Vorboðar....

Vaknaði seint, sé það alveg í hendi mér að þessi lífsmáti að vaka á nóttunni og sofa á daginn hentar mér ekki!

Hristi af mér slenið og fór út í sólskinið. Gekk upp með á með labbakút. Hlustaði á flúðirnar í fjarzka og hunangsflugurnar suða - sumar óþægilega nálægt mér..... Var að leita mér að steini til að hvíla lúin bein þegar ég tók eftir að litli snúllinn var eitthvað órólegur að snuddast í rjóðrinu fyrir ofan mig. Þegar ég kíkti þangað sá ég hvar hann hafi fundið þrjá útilegumenn - steinsofandi eftir erfiði næturinnar. Þeim hefur sjálfsagt fundist áin róandi líka Wink Við íhuguðum örskamma stund að míga á þá - við eigum nú einu sinni þennan reit - en hættum við og héldum þess í stað áfram, enda voru 25þeir farnir að bæra á sér og við ekkert sérlega ginkeypt fyrir vakandi útilegumönnum. Og svo kunnum við okkur líka LoL

Sáum svo hilla undir annan svipaðan fýr úti á túni þar sem hann var annað hvort að æfa sig fyrir brúarhlaupið eða - og það þótti okkur líklegra - var að leita að lyklunum sínum.

Fyrsta ferðahelgi ársins er sannarlega runnin upp með öllum þeim skrautfuglum sem henni fylgja Tounge 

Ég vil taka það fram að ég efast ekki eitt andartak um að allir þessir menn eru aðkomumenn....

Well - ætla að hella mér uppá kaffi og baka vöfflur í tilefni af því að við komumst heil á húfi heim. Mun taka upp gamla lífshætti og fara snemma að sofa í kvöld og næstu kvöld. Nema kannski þegar heimilislæknirinn yndisfríði húsvitjar.

smjúts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

... ef ég hefði nú vitað af vöfflunum þá hefði ég nú rekið inn nefið hjá þér þegar ég keyrði í gegnum Selfoss í dag........ geri það næst.. og þá í þeirri trú að vöffulbaksturinn verði endurtekinn.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.5.2007 kl. 18:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það hefði nú verið skárra að fá þig heldur en útilegumennina sem vöknuðu og runnu á ilminn.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 18:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Gott hjá þér að hætta við að gerast næturhrafn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2007 kl. 18:34

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Cesil - ég er líka svo vonlaus í því....

....betra að gera það sem maður gerir vel

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 18:36

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó maður verður hræddur.  Þrír útlegumenn í einu.  Rosalega eigið þið mikið af jaðarfólki þarna í Árborg.  Hér í Reykjavík eru útilegumenn hreinilega bannaðir.  Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 09:34

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hafðu góan dag með vöfflum, ummylmar vel

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.5.2007 kl. 13:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að þú gerir allt vel sem þú gerir  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2007 kl. 16:36

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Maður á semsé von á vöfflum....? Dásemd.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.5.2007 kl. 13:48

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Vöfflur eru dásamlegar. Nema þegar heimilislæknirinn húsvitjar, þá er ég alveg límd við skjáinn

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 15:06

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Auðvitað eru vöfflur líka dásamlegar þegar hann er í heimsókn. Þetta kom eitthvað skringilega út hjá mér.....

Get líklega bara hugsað um eitt í einu.....

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.