Til hamingju með daginn

Vaknaði snemma..... eldsnemma, fór í hlaupagallann og ég og fjórfætti drengurinn fórum út á golfvöllgolf og skokkuðum einn hring áður en golfararnir mættu á svæðið - eða hann hentist um og rak gæsir og tjald úr vegi mínum og ég lötraði á eftir í skemmtiskokksgír Smile 

Kom svo heim í ungmennafélagslitnum - sem bæ þe vei umfser skemmtilega fjólublár í minni sveit - stökk í sturtu og er að spá í að leggja mig - eða kannski bara lesa góða bók

 Var búin að lofa tvífætta drengnum gúllassúpu í dag og heimabökuðu brauði.

Eru frídagar ekki frábærir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nauðsyn - yndis - og unaðs - legir.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Algjörlega, finn að vísu að það eru að hellast í mig harðsperrur eftir skemmtiskokkið - hefði átt að fá mér banana áður en ég sofnaði aftur

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú frábærir en ekki svo mikið þegar þeir eru liðnir.  Síjú!

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband