Erla Björg! Vissirðu þetta? Rauðhærðar konur stofna samtök

1 Frænka mín, sem mér þykir voða vænt um, er rauðhærð. Þegar hún var lítil tók hún frekjuköst á við meðal dívu. Jú Erla Björg, þú gerðir það. Tounge Hún hélt niðr´í sér andanum þangað til hún var orðin jafn rauð í framan og háraliturinn. Svo snérist hún á gólfinu eis og hún gengi fyrir batteríum. Hún á heima í útlöndum og sér kannski ekki alltaf íslensku blöðin þannig að mig langaði að sýna henni þetta.......

„Við erum einfaldlega miklu betri en annað fólk," segir Þuríður Helga Jónsdóttir innanhúsarkitekt og einn af stofnendum Samtaka rauðhærðra kvenna en stofnfundur þeirra verður haldinn 11. maí næstkomandi að Ásvallagötu 59.

„Aðalsprautan fyrir þessu er sýning Nínu Gautadóttur Óður til rauðhærðra kvenna í myndlist," bætir Þuríður við og segir að þær hafi fyrst haft veður af svona samtökum í Frakklandi en þar ku vera svipuð samtök kvenna sem skarta þessum hárlit. Þuríður tekur skýrt fram að það ríki léttur andi í þessum hópi og hið merkilega er að rauðhærðar konur virðast oftar en ekki dragast saman.

Rauðhærðir virðist vera farnir að færa sig upp á skaftið því nýlega var heimasíðan raudhausar.com stofnuð en þar má finna vefverslun rauðhærðra og aðrar upplýsingar fyrir rauðhært fólk. Þuríður segir enda að margir séu þeirrar skoðunar að rauðhærðir séu öðruvísi en annað fólk. „Við höfum verið að skoða aðeins hvernig rauðhærðar konur hafa birst í poppmenningunni og hér áður fyrr virtist það loða við rauðhærðar konur í bíómyndum að þær væru vonda konan, þessi femme fatale," útskýrir Þuríður en bætir við að það hafi að einhverju leyti breyst, staða rauðhærðu konunnar sé nánast orðin jöfn stöðu kvenna með annan háralit. „Síðan hvenær hefur til dæmis Julia Roberts verið vonda konan," segir hún.

Þuríður kannast einnig við aðrar mýtur á borð við þá að rauðhærðar konur séu vergjarnar og útsmognar. „Rauðhærðir strákar eru hins vegar í mun verri málum því í kvikmyndum eru þeir oftast sýndir sem hrekkjusvínin," segir Þuríður. „Annars eru þetta fyrst og fremst baráttusamtök því rauða genið er víkjandi og því er þetta hópur sem er á undanhaldi en við viljum vernda hann," útskýrir Þuríður.

PS mér þykir líka voða vænt um systur hennar - svo maður gæti nú jafnvægis og enginn verði afbrýðissamur.

Knús til ykkar Erla og Linda Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þú reddaðir þér þarna á síðustu línunni .... þetta stefndi í leiðindi

Lofjú

Linda fræ (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, ég hnaut líka um þessa frétt. Er fædd og uppalin rauðhærð, afsakplega ósátt við það í frumbernsku og vegna þess hófst ævilöng glíma mín við almættið og útdeilingu þess á forréttindum og útlitseinkennum.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:25

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehe og hvort ykkar hefur unnið fleiri lotur?

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 1.5.2007 kl. 23:32

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bara að þær rauðhærðu endi ekki eins og ljóskurnar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2007 kl. 13:03

6 identicon

híhíhíhí....

það þyrfti nú að fylgja sögunni að upp úr gelgjunni varð ég að einkar ljúfri og hljóðlátri konu ... ehemm... eða svona miðað við hvernig bernskan var.

Rauðhærðir eru vissulega minnihlutahópur, en þar sem við erum minnihlutahópur með sérstök forréttindi en ekki minni réttindi, þá finnst mér engin þörf á stuðningsgrúbbu.

Reyndar væri frábært að fara í rauðhært kvennaparý ... alveg er það pottþétt að þar yrðu mikil læti og mikið stuð!

En takk fyrir skemmtilegan pistil elsku frænka ... alveg nauðsynlegur inngangur að sjálfsögðu!

lovjú. Erla sín.

Erla Björg rauðhærða (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 16:01

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

smjúts til ykkar

Hrönn Sigurðardóttir, 2.5.2007 kl. 16:11

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef oft og einatt verið rauðhærð.  Þarf ég að segja meira?  Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2007 kl. 23:22

9 Smámynd: Ólafur fannberg

semsagt rauðliðabandalagið

Ólafur fannberg, 2.5.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband