Prjónar og diskar

Fór í dag og keypti mér garn. Eldrautt! Nú skal prjónað.

Ætla að prjóna mér rauðar grifflur - eða nornahanska eins og ég kýs að kalla þær..... Prentaði líka út uppskrift af peysu með berustykkjamunstri, langar að prjóna hana líka, kannski ég geri það bara. Get allt sem ég vil - vil allt sem ég get Tounge

Spurði einn sem ég þekki hver hefði eiginlega verið að spila Chicago blues, þarna um kvöldið, þegar ég dvaldi í mínu hásæti og hlýddi á og lýðurinn klappaði fyrir mér.... eða var það ekki fyrir mér?

Hann heitir Glenn Kaiser, er á hljómleikaferð um landið. Mæli eindregið með því að þið skellið ykkur ef hann spilar í ykkar hverfi! Ætla að kaupa mér disk með honum ef ég næ nokkursstaðar í hann. Mér er sagt að hann reki heimili, úti í hinum stóra heimi, fyrir fíkla og alkóhólista í bata og allur ágóði af tónleikahaldi og geisladiskasölu renni til þess starfs. Maður með mission.

Æ vúdd sey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þína heill, duglega prjónakona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.6.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þakka þér yndisfríða borgarkvendi

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kaupi líka þennan disk ef hann verður á vegi mínum.  Hurru er ekki prjónað á veturna?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2007 kl. 01:58

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Jenný - og á sumrin þegar úti er veður vott og vont

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 12:34

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þessi hannyrðaáhugi um hásumar er soldið undarlegur. Ég keypti mér garn um daginn og er á kafi að velja heklmynstur með aðstoð Saumakonunnar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 14:33

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...en voða gaman samt  

Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 14:52

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fyrst á réttunni, svo á röngunni, tjú, tjú, tra-la-la.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.6.2007 kl. 23:34

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Maður prjónar ekki grifflur um hásumar...prjónaðu þér frekar rautt bikiní og vertu smartari en Marta.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 13:48

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

  verð án efa smartari en Marta í rauðu bikiníi. Hins vegar viðrar bara til griffla hér um stundir. Prjóna hitt næst......

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband