Snúinn ökkli og heitur pottur

02Magga hringdi í mig í gær! Spurði hvort við ættum að stofna hlaupahóp.... Ég fylltist tortryggni - enda tortryggin að eðlisfari og spurði hvort hún væri búin að ákveða nafn - Systurnar! Sagði Magga. Ég benti henni á að þó ástarlíf mitt væri ekki upp á marga fiska þessa dagana væri ég ekki alveg tilbúin að ganga í klaustur og stakk þess í stað upp á sister slut Tounge Hún var ekki aaaaalveg til í það......

Fórum svo og hlupum í fjörtíu mínútur seinni partinn í gær og allt gekk svona glimrandi vel, alveg01 þar til Magga sparkaði í mig og ég missteig mig hrikalega. Og þegar ég segi hrikalega er það ekki vegna þess að ég sé að fara fram á samúð eða vegna þess að ég sé einhver væluskjóða, heldur vegna þess að það var HRIKALEGT! LoL Og VÍST sparkaðirðu - bara vegna þess að ég var á undan! Ég á sko eftir að segja mömmu.......

Mamma hringdi svo í mig í gærkveldi þegar ég var í miðjum klíðum að hlúa að mínum særða ökkla og bauð mér í heita pottinn. Ég spratt á fætur og hjólaði í einum spreng suð´rúr - Ég meina ég vissi að hún átti líka rauðvín Smile Við sátum svo í heita pottinum og sötruðum rauðvín - að sjálfsögðu, maður þekkir nú sitt heimafólk, og spjölluðum. - Alveg hreint frábær dagur. Ég segi það enn og aftur - ég er ótrúlega heppin með ættingja

Magga hringdi svo hikandi í mig í dag, sjálfsagt minnug ópanna sem endurómuðu um skóginn í gær, svo hátt að stúfurinn faldi sig bak við Birkikvist, og spurði hvort ég treysti mér aftur í dag......

....að sjálfsögðu gerði ég það - við erum í hlaupahóp!

Fórum svo aftur og hlupum enn lengra ef eitthvað er - stubbalingur fékk að koma með aftur, hann er að vísu ekki einlægur aðdáandi þess að sitja í aftasta sætinu og gerði heiðarlega tilraun til þess að þykjast ekki sjá bílinn í dag. En hvað lætur hundur sig ekki hafa til að fá að koma með? Hver veit nema hann rekist á mús......

Knús Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er svona hálfgerð mús... og ég rakst á þig. Góða nótt og knús

Heiða Þórðar, 18.7.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða nótt og knús á þig líka.....

 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 23:39

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsla hvar býr mamma þín? "suð´rúr er það í Reykjavík eða hvað?  Ég meina hvert hljólar þú skaðræðið þitt með ónýtan ökkla til að ná þér í áfengi?  Skammastín (froðufellandireiðikall).

Tveir eru ekki hópur elskan nema stubbur sé talinn með.  Híhí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vona að það sé allt í lagi með þig þú ert nú meiri göngu garpurinn. Knús til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 19.7.2007 kl. 01:49

5 Smámynd: Róbert Tómasson

Stundum grípur mig gríðarleg þörf til að fara út að hlaupa...þá sest ég niður og þetta líður hjá  vona að þér batni fljótt í fætinum og mundu að tveir snúnir fætur eru slæmt mál en séu þeir aftur á móti 4 má skella á þá plötu og búa til antík borð

Róbert Tómasson, 19.7.2007 kl. 01:58

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehe þið eruð frábær

Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 07:12

7 Smámynd: Hugarfluga

Ááááiiii .... það er ekki gott að fá spark í sköflunginn. Been there. Vona að þú sért í lagi. Þú fékkst þó rauðvín.

Hugarfluga, 19.7.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.