30.5.2007
Heimskona
Þurfti að erindast í opinberri stofnun áðan.....
.....sá þar penna merktan sænsku fíkniefnalögreglunni - Svenska Narkineitthvaðpolisföringen, þá
rifaðist upp fyrir mér þegar ég í fyrrasumar flaug til svíaríkis. Lenti í Stokkhólmi í 32ja stíga hita og þurfti að doka eftir ferjunni til Finnlands í fjóra eða fimm tíma. Fékk mér göngutúr upp í Gamla Stan, dolféll yfir öllum þessum gömlu byggingum og steinlögðu strætum. Vinkaði kónginum. Drakk einn öllara á borði við svo þrönga götu að mér fannst ég geta snert vegginn á húsinu á móti....
Fann svo á bakaleiðinni yndislega fallegan garð með hávöxnum trjám og kirkju í bakgrunninum, bauð upp á sól og skugga - rétt eins og lífið sjálft, vá hvað ég er djúp........ - Datt í hug að setjast þar og kíkja í kiljuna sem ég var að lesa þá stundina og vildi svo skemmtilega til að var eftir hana sænsku konu sem ég man náttúrulega ekki núna hvað heitir..... á meðan ég biði eftir strætó á ferjustaðinn, sem ég sat þarna og gluggaði í kiljuna fór ég að kíkja á fólkið í kringum mig sem sat þarna eða lá og svaf allt eftir ástandi hvers og eins, birtust laganna verðir, ég svosem kippti mér ekkert upp við það enda alvön löggunni, ég bý nú einu sinni í afar öruggu hverfi En það sem ég ekki fattaði var að þetta var SÆNSKA polisið - þeir ferðast um í flokkum og eru vopnaðir.....
Þeir voru sumsé mættir til að sópa burtu fíklunum sem lágu þarna og sátu allt um kring.....
Veit ekki hvort þeir voru meira hissa eða ég á að finna mig þarna
Svona fór um heimskonuna þá................
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Athugasemdir
Vona að þú hafir nappað pennanum ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 13:39
Selvfølgelig - maður lætur nú ekki sænsku lögguna nappa sig tvisvar.....
Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 13:54
Úff, ég upplifði nú hérna heima hjá mér, að ungmenni höfðu hreiðrað um sig á Austuvelli, einum skrúðgarði bæjarins, þau voru í einhverskonar diskaleik man ekki hvað hann heitir. Ég sagði þeim að það mætti ekki vera í svona leikjum í skrúðgarðinum, og bað þau vinsamlegast að hætta, þau mættu vera þarna, en ekki í bolta eða frisbýleik, þar sem hætta er á skemmdum í garðinum. Þau þrjóskuðust við, ég hringi á lögguna sagði ég ógnandi, þau hlóu að mér. Svo ég ákvað að láta verða af þessu.
Koma svo ekki laganna verðir uppstrílaðir, og með þvílíkum hroka, og byrjuðu að staka við krakka greyjunum, ég dauðsá eftir að hafa kallað á þá, svo þegar einn gerði sér lítið fyrir og sparkaði í einn unglinginn þar sem þau höfðu öll lagst niður, varð mér allri lokið. Þetta var alveg hræðilegt að horfa upp á. Stundum er löggunni mislagðar hendur heldur betur, hvort sem er á Íslandi eða annarsstaðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2007 kl. 22:58
Já Cesil það er rétt. Hins vegar var ég aulinn þarna.
Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.