Í dag...

...hefur verið tuttugu stiga hiti í minni sveit. Segi og skrifa tuttugu stig.

Eins og sannur Íslendingur hef ég náttúrulega ekki getað verið inni, fór í langan göngutúr með labbakút og komst að því að hann væri ekki góður í að vera hundur t.d. á Spáni......

Sló heimatúnið og komst að því að labbakútur er hræddur við sláttuvélina... hann gelti stanslaust og vildi fá mig í burtu frá þessu voðatæki, núna er ég að grilla á tvífættu grilli - já tvífættu!!! mæli ekki með því en það gengur alveg.... eða ég vona það Tounge 

Ó... og komst að því að labbakútur er hræddur við grill.... allavega tvífætt grill en það er ég nú líka svo það þarf ekki eeeeendilega að þýða að hann sé ekki hugrakkasti hundur í heimi..... eða hvað?

En fallegur er hann verndarinn minn Ríkharður ljónshjarta

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Namm, namm skiptir nokkru máli hversu marga fætur, ef nokkra, grillfjandinn hefur?  Það er maturinn sem skiptir máli.  Reyndu svo að kenna lífverðinum að halda við grillið og slá á sláttuvélina addna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjör labbakútur sem sagt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2007 kl. 20:21

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku litli labbakúturinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2007 kl. 20:57

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

falleg skrif hjá þér ,ást á hundi er fallegt, bæði gúnguhundi og hetjuhundi

ljós til þín frá mér

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 21:01

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ójá það er margt lagt á lítinn dreng.....

nú steinsefur hann, fullkomlega öruggur við hliðina á mér.....

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 21:17

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

og Jenný það skiptir sko engu máli - maturinn var góður, þats vot kánts

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.