tempó

Algjör letidagur í dag.

Vaknaði seint, borðaði morgunmat hægt, verzlaði seinlega, fór út í rólega göngu með litla kút..... hnusuðum varlega af svæðinu sem útilegumennirnir bjuggu á í gær og migum, til öryggis, allan hringinn, bara svona til að fá rétta smellið.....Tounge Er núna að elda kvöldmatinn sem ég ætla að borða seint og hægt.

Elska svona letidaga, þegar ég get gert eins lítið og hægt er á eins löngum tíma og mögulegt er. Algjörlega mitt tempó. Var meira að segja að velta því fyrir mér að skrifa bara annan hvorn staf í þessari færslu en þá hefðu orðið of margar villur fyrir menn smekk - hefði ekki meikað það!

smjúts Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

yndislegir svona letidagar, hafði einmitt planerað einn slíkan en..... það voru ekki allir sammála að ég þyrfti soleis.... þannig að ég tek minn út þó síðar verði....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.5.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu í meyjarmerkinu Hrönnsla mín?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 01:38

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þeir eru frábærir. Svo vaknar maður svona líka snemma, svona líka hress.....

Tvíburi Jenný mín. Af hverju heldurðu að ég sé svona skemmtileg?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 07:04

4 Smámynd: Ólafur fannberg

frábært að eiga letidaga

Ólafur fannberg, 29.5.2007 kl. 08:35

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úff já - og bráðum fer ég í sumarfrí og get átt MAAAAAARGA letidaga

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 08:42

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

I-n-n-l-t-s-k-v-e-ð-j-a (adante non troppo)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.5.2007 kl. 13:50

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

andante átti þetta auðvitað að vera, - svona fer þegar maður reynir að gera hlutina extra hægt, en er stórlega ofvirkur

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.5.2007 kl. 13:51

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheh já Guðný Anna það getur verið flókið

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 15:05

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá nú verð ég abbó, letidagar, veit ekki hvað það er á þessum síðustu og verstu.  Viltu ekki skipta ??

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.