Álfadís og veiðiþjófur

Vaknaði snemma. Fór út í skóg að hlaupa. Morgundöggin glitrari á laufinu og allt var hljótt - ekki sála á ferli. Ég skokkaði upp að helli. Á leiðinni braust sólin fram úr skýjum.

Fór í smá hugleiðslu við hellinn að hætti steinu og bætti við hana frá eigin brjósti. Tók meðvitaða ákvörðun - sem ég ætla að standa við! Skokkaði svo til baka og ég er ekki frá því að ég hafi verið léttari í spori á þeirri leið.

Á leiðinni til baka mættum við veiðiþjófi - íslenzkum - og einni álfadís sem brosti blíðlega til okkar og tók undir kveðju okkar um góðan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf jafn dugleg að hlaupa og hitta svo Álfadís og veiðiþjóf

Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

alltaf jafn hress.... er hrifin af þessu með "meðvitnu ákvörðunina"   er mikið að spá í að fara að þínu dæmi og fara út að skokka.... aldrei að vita nema ég hitti álfadísir og sitthvað fleira.... en þó er ég efins að svona nokkuð finnist í Ásahrepp... mögulega veiðiþjófar...

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.8.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta lofar góðu Hrönn mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2007 kl. 11:36

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Hljóma svo vel þessir hlaupatúrar þínir.  Mig langar svo að byrja aftur, held að hnéð mitt meiki það núna, en ég kem mér ekki af stað :(

SigrúnSveitó, 11.8.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

veiðiþjófur, ja hérna og það íslenskur.  Hm.. þessu hefðir þú átt að ná á mynd (demkall)

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 17:18

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég á svo erfitt með að taka meðvitaðar ákvarðanir...kannski þarf ég bara að hlaupa meira á nóttunni???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 22:20

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Katla mín.

Fanney! Þetta er allt spurning um að virkja ímyndunaraflið - er ekki nóg af mávum í sólríku sveitinni þinni?

Jenný! Ég var svo léttklædd ég kom hvergi myndavél fyrir. Það var nótt sjáðu til.....

Cesil, Rúna, Takk

Katrín! Næturnar eru vanmetnar til hreyfinga....

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.