29.6.2007
Ég er reið!
Þannig var að á síðustu dögum maímánaðar hringdi í mig stúlka og bauð mér kynningaráskrift að DV. Ég var frekar treg, vegna þess að í eðli mínu er ég tortryggin og veit að fátt í þessu lífi er ókeypis. En þar sem sólin skein og ég var full bjartsýni sem ég yfirfærði á mannkynið leyfði ég henni að kynna þetta kostaboð fyrir mér.
Hefði betur sleppt því.....
Hún sagði mér, svo glöð í bragði, að ég fengi júní ókeypis og ábyggilega maí líka, því það væri svo stutt eftir af maí, það eina sem ég þyrfti að gera væri að segja upp blaðinu fyrir júní lok. Vegna áðurnefndrar eðlislægrar tortryggni minnar þráspurði ég hana hvort það væri öruggt. Aaaaalveg öruggt. Þegar ég spurði hana í þriðja sinn, heyrði ég að það fór að örla á smá óþolinmæði hjá þessari annars glöðu stúlku.
Ég hugsaði með mér að ég væri að fara í sumarfrí í júní og það gæti nú bara verið gaman að velta sér upp úr slúðurblaðinu DV þannig að ég tók þessu kostatilboði um kynningaráskrift.
Svo leið og beið og beið og leið og ekkert blað kom. Mér var svosem alveg sama, hef ekki saknað þess að lesa DV hingað til.
Upp rann júní mánuður bjartur og fagur og viti menn DV gossaðist inn um lúguna hjá mér. Ég var í sumarfríi og sólin skein þannig að sjaldnast hafði ég tíma til að setjast niður og lesa öll blöðin sem komu inn um mína lúgu. Verð þó að viðurkenna að röðin hjá mér hefur verið svona: Fréttablaðið, Blaðið og DV - DV fór þó oftast í ruslið ólesið -
Um tuttugasta þessa mánaðar berst mér svo greiðsluseðill frá DV vegna áskriftar maí/júní. Mér hitnaði aðeins í vöngum og skundaði að tölvunni, sendi kurteislegt ímeil og sagði þeim hjá DV hvernig málið væri vaxið, bað þá ennfremur að fella seðilinn og sagði upp "áskriftinni"
Nokkrum dögum seinna er greiðsluseðillinn millifærður sem beingreiðsla af bankareikningum mínum til DV. Þá fauk í mig og ég hringdi. Fékk samband við konu í bókhaldi - sem sagði mér það glöð í bragði að hún sæi um reikninga fyrir DV.
Kurteislega en ákveðin sagði ég henni að svona vinnubrögð væru ekki til fyrirmyndar. Ég hefði aldrei gefið leyfi fyrir beingreiðslu og mér hefði verið sagt að júnímánuður væri frír!
Hún sagði mér - ekki svo glöð í bragði lengur - að þetta væri ábyggilega einhver misskilningur og því miður........
Mér er annt um peningana mína og sagði henni að þetta sætti ég mig ekki við. Ef einhver misskilningur væri í gangi þá væri hann þeirra megin og ég ætlaði ekki að borga fyrir það!!
Skil ekki heldur hvernig er hægt að senda greiðsluseðil fyrir áskrift OG hafa hann í beingreiðslu!!! Ef ég væri nú 75 ára og borgaði alla greiðsluseðla sem mér væru sendir? Svona eins og gamalt fólk gerir oft!!! Þá væri DV nú aldeilis feitur fjölmiðill!!!! Þegar ég spurði hana út í það varð fátt um svör. Hún hélt helst að ég hefði einhvern tíma verið með DV í áskrift og haft það í beingreiðslu. Sem getur svosem vel verið. En ég veit líka að ef ég tek á móti greiðslu með t.d. kreditkorti í gegnum síma. Þá er mér ekki heimilt að geyma upplýsingar um viðkomandi kreditkort og nota þær aftur! Þetta hlýtur að vera svipað!!!!!!
Hún baði mig að senda ímeil með upplýsingum um hvernig málið væri vaxið og hún skyldi svo skoða málið. Ég sendi henni ímeil með öllum helstu upplýsingum. Þar á meðal um bankareikning og kennitölu vegna endurgreiðslu. Stuttu seinna sendir hún mér svar um að hún hafi "týnt" banka upplýsingum - þrátt fyrir að þær stæðu í póstinum sem ég sendi henni og stæðu AUÐVITAÐ enn í svarpóstinum - og bað mig um að senda þær aftur. Sem ég og gerði.
Í morgun beið mín svo póstur frá henni, þar sem hún sagðist hafa mótttekið póstinn og áframsent hann á gjaldkera, sem því miður væri ekki við fyrr en eftir helgi. Hún vonaði að það kæmi sér ekki illa fyrir mig.......
ARG!!!! Nei, nei ég hef ekkert annað við mína peninga að gera en láta þá liggja á reikning DV. Mér finnast þetta forkastanleg vinnubrögð. Forkastanleg.
Ég sendi henni til baka póst um að ég vænti þess að DV endurgreiddi mér upphæðina með vöxtum ef ekki yrði endurgreitt fyrr en eftir helgi!!!!!!!
Hvurslags vinnubrögð eru þetta?
Ég vara ykkur við! EKKI kaupa DV
Ég er foxill!!!
Athugasemdir
ÚFFFFF hvað ég skil þig, Hrönn!!!! ARGHHH!!! Þetta eru gjörsamlega óþolandi og ólíðandi viðskiptahættir! Svona virðist þetta bara vera gegnumgangandi. Ég var einmitt í stappi við Birting útaf tilboði sem ég tók hjá þeim um 3 blöð af Ísafold á kr. 996. Allt í einu var ég orðinn áskrifandi og farin að fá gíróseðla. Málið leystist reyndar farsællega, en eftir þónokkuð þref og stapp. Vinkona mín situr uppi með ógreidda mánaðaráskrift af Fjölvarpinu útaf öðru svona "tilboði". Ætla ALDREI aftur að samþykkja eitthvað "tilboð" hjá neinum fjölmiðli og ráðlegg öllum frá því. Og hananú og knús til þín, Hrönnslan mín.
Hugarfluga, 29.6.2007 kl. 12:01
Teldu niður, teldu niður. Aldrei að kaupa áskriftir að fjölmiðlum í gegnum síma, nema að þú sért að hringja sjálf og panta. Marg- reynt á þessum bæ og sit hér uppi með heila ráðstefnu af Lifandi Vísindum vegna svona mistaka.
Lifandi Vísindi er gott og gengt blað sem ég sendi til Maysunnar í London eftir lestur, en pointið er; mér var boðin kynningarárskrift sem ég sagði já við en fæ núna gíróseðla í samlede verker.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2007 kl. 12:12
Elska mín hef lent í svona vitlausu.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.6.2007 kl. 16:30
Það var svona mál í gangi fyrir nokkrum árum, tveir ungir menn sem gáfu út blað. Annar þeirra heitir Hrannar Pétursson ef ég man rétt og var hinn ekki Helgi Hjörvar ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2007 kl. 20:31
Veit það ekki, ég veit bara að þetta er óþolandi!!!!!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 00:32
Lugna dig, elsku veninna. Þetta er bara blað, þetta eru bara svikin loforð, so what....? That´s life. Ég er samt ekki svona. Svík aldrei loforð, sver það. Vertu sæl og róleg í sumarleyfinu þínu og valkvíðastríðinu.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.6.2007 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.