bankaði ég oft á kjallaradyrnar hjá Palla og bað hann um að hjálpa mér inn með vagninn. Það var auðsótt mál. Palli var jafnyndislegur þá og hann er nú.
Þannig að það má segja að ég sé svona semifræg................
Hér koma nokkrar myndir sem ég tók úr göngunni í dag!
Athugasemdir
Je minn.... man eftir þessari íbúð... manstu hvað við vorum heillaðar yfir krúttilegu eldhúsinnréttingunni með litlu skápunum sem voru með hurðar sem opnuðust "í allar áttir"......... ég er í svona nostalgíu kasti....
Fanney Björg Karlsdóttir, 11.8.2007 kl. 23:44
Jiiii ég var búin að gleyma þeim!!! Hvernig gat ég gleymt þeim? Svona krúttlegir? Manstu eftir baðinu? Pínulítið með útsýni yfir himingeiminn?? Algjört dúllubað!
Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 00:06
Veit hvaða hús þetta er enda alin upp þarna rétt hjá. Hehe, ég veit allt
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 00:32
Rosalega hefur þetta verið skemmtilegur dagur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.8.2007 kl. 00:52
Í alvöru?
Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 00:52
Frábær dagur Guðný Anna!
Enda bjóða ekki allir dagar uppá að eiga svona góða stund með uppáhaldssystrum sínum! Jafnvel þótt þær hóti því að muna mér þetta og hitt þegar við verðum saman á elliheimilinu!! Ég verð líklega bara að treysta því að starfsfólk elliheimila í framtíðinni verði starfi sínu vaxið og neiti þeim systrum um að hitta mig.
Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 00:56
Góður dagur hjá þér Hrönn. Fyndið hvað leiðir manns í dag hafa víxlast við marga bloggvini. Ég fór í Kornið sem er þarna rétt hjá Jómfrúnni og sat svo í brekkunni við Humarhúsið og horfði á fólkið sem sat fyrir utan Jómfrúnna. Þú ert sem sagt ein af þeim sem ég ''næstum því'' hitti í dag . Nei, ég er ekki full.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 01:24
Æj hvað það hefði nú verið gaman að hitta þig samt. Ég nebblega villtist, fór og togaði margoft í hurðina á Korninu áður en Eygló kallaði, fremur höstuglega á mig. Kannski sastu þar einmitt þá?
Knús til þín
Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 01:33
Góður dagur hjá þér. Við systur stóðum í dyrunum hjá Sævari Karli og fórum svo efst uppá Arnarhólinn.
Marta B Helgadóttir, 12.8.2007 kl. 09:12
Þetta hefur verið mjög góður dagur hjá þér í gær.knús
Kristín Katla Árnadóttir, 12.8.2007 kl. 10:36
þetta hefur verið góður dagur hjá þér. og skemmtileg minning sem þú deilir með okkur !
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 12:38
Frábær dagur. Það er gott að fá svona daga af og til. Það er svo gott að minnast þeirra og svo bíða eftir morgundeginum sem verður líka ógleymanlegur.
Gangið á Guðs vegum.
Gunni Palli kokkur.
PS: Á You tube er lagið astraltertugubb. Bara að finna stuðmenn fyrst og svo er lagið á listanum.
GP.
Gunnar Páll Gunnarsson, 12.8.2007 kl. 13:06
Gaman að myndunum Hrönn mín og það sést á honum Páli Óskari hvað hann er yndæll og almennilegur drengur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 13:12
Mér finnst Palli alveg æði...eitthvað svo heilsteyptur karakter. Hann er líka gott draumatákn fyrir mig..alltaf þegar mig dreymir Pál Óskar veit ég að það er eitthvað að koma upp í lífi mínu sem krefst þess að ég standi með sjálfri mér.
Og bráðum þegar ég verð auðug ætla ég einmitt að eiga eina svona krúttlega íbúð í miðborginni..svo ég geti dinglað mér á kaffihús og sollis þegar ég kem í heimsókn.
Knús næturgöngukonan mín
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.