Vinnuvika á Íslandi of löng?

Þá er fyrstu vinnuviku eftir sumarfrí lokið. Hún var hvorki verri né betri en ég bjóst við.

Viðurkenni að vísu að síðustu tvo dagana taldi ég niður fram að helgi, enda alltof langt að byrja eftir sumarfrí á heilli vinnuviku.....

Fimm daga vinnuvika er líka of löng! Allavega þegar kona er svona skemmtileg með sjálfri sér og hefur svo mikið annað að gera en vinna Smile

Vaknaði í morgun með ótrúlega mikinn hálsríg og hrikalega geðvond en sökum hinnar alkunnu sjálfstjórnar sem ég bý yfir varð enginn var við það - nema kannski Jenný, sem minntist eitthvað á að ég hljómaði eins og mér fyndist hún og hinar bloggvinkonur hennar ekki alltaf hljóma mjög gáfulega Tounge sem þær að sjálfsögðu gera - 24/7

Eygló og Erla Björg eru með hele familien í bústað, kíki kannski þangað - ef ég nenni...... stefni annars á að gera sem minnst á sem lengstum tíma. Maður á alltaf að gera það sem maður er beztur í - ekki satt?

Óver and át Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kannski verðurðu ÞOLANLEGRI þegar þú ert komin inn í rútínuna kjéddling.  Bara kannski sko.

Hurru voða var þetta stutt sumarfrí.  Ertu á einhverjum þrælasamning eins og mennirnir hjá Impregilo?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 18:45

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það er alltaf leiðinlegt byrja aftur eftir sumarfrí ég er sammála þér að vinnuvikan er alltof löng.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2007 kl. 18:59

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ég er sammála....það tók mig næstum tíu ár að fatta að maður (kona) á að sjálfsögðu ekki að byrja að vinna eftir sumarfrí á mánudögum.... mögulega á fimmtudögum.... en nú er ég kanski í tregari kantinum.... og þó.... mögulega er þetta syndrom þar sem einkennin lýsa sér í svona "ómissandi týpa" töktum.......  en ég er að þroskast... og núna finns mér ég gjörsamlega vera missandi í vinnunni hehehe

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.7.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hefði sko aldrei byrjað á mánudaginn nema af því að það voru mánaðarmót

....þá er ég sko ómissandi!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 00:17

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Katla! Það ætti sko að banna fólki að byrja að vinna eftir sumarfrí

heheheheheeh

Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 00:18

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný! Ég verð seint þolanleg, sérstaklega í rútínu.....

Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 00:19

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hæææ  það er vika þangað til ég fer í 4 vikna frí get ekki beðið, kveðja

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.7.2007 kl. 00:20

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm það ætti að trappa mann inn úr sumarfríinu.  Fyrst tvo daga og svo þrjá fjóra og fimm á viku.  Þá tekur maður ekki eftir viðbrygðunum eins og humar sem er soðinn með að setja hann í kalt vatn og hitaður upp við hægan hita. Hann fattar ekkert fyrr en hann er allt í einu dauður.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.7.2007 kl. 01:10

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

OMG ertu að segja að ég sé humar?

 

Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 01:21

10 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahaha...ertu svona "túlkari"...... svo fyndin alltaf.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.7.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband