15.6.2007
Mikið að gera í sveitinni....
Sló suðurtúnið í gær! Fór svo með mömmu og við keyptum rafmagnssláttuvél - alltaf gaman að eyða annarra manna peningum... fórum svo í Hveragerði og keyptum sumarblóm í garðyrkjustöð Ingibjargar - ég missi mig alltaf í svona garðyrkjustöðvum. Mér finnst öll blóm flott og vil taka þau með mér heim.
Sá þar appelsínugul blóm sem ég féll algjörlega fyrir......´
Búin að vera rosa duglega að æfa fyrir kvennahlaupið sem við Magga ætlum að KEPPA í á morgun. Ath!!!! Ég sagði KEPPA ekki TAKA ÞÁTT - mikill munur þar á. Ég er búin að stúdera leiðina svo við villumst nú örugglega ekki. Það er svooooo erfitt að vera í forystunni Gott að það eru rauðir bolir - því ég, eins og danskurinn segir verð "selv lysende, en fin egenskab at udnytte i mørke som advarsel til andre" Þegar við erum búin að vera úti að hlaupa...... Vitaskuld er hann að djóka!!!!!
Sáuð þið hana systur mína í fréttunum áðan? Ég er svo stolt af henni alltaf hreint (þ.e. þegar hún gerir eitthvað sem mér þóknast..... ) Hún skýrði frá því að hún - ok ok eða sveitastjórnin sem hún vinnur fyrir hefðu ákveðið að setja bremzu á Urriðafossvirkjun að svo stöddu.
Fór svo í langan labbitúr með stubbaling, löbbuðum alla leið út í skóg, fórum svo stóran hring í skóginum - hittum Rauðhettu og úlfinn - og flýttum okkur heim. Þar biðu þá eftir okkur Eygló, sem er svona okkar eigin Flórens - alltaf gott að hafa eina í fjölskyldunni..... Stebbi og Mamma og vildu fá okkur í heimsókn upp á sjúkrahús að heimsækja pabba sem var að koma úr mjaðmakúluaðgerð og er svo stálheppinn, að sögn Reykvíkinga, að búa úti á landi þar sem héraðssjúkrahúsið getur tekið á móti honum. Hann fær að liggja þar næstu tíu daga í stað þess ef hann byggi í Reykjavík hefði hann verið sendur heim í dag - á fjórða degi eftir aðgerð....
...ansi kalt eitthvað. En svo er hann búinn að fá inni á NLFÍ í Hveragerði eftir spítalavistina. Hann er sko algjör hetja hann pabbi minn. Eftir áralanga baráttu við krabbamein, og allar þær meðferðir sem því fylgja, þar sem stefnir í hans sigur!!!! skellir hann sér í mjaðmakúluaðgerð. Ekki margir, held ég sem hefðu þrek í þetta.
Well bezt að fara að sinna labbakút, hann vill fara út - eða bara fá athygli mína.... skrýtið hélt hann mundi kannski athyglismettast þegar ég færi í sumarfrí en hann vill alltaf meir og meir..... sem er sossum í lagi... hann á það alveg skilið - þetta krútt
smjúts
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:25 | Facebook
Athugasemdir
Kudos til pabba þíns! Sönn hetja þar! Sammála með appelsínugul blóm ... eeeelska'ðau! Og svo hleypur þú eins og byssubrandur á morgun. Lovlí alveg hreint, darling!!
Hugarfluga, 15.6.2007 kl. 22:42
Hurru þessi sæta í hvítu blússunni. Helvíti flott kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2007 kl. 22:44
Hey ég stend á hliðarlínunni og hvet þig áfram...... och tummen upp för farsan... hvílík hetja.....þannig að þú hefur nú ekki langt að sækja hetjuskapinnn Hrönnsla mín
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:50
ææææ takk Ef ég væri veikgeðja væri ég núna að skæla
hehehehehe
Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 23:22
jamm Jenný! Við erum fallegar systurnar, allar sem ein
tíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 23:29
Því miður sá ég ekki fréttirnar í gær, en þú dugleg að nenna að fara í kvennahlaupið í dag.
Og vonandi verður allt í lagi með pabba þinn.
Hafðu það svo gott Hrönn mín. Knús til þín frá mér.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.6.2007 kl. 11:06
Svo þú ert bóndakona? Ber óendanlega virðingu fyrir þeim. Ykkur. Bara að þú vitir það. Kem í kaffi til þín einhvern daginn
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.6.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.