5.8.2007
Finnland og saunaböð
Sá að það var verið að halda heimsmeistaramót í gufubaðssetu í Finnlandi!
Þá rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var í Finnlandi í fyrsta sinn, fyrir þremur árum síðan. Þetta var í október og við vorum fjögur saman úr vinnunni að heimsækja traktorsverksmiðju. Hljómar ekki spennandi - ég veit - en var virkilega gaman. Kynntist þarna fullt af fólki sem ég hef miklu betra samband við í dag heldur en ella.
Það var kalt á þessum tíma í Finnlandi. Frostið fór niður í 20 gráður á daginn. Algjörar stillur og skógarnir hrímhvítir. Mjög fallegt! Ég man að rafmagnslínurnar slúttu langleiðina niður á jörð.
Allavega.... í Finnlandi gilda mjög strangar reglur um saunaböð, vegna þessa að í sauna fer fólk mjög léttklætt...... Karlar og konur fara ekki saman nema allra nánasta fjölskyldan, sumsé, mamma, pabbi, börn og bíll Annars fara konur fyrst og karlar síðan. Því konurnar þurfa náttúrulega að hafa matinn klárann þegar karlarnir koma svangir úr sauna.....
Okkur var boðið í afar hefðbundið saunabað að finnskum mælikvarða. Þar sem gufan er hituð upp með viði. Í marga daga á eftir, ef mér varð heitt, gaus upp reykjarlykt. Ég er mest hissa á að slökkviliðið skuli ekki hafa verið kallað út
Kimmo, maðurinn sem sá um að halda okkur félagsskap fyrir hönd síns fyrirtækis, var í dálitlum vandræðum með saunabaðið. Ég var eina konan í hópnum og hann vissi ekki alveg hvernig hann átti að leysa þetta. Ég sagði honum að þetta væri nú ekki mikið mál. Það kæmi ekki til greina að ég færi einsömul í gufuna, hinsvegar væru tveir í hópnum frændur mínir - já ég veit, en svona er þetta bara í sveitinni...... og þeim væri alveg sama þótt ég kæmi með. Þeim datt ekki einu sinni í hug að mótmæla mér og sá þriðji fór ekki í sauna. Ég sá að Kimmo var létt.
Sátum við svo í góðu yfirlæti í sauna, drukkum finnskan bjór, sem er frekar sterkur, og Kimmo skvetti reglulega á viðarteinana vatni og gaus þá upp þessi líka fína hangikjötslykt Svo stendur Kimmo upp og segist ætla út í vatnið - en öll alvöru saunaböð í Finnlandi eru staðsett við vötn og krefst svosem ekki mikillar útsjónarsemi.....
Ég skoraði á þá frændur mína að fara með honum, þeir gætu ekki látið það spyrjast til Íslands að finninn hefði farið einn út í vatnið og víkingarinir setið eftir í hlýjunni. Þeir tautuðu eitthvað sem ekki skildist en látbragðið sagði mér að þeir ætluðu ekki út! Ég gerði mér þá lítið fyrir, skundaði á eftir Kimmo, í gegnum frosinn snjóinn og paufaðist niður stigann út í vatnið í 20 stiga gaddi!!! Ég er viss um að Kimmo hefur horft á mig aðdáunaraugum, ég var bara gleraugnalaus og sá það ekki..... En það furðulega var að vatnið var bara hreint ekkert kalt. Ég var góða stundu oní, gat allavega ekki farið upp úr á undan finnanum - en um leið og hann sippaði sér upp á bakkann elti ég hann eins og hlýðinn hundur. Við ösluðum svo snjóinn aftur til baka í saunabaðið og fengum okkur einn öl. Ég lét eins og ekkert væri sjálfsagðara en að stökkva svona út í helkalt vatnið - en ég hef stundum látið þá heyra það síðan, frændur mína, að þeir séu kannski ekki komnir af víkingum og séu jafnvel ekkert skyldir mér.......
Frábær ferð í fallegu landi
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Alveg fyllist ég ofurmiklu stolti yfir þér. Þú ert sko kona að mínu skapi! Hef aldrei komið til Finnlands, en hef kynnst nokkrum frábærum Finnum á ráðstefnuferðalögum. Hef á tilfinningunni að við Íslendingar eigum margt sameiginlegt með þeim.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.8.2007 kl. 00:36
Jæts. Þú coll á því manneskja. Ekki held ég að ég hefði meikað þetta.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 00:36
þetta átti að sjálfsögðu að vera cool
Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 00:36
Já Guðný Anna ég er sammála því að við eigum margt sameiginlegt með Finnum. Ég stofnaði "saumaklúbb" að mati yfirmanns míns með finnsku stúlkunum í verksmiðjunni. Ég hinsvegar var bara að segja þeim sögur og sýna þeim kunnáttu mína í finnsku
Takk Jóna! Eins og ég sagði kom finnskur bjór við sögu og hann er ansi sterkur og eykur konum, og eingöngu konum, hugrekki Skil ekki alveg í dag hvernig ég þorði þessu en á þeim tíma gat ég ekki látið það spyrjast að Íslendingar þyrðu ekki í vatnið......
Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 00:55
Djö ertu mikið megababe. Kona að mínu skapi, ekkert helv... vol og víl. Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 01:20
Takk Jenný mín....... lovjútú
Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2007 kl. 01:23
Guð hvað þú varst dugleg ekki hefði ég þorað, en mér hefur alltaf langað til Finnlands.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.8.2007 kl. 10:02
Jaa Hrönn það verður ekki af þér skafið nú frekar en fyrri daginn.......
Fanney Björg Karlsdóttir, 6.8.2007 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.