Ömmusystir

Magga hringdi í mig í gærkvöldi.

Hún er orðin AMMA!! Heart Það þýðir að ég er orðin ÖMMUsystir LoL Frábært! Man hvað mér fannst það mikið sjokk þegar ég varð móðursystir. Er greinilega orðin miklu þroskaðri síðan þá......

Til hamingju enn og aftur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Kæra ömmusystir.... til hamingju með þennan merka titil....

Fanney Björg Karlsdóttir, 5.8.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Ragnheiður

til hamingju með þennan fína titil. Þegar systir mín fékk þennan titil þá fékk hún smásjokk, sá fyrir sér gamla kellu með hnút í hári og gleraugu á nefbroddinum. Hún var 45 ára þá.

Ragnheiður , 5.8.2007 kl. 14:44

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju að vera orðin ömmu systir  he he.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.8.2007 kl. 16:03

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju, þetta er ekki svo slæmt.  Ég meina bíddu þar til þú verður langömmusystir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 18:56

5 Smámynd: Hugarfluga

Juu til lökku, gamla mín! Spörning hvort þú og litli afleggjarinn getið ekki bara samnýtt bleyjurnar!

Hugarfluga, 5.8.2007 kl. 19:33

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með nýja hlutverkið! Ég get trúað þér fyrir því, að ég varð föðursystir þegar ég var 4 ára og afasystir þegar ég var 34 ára. Ég bíð bara eftir því að verða langafasystir. * Guð minn góður og ég sem er ekki einusinni orðin amma. Þetta jaðrar við félagslegan misþroska.

* ég er búin að brýna alveg voðalega fyrir eldri barnabörnum systkina minna að bíða með barneignir langt frameftir ævi....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.8.2007 kl. 22:15

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

takk dúllurnar mínar.... mér var hinsvegar bent á það í dag að það eru sjö ár síðan ég varð ömmusystir...... Mér finnst ég alltaf vera bara systir þeirra......

Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 23:44

8 Smámynd: Ólöf Anna

Til lukku

Ólöf Anna , 6.8.2007 kl. 00:36

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Ég varð ömmusystir á síðasta ári í fyrsta skipti.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband